Keflvíkingar senda inn kæru vegna Fannars Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. apríl 2012 09:38 Fannar Freyr Helgason í leik með Stjörnunni. Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag. Stjarnan vann leikinn og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Fannar Freyr þótti gerast brotlegur eftir viðskipti sín við Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur. Stjórnin fordæmdi hegðun Fannars og hvatti Stjörnuna til að taka á málinu innan félagsins. Stjarnan brást við með því að taka fyrirliðabandið af Fannari en sagði brot hans engu að síður hafa verið óviljaverk. Birgir Már Bragason, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði við Körfuna.is að þeim hafi Stjörnumönnum ekki taka málið nægilega föstum töku. „Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál að svo stöddu," bætti hann við. Í fyrri yfirlýsingu Keflvíkinga, sem birtist á heimasíðu félagsins á mánudaginn, segir meðal annars eftirfarandi: „Hart hefur verið sótt að Keflavík að kæra umrætt atvik enda virðist sem Körfuknattleikssamband Íslands hyggist ekkert aðhafast í málinu. Má jafnvel ganga svo langt að segja að með því að aðhafast ekki sé Körfuknattleikssamband Íslands að samþykkja þann fádæma fautaskap sem Fannar Helgason sýndi af sér í umræddum leik og tengist körfuboltaíþróttinni á engan hátt." Þessu var svo svarað af stjórn KKÍ með eftirfarandi yfirlýsingu, sem birtist á heimasíðu KKÍ: „Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður um atvik er átti sér stað í leik Stjörnunnar og Keflavíkur síðastliðinn fimmtudag. Forysta KKÍ fordæmir öll óheilindi og fólskubrögð innan sem utan vallar. Að saka KKÍ um að horfa framhjá fautaskap er einfaldlega rangt. Til upplýsinga þá hefur forysta KKÍ ekki lagt inn kærur vegna svona mála. Þess vegna er það undarlegt að lesa í yfirlýsingu KKD. Keflavíkur að KKÍ eigi að aðhafast sérstaklega í þessu tiltekna máli þegar það hefur hingað til verið á hendi félaganna/leikmanna sem telja á sér brotið, að leggja inn kærur ef ekki var tekið á meintu broti í viðkomandi leik. Það getur jú gerst að dómarar í kappleikjum sjái ekki öll atvik sem upp koma. Það eru skýrar reglur um aga og úrskurðarmál og eru mörg dæmi um að félög hafi lagt inn kærur til aga og úrskurðarnefndar við slíkar aðstæður. Það er hins vegar ekki dæmi þess að KKÍ hafi gert það og því ekki ástæða til að byrja á því í þessu tilfelli." Birgir segir í samtali við Körfuna.is að KKÍ beri að endurskoða stefnu sína í svona málum. „Ef það koma upp atvik í leik sem dómarar missa ef en eru til á myndbandsupptöku þá eigi KKÍ að grípa inní líkt og gerist í hinum stóra heimi. Jafnvel að setja á einhverja nefnd sem tæki á slíkum málum," sagði Birgir en frétt Körfunnar.is má lesa hér. Stjarnan tapaði fyrsta leik sínum gegn Grindavík í undanúrslitunum en liðin mætast aftur annað kvöld, þá í Ásgarði í Garðabæ. Dominos-deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefur ákveðið að senda inn kæru til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ vegna olnbogaskots Fannars Freys Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar, í leik liðanna á skírdag. Stjarnan vann leikinn og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla. Fannar Freyr þótti gerast brotlegur eftir viðskipti sín við Val Orra Valsson, leikmann Keflavíkur. Stjórnin fordæmdi hegðun Fannars og hvatti Stjörnuna til að taka á málinu innan félagsins. Stjarnan brást við með því að taka fyrirliðabandið af Fannari en sagði brot hans engu að síður hafa verið óviljaverk. Birgir Már Bragason, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði við Körfuna.is að þeim hafi Stjörnumönnum ekki taka málið nægilega föstum töku. „Annars vil ég sem minnst tjá mig um þetta mál að svo stöddu," bætti hann við. Í fyrri yfirlýsingu Keflvíkinga, sem birtist á heimasíðu félagsins á mánudaginn, segir meðal annars eftirfarandi: „Hart hefur verið sótt að Keflavík að kæra umrætt atvik enda virðist sem Körfuknattleikssamband Íslands hyggist ekkert aðhafast í málinu. Má jafnvel ganga svo langt að segja að með því að aðhafast ekki sé Körfuknattleikssamband Íslands að samþykkja þann fádæma fautaskap sem Fannar Helgason sýndi af sér í umræddum leik og tengist körfuboltaíþróttinni á engan hátt." Þessu var svo svarað af stjórn KKÍ með eftirfarandi yfirlýsingu, sem birtist á heimasíðu KKÍ: „Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður um atvik er átti sér stað í leik Stjörnunnar og Keflavíkur síðastliðinn fimmtudag. Forysta KKÍ fordæmir öll óheilindi og fólskubrögð innan sem utan vallar. Að saka KKÍ um að horfa framhjá fautaskap er einfaldlega rangt. Til upplýsinga þá hefur forysta KKÍ ekki lagt inn kærur vegna svona mála. Þess vegna er það undarlegt að lesa í yfirlýsingu KKD. Keflavíkur að KKÍ eigi að aðhafast sérstaklega í þessu tiltekna máli þegar það hefur hingað til verið á hendi félaganna/leikmanna sem telja á sér brotið, að leggja inn kærur ef ekki var tekið á meintu broti í viðkomandi leik. Það getur jú gerst að dómarar í kappleikjum sjái ekki öll atvik sem upp koma. Það eru skýrar reglur um aga og úrskurðarmál og eru mörg dæmi um að félög hafi lagt inn kærur til aga og úrskurðarnefndar við slíkar aðstæður. Það er hins vegar ekki dæmi þess að KKÍ hafi gert það og því ekki ástæða til að byrja á því í þessu tilfelli." Birgir segir í samtali við Körfuna.is að KKÍ beri að endurskoða stefnu sína í svona málum. „Ef það koma upp atvik í leik sem dómarar missa ef en eru til á myndbandsupptöku þá eigi KKÍ að grípa inní líkt og gerist í hinum stóra heimi. Jafnvel að setja á einhverja nefnd sem tæki á slíkum málum," sagði Birgir en frétt Körfunnar.is má lesa hér. Stjarnan tapaði fyrsta leik sínum gegn Grindavík í undanúrslitunum en liðin mætast aftur annað kvöld, þá í Ásgarði í Garðabæ.
Dominos-deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira