Stefán Ólafsson, prófessor, segir að þær tölur sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarið og kynntar sem upplýsingar um tekjur Íslendinga séu vægast sagt villandi. Að jafnaði vanti um og yfir helming heildartekna inn í tölurnar.
Stefán fjallar á bloggi sínu um upplýsingar sem birtust í Tekjublaði Frjálsrar verslunar og öðrum fjölmiðlum fyrir helgi. Það voru upplýsingar um launatekjur fólks fyrir skatta. Stefán minnir á að launatekjur eru bara hluti af „tekjum" fólks og því gefi tölurnar ranga mynd séu þær túlkaðar sem heildartekjur.
„Það sem helst vantar [í umfjöllunina] eru fjármagnstekjur," segir Stefán og minnir á að langmestar tekjur hátekjufólks eru fjármagnstekjur, þ.e. vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur sem fólk hefur af eignum sínum.
Hjá lágtekjufólki og millitekjufólki er hlutur fjármagnstekna lítill. Hjá hátekjufólki hefur hlutur fjármagnstekna verið milli 18-61% síðustu árin. Hjá hinum ofurríku hafa þær farið upp í 86% af heildartekjum.
Vegna þess að í umfjöllun Frjálsrar verslunar og fjölmiðla landsins undanfarið er aðeins tekið mið af launatekjum en ekki fjármagnstekjum segir Stefán að tölurnar séu nær marklausar.
Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um hverjir séu tekjuhæstu aðilar landsins og hverjar heildareignir þeirra geti verið. Þessi umfjöllun heldur því ekki vatni að mati Stefáns.
Umfjöllun fjölmiðla um tekjur nær marklaus
BBI skrifar

Mest lesið

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

