HJK kjöldró KR í Helsinki | 7-0 sigur finnska liðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2012 15:25 Mynd / Daníel HJK frá Helsinki vann stórsigur 7-0 gegn KR í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Finnlandi í dag. Heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og bættu við fimm mörkum áður en yfir lauk í síðari hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum en á 13. mínútu komust Finnarnir yfir eftir mistök í vörn KR. Juho Mäkelä skoraði þá af stuttu færi. Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson áttu ágætar tilraunir á hinum enda vallarins áður en ógæfan dundi aftur yfir. Guðmundur Reynir Gunnarsson braut þá af sér í vítateig KR-inga. Mika Väyrynen steig á punktinn og tvöfaldaði forystu heimamanna. Þorsteinn Már Ragnarsson fékk fínt færi skömmu síðar til þess að minnka muninn fyrir KR en brást bogalistin. Finnarnir tveimur mörkum yfir í hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skipti Emil Atlasyni inn fyrir Dofra Snorrason í hálfleik en aftur fengu gestirnir ískalda vatnsgusu í andlitið. Eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Joel Pohjanpalo með hörkuskoti fyrir utan vítateig. 3-0 og útlitið allt annað en gott. Það átti eftir að versna til muna. Rasmus Schüller skoraði fjórða mark Finnanna á 57. mínútu áður en Joel Pohjanpalo skoraði annað mark sitt á 67. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í Rhys Weston varnarmanni KR og fór þaðan í netið. Staðan orðin 5-0 en Finnarnir voru, ólíkt KR-ingum, ekki hættir. Juho Mäkelä átti eftir að niðurlægja Íslands- og bikarmeistarana enn frekar. Hann skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla seint í síðari hálfleik og Finnarnir komnir í 7-0. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, og Þröstur Emilsson lýstu leiknum í KR-útvarpinu. Samkvæmt lýsingu þeirra refsuðu Finnarnir KR-ingum ítrekað og var varnarleikur Vesturbæjarliðsins í molum. Stórsigur HJK raunin og möguleikar KR-inga á áframhaldandi þátttöku í forkeppni Meistaradeildar Evrópu svo gott sem úr sögunni. KR-ingar léku án Kjartans Henry Finnbogasonar og Gunnars Þórs Gunnarssonar sem glíma við meiðsli. Hvorugur ferðaðist með liðinu til Finnlands.Byrjunarlið KR í leiknum (4:3:3/4:5:1) Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Vörn: Magnús Már Lúðvíksson, Rhys Weston, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson Miðja: Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson. Kantmenn: Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson Framherji: Þorsteinn Már Ragnarsson Evrópudeild UEFA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira
HJK frá Helsinki vann stórsigur 7-0 gegn KR í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Finnlandi í dag. Heimamenn leiddu með tveimur mörkum í hálfleik og bættu við fimm mörkum áður en yfir lauk í síðari hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum á upphafsmínútunum en á 13. mínútu komust Finnarnir yfir eftir mistök í vörn KR. Juho Mäkelä skoraði þá af stuttu færi. Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson áttu ágætar tilraunir á hinum enda vallarins áður en ógæfan dundi aftur yfir. Guðmundur Reynir Gunnarsson braut þá af sér í vítateig KR-inga. Mika Väyrynen steig á punktinn og tvöfaldaði forystu heimamanna. Þorsteinn Már Ragnarsson fékk fínt færi skömmu síðar til þess að minnka muninn fyrir KR en brást bogalistin. Finnarnir tveimur mörkum yfir í hálfleik. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, skipti Emil Atlasyni inn fyrir Dofra Snorrason í hálfleik en aftur fengu gestirnir ískalda vatnsgusu í andlitið. Eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik skoraði Joel Pohjanpalo með hörkuskoti fyrir utan vítateig. 3-0 og útlitið allt annað en gott. Það átti eftir að versna til muna. Rasmus Schüller skoraði fjórða mark Finnanna á 57. mínútu áður en Joel Pohjanpalo skoraði annað mark sitt á 67. mínútu. Skot hans hafði viðkomu í Rhys Weston varnarmanni KR og fór þaðan í netið. Staðan orðin 5-0 en Finnarnir voru, ólíkt KR-ingum, ekki hættir. Juho Mäkelä átti eftir að niðurlægja Íslands- og bikarmeistarana enn frekar. Hann skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla seint í síðari hálfleik og Finnarnir komnir í 7-0. Jónas Kristinsson, framkvæmdastjóri KR, og Þröstur Emilsson lýstu leiknum í KR-útvarpinu. Samkvæmt lýsingu þeirra refsuðu Finnarnir KR-ingum ítrekað og var varnarleikur Vesturbæjarliðsins í molum. Stórsigur HJK raunin og möguleikar KR-inga á áframhaldandi þátttöku í forkeppni Meistaradeildar Evrópu svo gott sem úr sögunni. KR-ingar léku án Kjartans Henry Finnbogasonar og Gunnars Þórs Gunnarssonar sem glíma við meiðsli. Hvorugur ferðaðist með liðinu til Finnlands.Byrjunarlið KR í leiknum (4:3:3/4:5:1) Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Vörn: Magnús Már Lúðvíksson, Rhys Weston, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Reynir Gunnarsson Miðja: Bjarni Guðjónsson, Viktor Bjarki Arnarson og Baldur Sigurðsson. Kantmenn: Dofri Snorrason og Óskar Örn Hauksson Framherji: Þorsteinn Már Ragnarsson
Evrópudeild UEFA Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira