Elín Metta: Ég var ekki fædd þegar Katrín byrjaði með landsliðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júní 2012 14:00 Elín Metta á æfingunni í gær. Mynd / Ernir Elín Metta Jensen, framherji Vals, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu fyrir leikina gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni EM. „Þetta er rosalega mikill heiður. Bara gaman," segir Elín Metta sem er þrátt fyrir allt margreynd landsliðskona. Elín Metta hefur raðað inn mörkunum með yngri landsliðunum og þekkir vel þá tilfinningu að klæðast landsliðsbúningnum. „Maður ber alltaf virðingu fyrir búningnum þegar maður fer í hann. En það er auðvitað ný reynsla að gera það með flottustu knattspyrnukonum landsins," segir Elín Metta sem ætlaði ekki að velta því of mikið fyrir sér að hún væri í liði með margreyndum landsliðskonum á borð við Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Maður reynir að hugsa sem minnst um hverjar þær eru. Ég reyni bara að gera mitt besta og njóta þess að spila með svona frábærum fótboltakonum," segir framherjinn efnilegi. Elín Metta er fædd á því herrans ári 1995. Sautján árum fyrr kom fyrirliði landsliðsins Katrín Jónsdóttir í heiminn. „Ég frétti að ég hefði ekki verið fædd þegar hún byrjaði að spila með landsliðinu," segir Elín Metta og hlær en Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari hafði gantast með þá staðreynd á fundi með hópnum fyrir æfinguna. Margrét Lára þjálfaði Elínu Mettu hjá Val á sínum tíma. Nú keppa þær um framherjastöðuna hjá landsliðinu og Elín Metta vonast til að fá mínútur í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Auðvitað láta allir sem eru valdir í 22 manna hóp sig dreyma um að fá að spila. Það gera sér allir vonir og ég er engin undantekning," segir Elín Metta. Landsleikur Íslands og Ungverja fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn og hefst klukkan 16. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Elín Metta Jensen, framherji Vals, er í fyrsta skipti í íslenska landsliðinu í knattspyrnu fyrir leikina gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni EM. „Þetta er rosalega mikill heiður. Bara gaman," segir Elín Metta sem er þrátt fyrir allt margreynd landsliðskona. Elín Metta hefur raðað inn mörkunum með yngri landsliðunum og þekkir vel þá tilfinningu að klæðast landsliðsbúningnum. „Maður ber alltaf virðingu fyrir búningnum þegar maður fer í hann. En það er auðvitað ný reynsla að gera það með flottustu knattspyrnukonum landsins," segir Elín Metta sem ætlaði ekki að velta því of mikið fyrir sér að hún væri í liði með margreyndum landsliðskonum á borð við Katrínu Jónsdóttur og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Maður reynir að hugsa sem minnst um hverjar þær eru. Ég reyni bara að gera mitt besta og njóta þess að spila með svona frábærum fótboltakonum," segir framherjinn efnilegi. Elín Metta er fædd á því herrans ári 1995. Sautján árum fyrr kom fyrirliði landsliðsins Katrín Jónsdóttir í heiminn. „Ég frétti að ég hefði ekki verið fædd þegar hún byrjaði að spila með landsliðinu," segir Elín Metta og hlær en Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari hafði gantast með þá staðreynd á fundi með hópnum fyrir æfinguna. Margrét Lára þjálfaði Elínu Mettu hjá Val á sínum tíma. Nú keppa þær um framherjastöðuna hjá landsliðinu og Elín Metta vonast til að fá mínútur í leikjunum tveimur sem framundan eru. „Auðvitað láta allir sem eru valdir í 22 manna hóp sig dreyma um að fá að spila. Það gera sér allir vonir og ég er engin undantekning," segir Elín Metta. Landsleikur Íslands og Ungverja fer fram á Laugardalsvelli á laugardaginn og hefst klukkan 16.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira