Umfjöllun: Füchse Berlin - AG 21-26 | Danirnir tóku bronsið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 27. maí 2012 12:13 Nordic Photos / Getty Íslendingarnir fjórir í danska liðinu AG unnu til bronsverðlauna í Meistaradeild Evrópu eftir sigur á þýska liðinu Füchse Berlin í dag. Mögnuð frammistaða markvarðarins Kasper Hvidt í fyrri hálfleik og öflugur sóknarleikur AG í þeim síðari skóp sigurinn. Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir AG og Guðjón Valur Sigurðsson tvö. Snorri Steinn Guðjónsson fékk lítið að spila í þetta skiptið og komst ekki á blað. Hjá Füchse Berlin skoraði Alexander Petersson fjögur mörk og var meðal markahæstu manna í sínu liði. Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik þar sem að Hvidt sýndi ótrúlega takta í markinu náði AG að komast fjórum mörkum yfir, 13-9. AG tók svo völdin endanlega í seinni hálfleik og komst í þægilega forystu. Berlínarliðið náði að minnka muninn í seinni hálfleik en náði þó aldrei að hleypa verulegri spennu í leikinn. AG byrjaði ótrúlega í leiknum og var komið í 4-0 eftir átta og hálfa mínútu en þá var Dagur Sigurðsson búinn að fá nóg og tók leikhlé. Kasper Hvidt var þá búinn að verja öll skot Füchse Berlin á upphafsmínútunum en Berlínarliðið mátti þakka sínum eigin markverði, Silvio Heinevetter, að vera ekki komnir 7-8 mörkum undir. Heinevetter var besti maður Berlínarliðsins og sá til þess að AG náði aldrei að stinga almennilega af. Evgeni Pevnov náði loksins að koma Berlínarliðinu á blað með marki úr hraðaupphlaupi eftir tæplega tíu mínútna leik, eftir stoðsendingu Alexanders Peterssonar. Hvidt var þá búinn að verja sjö fyrstu skotin í leiknum. Eftir að Füchse Berlin náði að brjóta ísinn opnaðist fyrir flóðgáttirnar og Þjóðverjarnir skoruðu næstu fimm mörk í leiknum. Vörnin small hjá þeim, Heinevetter hélt áfram að verja vel og í sókninni var Iker Romero magnaður. AG komst þó aftur yfir og hélt undirtökunum allt til loka fyrri hálfleiksins. Vörn liðsins var öflug en fyrst og fremst var það frammistaða Hvidt í markinu sem lagði grunninn að forystunni en hann varði alls sautján skot í fyrri hálfleiknum. Arnór og Ólafur spiluðu allan fyrri hálfleikinn í sókn AG en Snorri Steinn Guðjónsson fékk einnig nokkrar mínútur. Guðjón Valur Sigurðsson hvíldi allan fyrri hálfleikinn en kom inn í þann síðari af gríðarlegum krafti. Hann lét til sín taka í vörninni og spilaði einnig af öryggi í sókn. Mikkel Hansen fékk einnig að hvíla í nokkrar mínútur í lok fyrri hálfleiksins og var sömuleiðis afar öflugur í þeim síðari. Hann fór fyrir sóknarleik Dananna sem nýttu sér meðbyrinn til að sigla fram úr, hægt og rólega. Alexander Petersson reyndi hvað hann gat til að halda í við Danina, eins og aðrir í Berlínarliðinu, en í þetta sinn reyndist vörn AG og Hvidt í markinu þeim ofviða. Füchse Berlin er þekkt fyrir sína mikla baráttu en í þetta sinn varð liðið að játa sig sigrað. Hvort að Ólafur Stefánsson hafi verið að spila í síðasta sinn í lokaúrslitum Meistaradeildar Evrópu verður að koma í ljós en óhætt er að segja að hann hafi skilað sínu, rétt eins og aðrir Íslendingar í liðinu. Þó svo að ekki allt hafi gengið upp hjá Ólafi í dag var hann óþreytandi og getur farið stoltur aftur heim til Danmerkur, rétt eins og aðrir í liði AG. Berlínarliðið kom mörgum á óvart með því að komast svo langt í keppninni og ljóst var að undanúrslitaleikurinn gegn Kiel hafði kostað leikmenn nokkuð þrek. Alexander Petersson var frábær í þeim leik og átti einnig góðar rispur í dag. Fyrst og fremst var gott að sjá þennan magnaða leikmann spila handbolta á ný, eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Dagur Sigurðsson hefur skapað sér stórt nafn í þjálfarastétt handboltans og ekki minnkaði orðstír hans við framgöngu hans manna um helgina, svo mikið er víst. Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
Íslendingarnir fjórir í danska liðinu AG unnu til bronsverðlauna í Meistaradeild Evrópu eftir sigur á þýska liðinu Füchse Berlin í dag. Mögnuð frammistaða markvarðarins Kasper Hvidt í fyrri hálfleik og öflugur sóknarleikur AG í þeim síðari skóp sigurinn. Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir AG og Guðjón Valur Sigurðsson tvö. Snorri Steinn Guðjónsson fékk lítið að spila í þetta skiptið og komst ekki á blað. Hjá Füchse Berlin skoraði Alexander Petersson fjögur mörk og var meðal markahæstu manna í sínu liði. Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik þar sem að Hvidt sýndi ótrúlega takta í markinu náði AG að komast fjórum mörkum yfir, 13-9. AG tók svo völdin endanlega í seinni hálfleik og komst í þægilega forystu. Berlínarliðið náði að minnka muninn í seinni hálfleik en náði þó aldrei að hleypa verulegri spennu í leikinn. AG byrjaði ótrúlega í leiknum og var komið í 4-0 eftir átta og hálfa mínútu en þá var Dagur Sigurðsson búinn að fá nóg og tók leikhlé. Kasper Hvidt var þá búinn að verja öll skot Füchse Berlin á upphafsmínútunum en Berlínarliðið mátti þakka sínum eigin markverði, Silvio Heinevetter, að vera ekki komnir 7-8 mörkum undir. Heinevetter var besti maður Berlínarliðsins og sá til þess að AG náði aldrei að stinga almennilega af. Evgeni Pevnov náði loksins að koma Berlínarliðinu á blað með marki úr hraðaupphlaupi eftir tæplega tíu mínútna leik, eftir stoðsendingu Alexanders Peterssonar. Hvidt var þá búinn að verja sjö fyrstu skotin í leiknum. Eftir að Füchse Berlin náði að brjóta ísinn opnaðist fyrir flóðgáttirnar og Þjóðverjarnir skoruðu næstu fimm mörk í leiknum. Vörnin small hjá þeim, Heinevetter hélt áfram að verja vel og í sókninni var Iker Romero magnaður. AG komst þó aftur yfir og hélt undirtökunum allt til loka fyrri hálfleiksins. Vörn liðsins var öflug en fyrst og fremst var það frammistaða Hvidt í markinu sem lagði grunninn að forystunni en hann varði alls sautján skot í fyrri hálfleiknum. Arnór og Ólafur spiluðu allan fyrri hálfleikinn í sókn AG en Snorri Steinn Guðjónsson fékk einnig nokkrar mínútur. Guðjón Valur Sigurðsson hvíldi allan fyrri hálfleikinn en kom inn í þann síðari af gríðarlegum krafti. Hann lét til sín taka í vörninni og spilaði einnig af öryggi í sókn. Mikkel Hansen fékk einnig að hvíla í nokkrar mínútur í lok fyrri hálfleiksins og var sömuleiðis afar öflugur í þeim síðari. Hann fór fyrir sóknarleik Dananna sem nýttu sér meðbyrinn til að sigla fram úr, hægt og rólega. Alexander Petersson reyndi hvað hann gat til að halda í við Danina, eins og aðrir í Berlínarliðinu, en í þetta sinn reyndist vörn AG og Hvidt í markinu þeim ofviða. Füchse Berlin er þekkt fyrir sína mikla baráttu en í þetta sinn varð liðið að játa sig sigrað. Hvort að Ólafur Stefánsson hafi verið að spila í síðasta sinn í lokaúrslitum Meistaradeildar Evrópu verður að koma í ljós en óhætt er að segja að hann hafi skilað sínu, rétt eins og aðrir Íslendingar í liðinu. Þó svo að ekki allt hafi gengið upp hjá Ólafi í dag var hann óþreytandi og getur farið stoltur aftur heim til Danmerkur, rétt eins og aðrir í liði AG. Berlínarliðið kom mörgum á óvart með því að komast svo langt í keppninni og ljóst var að undanúrslitaleikurinn gegn Kiel hafði kostað leikmenn nokkuð þrek. Alexander Petersson var frábær í þeim leik og átti einnig góðar rispur í dag. Fyrst og fremst var gott að sjá þennan magnaða leikmann spila handbolta á ný, eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Dagur Sigurðsson hefur skapað sér stórt nafn í þjálfarastétt handboltans og ekki minnkaði orðstír hans við framgöngu hans manna um helgina, svo mikið er víst.
Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira