"Ég verð forseti fólksins" 27. maí 2012 11:00 Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi. mynd/andreaolafs.is „Þau völd forsetans sem sett voru í stjórnarskrá á sínum tíma er vald fólksins, ekki forsetans. Lýðræði þýðir beinlínis að fólkið ræður. Þó svo að þingræði sé hér til staðar þá hefur fólkið völd í gegnum forsetann. Fólkið framselur vald sitt til hans og hann talar fyrir þau." Þetta segir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi, en hún var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hún um forsendur framboðs síns og hugmyndir sínar um hlutverk forsetans. „Ég verð forseti fólksins," segir Andrea. „Þetta er það sem framboð mitt gengur út á. Ætlun þjóðarinnar var aldrei sú að þingið hefði óheft vald. Það var tekin meðvituð ákvörðun um það að þjóðin ætlaði ekki að hafa fulltrúalýðræði þar sem fulltrúarnir hefðu alræðisvald." Þá telur Andrea að forseta beri skylda til að hlusta á vilja þjóðarinnar og að beita valdi sínu þegar gjá hefur myndast milli hennar og Alþingis.BessastaðirFramboð Andreu er að stórum hluta til byggt á skuldavanda heimilanna og leggur hún miklar áherslur á þau málefni. „Ég set þessi mál á oddinn, einfaldlega vegna þess að ég tel þetta vera stærsta mál okkar samtíma. Með því að gefa framboði mínu atkvæði þá eru kjósendur að senda skýr skilaboð, með þverpólitískum hætti, til yfirvalda um það að það vilji leysa skuldavanda heimilanna." „Við þurfum að ná sátt í samfélaginu," segir Andrea. „Einmitt vegna þess að við viljum horfa til framtíðar og hefja uppbyggingarstarf." „Ég vil spá því að þetta verði ekki tveggja turna barátta," segir Andrea aðspurð út í þrjár skoðanakannanir sem birtust fyrir helgi. Þar voru þau Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson efst og var mikill munur fylgi þeirra og meðframbjóðenda. „Kosningabaráttan er rétt að byrja. Það getur verulega mikið gerst. Þetta verða mögulega fjórir frambjóðendur sem munu slást um fylgið. Ég er á uppleið og maður verður að bera bjartsýnn."Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Andreu hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
„Þau völd forsetans sem sett voru í stjórnarskrá á sínum tíma er vald fólksins, ekki forsetans. Lýðræði þýðir beinlínis að fólkið ræður. Þó svo að þingræði sé hér til staðar þá hefur fólkið völd í gegnum forsetann. Fólkið framselur vald sitt til hans og hann talar fyrir þau." Þetta segir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, forsetaframbjóðandi, en hún var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þar ræddi hún um forsendur framboðs síns og hugmyndir sínar um hlutverk forsetans. „Ég verð forseti fólksins," segir Andrea. „Þetta er það sem framboð mitt gengur út á. Ætlun þjóðarinnar var aldrei sú að þingið hefði óheft vald. Það var tekin meðvituð ákvörðun um það að þjóðin ætlaði ekki að hafa fulltrúalýðræði þar sem fulltrúarnir hefðu alræðisvald." Þá telur Andrea að forseta beri skylda til að hlusta á vilja þjóðarinnar og að beita valdi sínu þegar gjá hefur myndast milli hennar og Alþingis.BessastaðirFramboð Andreu er að stórum hluta til byggt á skuldavanda heimilanna og leggur hún miklar áherslur á þau málefni. „Ég set þessi mál á oddinn, einfaldlega vegna þess að ég tel þetta vera stærsta mál okkar samtíma. Með því að gefa framboði mínu atkvæði þá eru kjósendur að senda skýr skilaboð, með þverpólitískum hætti, til yfirvalda um það að það vilji leysa skuldavanda heimilanna." „Við þurfum að ná sátt í samfélaginu," segir Andrea. „Einmitt vegna þess að við viljum horfa til framtíðar og hefja uppbyggingarstarf." „Ég vil spá því að þetta verði ekki tveggja turna barátta," segir Andrea aðspurð út í þrjár skoðanakannanir sem birtust fyrir helgi. Þar voru þau Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson efst og var mikill munur fylgi þeirra og meðframbjóðenda. „Kosningabaráttan er rétt að byrja. Það getur verulega mikið gerst. Þetta verða mögulega fjórir frambjóðendur sem munu slást um fylgið. Ég er á uppleið og maður verður að bera bjartsýnn."Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Andreu hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira