Undanrásum í 100 m bringusundi er nú lokið á Evrópumeistaramótinu í sundi sem nú fer fram í Ungverjalandi. Ísland átti tvo fulltrúa í keppninni.
Jakob Jóhann Sveinsson synti á 1:02,19 mínútum sem er tæpri sekúndu frá þriggja ára gömlu Íslandsmeti hans. Árni Már kom í mark á 1:02,96 mínútum en hvorugur komst áfram í undanúrslit.
Báðir hafa þegar náð OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) fyrir Ólympíuleikana en OQT-lágmarkið (gamla A-lágmarkið) er 1:00,79 mínútur.
Jakob hafnaði í 28. sæti og Árni Már því 39. af alls 58 keppendum.
