Ólafur Ragnar hefur eytt tæplega milljón í auglýsingar 25. júní 2012 13:26 Ólafur Ragnar Grímsson hefur eytt alls 3,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands en þar af hefur hann eytt 850 þúsund krónum í auglýsingar. Á Facebook-síðu Ólafs Ragnars kemur fram að heildarkostnaður til þessa dags vegna framboðsins nemur kr. 3.661.640 og skiptist hann þannig að helstu kostnaðarliðir eru kr. 760.000 vegna húsaleigu, gerð vefsíðu kr. 664.640, flug og gisting vegna funda og ferða á landsbyggðinni kr. 540.000, almennur rekstrarkostnaður um kr. 700.000, auglýsingar kr. 850.000. Skipting auglýsinga, sem voru eingöngu vegna funda í byggðarlögum og opnun miðstöðvar, er þannig að: í héraðsfréttablöðum kr. 66.355, í útvarpi kr. 574.580 og skjáauglýsingar kr. 204.531. Fjármögnun þessa kostnaðar er á þann veg að Ólafur Ragnar lagði sjálfur fram í upphafi kosningabaráttunnar 2 milljónir króna. Síðan hafa 20 einstaklingar og 2 rekstraraðilar lagt samtals í kosningasjóð 2 milljónir og 45 þúsund krónur. Auk þess hefur sala merkis og annað skilað um 200 þúsund. Fjármögnunin nemur því til þessa alls um 4,2 milljónum króna. Áætlað er að heildarkostnaður við framboðið verði 4-5 milljónir og nemur viðbótin við þær 3,6 milljónir sem fyrr voru raktar aðallega launakostnaði. „Í ljósi umræðunnar vil ég beina því annarra frambjóðenda, að birta nú sundurliðað kostnaðaryfirlit og áætlun um heildarkostnað við baráttuna," segir svo á heimasíðu Ólafs Ragnars. Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum Stöðvar 2 í gær að hún hefði eytt rúmlega sautján hundruð þúsund krónum í auglýsingar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að hún hefði fengið 12 milljónir króna í styrki en fimm þeirra voru yfir 200 þúsund krónum. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar og Hannes Bjarnason ætlar að gera það þegar tími gefst til. Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28 Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18 Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur eytt alls 3,6 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands en þar af hefur hann eytt 850 þúsund krónum í auglýsingar. Á Facebook-síðu Ólafs Ragnars kemur fram að heildarkostnaður til þessa dags vegna framboðsins nemur kr. 3.661.640 og skiptist hann þannig að helstu kostnaðarliðir eru kr. 760.000 vegna húsaleigu, gerð vefsíðu kr. 664.640, flug og gisting vegna funda og ferða á landsbyggðinni kr. 540.000, almennur rekstrarkostnaður um kr. 700.000, auglýsingar kr. 850.000. Skipting auglýsinga, sem voru eingöngu vegna funda í byggðarlögum og opnun miðstöðvar, er þannig að: í héraðsfréttablöðum kr. 66.355, í útvarpi kr. 574.580 og skjáauglýsingar kr. 204.531. Fjármögnun þessa kostnaðar er á þann veg að Ólafur Ragnar lagði sjálfur fram í upphafi kosningabaráttunnar 2 milljónir króna. Síðan hafa 20 einstaklingar og 2 rekstraraðilar lagt samtals í kosningasjóð 2 milljónir og 45 þúsund krónur. Auk þess hefur sala merkis og annað skilað um 200 þúsund. Fjármögnunin nemur því til þessa alls um 4,2 milljónum króna. Áætlað er að heildarkostnaður við framboðið verði 4-5 milljónir og nemur viðbótin við þær 3,6 milljónir sem fyrr voru raktar aðallega launakostnaði. „Í ljósi umræðunnar vil ég beina því annarra frambjóðenda, að birta nú sundurliðað kostnaðaryfirlit og áætlun um heildarkostnað við baráttuna," segir svo á heimasíðu Ólafs Ragnars. Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum Stöðvar 2 í gær að hún hefði eytt rúmlega sautján hundruð þúsund krónum í auglýsingar. Fram kom í Fréttablaðinu í dag að hún hefði fengið 12 milljónir króna í styrki en fimm þeirra voru yfir 200 þúsund krónum. Andrea Ólafsdóttir hefur safnað 26 þúsund krónum. Herdís Þorgeirsdóttir hefur safnað 519 þúsund krónum. Ari Trausti Guðmundsson hefur gefið út að hann muni upplýsa um bókhaldið eftir kosningar og Hannes Bjarnason ætlar að gera það þegar tími gefst til.
Forsetakosningar 2012 Tengdar fréttir Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28 Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18 Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Herdís og Andrea vilja opið bókhald Andrea J. Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir hafa farið fram á að meðframbjóðendur þeirra opni bókhald sitt og láti kjósendur vita hvaðan fjárframlög koma. 24. júní 2012 11:28
Eyddi tæplega tveimur milljónum í auglýsingar Þóra Arnórsdóttir upplýsti í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 og Vísi í Hörpu í kvöld að hún hefði eytt 1746 þúsund krónum í auglýsingar sem hafa birst meðal annars í strætóskýlum víða á höfuðborgarsvæðinu. 24. júní 2012 20:18
Frambjóðendur opni bókhaldið Andrea Ólafsdóttir og Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóðendur hafa báðar opnað bókhald sitt og skora á aðra frambjóðendur að gera slíkt hið sama. Hannes Bjarnason segist ætla að birta bókhald sitt um leið og tími gefst til. Andrea hefur safnað 26 þúsund krónum og Herdís 519 þúsund krónum. Þær hafa báðar birt yfirlit yfir það hverjir hafa styrkt þær. 25. júní 2012 11:00