Jakob Jóhann: Ríó 2016 er lokkandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 28. júlí 2012 08:00 Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/Valli Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Jakob Jóhann Sveinsson þarf þó varla kynningu enda að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum. „Mér finnst reyndar stutt síðan ég keppti í Sydney en það eru víst tólf ár síðan. Tíminn líður bara svona hratt," sagði hann glaðbeittur. „En þetta er alltaf nokkuð svipað. Sundlaugin er nærri því alveg eins og í Sydney og Peking en þetta var aðeins öðruvísi í Aþenu - þar var allt nokkurn veginn hálflklárað." „Þorpið er svo mjög flott og óhætt að segja að Bretarnir séu að standast Kínverjunum snúning - sem kom mér skemmtilega á óvart." Það er búið að vera mikið flakk á íslenska sundfólkinu sem hefur verið við keppni og æfingar víða í Evrópu. „Síðan í maí höfum við farið til Englands, Frakklands, Spánar og Ungverjalands. En þetta er það sem manni finnst skemmtilegast að gera og þetta er því draumalífið." Jakob Jóhann hefur verið okkar sterkasti bringusundskappi um árabil en hans bestu tímar eru flestir frá 2009. Hann útilokar ekki að geta bætt Íslandsmetin sín nú. „Ég held að ég verði í mínu besta formi hér á leikunum - allavega á þessu tímabili. Það er búið að ganga á ýmsu í ár - ég meiddist í febrúar, var rændur á Spáni og missti vin minn rétt fyrir EM í Ungverjalandi," segir hann. „En núna hefur maður náð að slappa aðeins af. Það er búið að ganga á ýmsu en ég hef trú á að þetta sé allt saman að snúast mér í hag. Ég var mjög nálægt því í fyrra að bæta mína bestu tíma en gerði ákveðin mistök í sundinu. Ef ég næ að laga það allt þá er ég í fínum málum." Jakob Jóhann komst fyrst inn í 100 m bringusundið og hefur því einbeitt sér að því. „Ég bjóst aldrei við að komast inn í 200 m bringsundið," sagði hann. „En ég fékk boð í það líka og sá enga ástæðu til að afþakka það. Ég mun keppa í 100 m fyrst og svo verður það bara skemmtun fyrir mig að keppa í 200 metrunum." „Ég hef alltaf náð mínu besta fram á síðasta móti ársins og ég held að þetta verði svipað núna. Hvað framhaldið varðar er allt óákveðið. Fyrst ætla ég að taka frí og sjá svo til." Hann viðurkennir þó að það freisti hans að keppa einnig í Ríó eftir fjögur ár. „Það væri gaman og hafa margir hvatt mig til þess. Ég er með Ólympíuhringina fimm tattúveraða á handlegginn og með ártölin í hverjum hring. Það væri gaman að fylla allra hringina."Jakob Jóhann Sveinsson 30 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 100 m bringusund: 28. júlí 200 m bringusund: 31. júlí Sund Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Vísir kynnir til sögunnar íslenska íþróttafólkið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum. Jakob Jóhann Sveinsson þarf þó varla kynningu enda að keppa á sínum fjórðu Ólympíuleikum. „Mér finnst reyndar stutt síðan ég keppti í Sydney en það eru víst tólf ár síðan. Tíminn líður bara svona hratt," sagði hann glaðbeittur. „En þetta er alltaf nokkuð svipað. Sundlaugin er nærri því alveg eins og í Sydney og Peking en þetta var aðeins öðruvísi í Aþenu - þar var allt nokkurn veginn hálflklárað." „Þorpið er svo mjög flott og óhætt að segja að Bretarnir séu að standast Kínverjunum snúning - sem kom mér skemmtilega á óvart." Það er búið að vera mikið flakk á íslenska sundfólkinu sem hefur verið við keppni og æfingar víða í Evrópu. „Síðan í maí höfum við farið til Englands, Frakklands, Spánar og Ungverjalands. En þetta er það sem manni finnst skemmtilegast að gera og þetta er því draumalífið." Jakob Jóhann hefur verið okkar sterkasti bringusundskappi um árabil en hans bestu tímar eru flestir frá 2009. Hann útilokar ekki að geta bætt Íslandsmetin sín nú. „Ég held að ég verði í mínu besta formi hér á leikunum - allavega á þessu tímabili. Það er búið að ganga á ýmsu í ár - ég meiddist í febrúar, var rændur á Spáni og missti vin minn rétt fyrir EM í Ungverjalandi," segir hann. „En núna hefur maður náð að slappa aðeins af. Það er búið að ganga á ýmsu en ég hef trú á að þetta sé allt saman að snúast mér í hag. Ég var mjög nálægt því í fyrra að bæta mína bestu tíma en gerði ákveðin mistök í sundinu. Ef ég næ að laga það allt þá er ég í fínum málum." Jakob Jóhann komst fyrst inn í 100 m bringusundið og hefur því einbeitt sér að því. „Ég bjóst aldrei við að komast inn í 200 m bringsundið," sagði hann. „En ég fékk boð í það líka og sá enga ástæðu til að afþakka það. Ég mun keppa í 100 m fyrst og svo verður það bara skemmtun fyrir mig að keppa í 200 metrunum." „Ég hef alltaf náð mínu besta fram á síðasta móti ársins og ég held að þetta verði svipað núna. Hvað framhaldið varðar er allt óákveðið. Fyrst ætla ég að taka frí og sjá svo til." Hann viðurkennir þó að það freisti hans að keppa einnig í Ríó eftir fjögur ár. „Það væri gaman og hafa margir hvatt mig til þess. Ég er með Ólympíuhringina fimm tattúveraða á handlegginn og með ártölin í hverjum hring. Það væri gaman að fylla allra hringina."Jakob Jóhann Sveinsson 30 ára úr Sundfélaginu ÆgiÓL-greinar: 100 m bringusund: 28. júlí 200 m bringusund: 31. júlí
Sund Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira