Sjómenn orðnir tekjuhærri stétt en forstjórar 26. júlí 2012 06:19 Sjómenn eru orðnir tekjuhæsta stétt landsins og slá þeir forstjórum við hvað launin varðar eins og sjá má í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í dag. Í blaðinu eru birtar tekjur yfir 3 þúsund þekktra Íslendinga og tekjur stjórnenda allra helstu fyrirtækja landsins. Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins segir að blaðið var unnið á methraða og lauk prentun í nótt aðeins 20 klukkustundum eftir að álagningarskrár voru lagðar fram í gærmorgun. Sjómenn eru tekjuhæsta stéttin í blaðinu og toppa þeir forstjóra, starfsmenn fjármálafyrirtækja, næstráðendur og lækna í launum. Tekjur 200 efstu sjómanna á listanum námu 2,4 milljónum króna á mánuði á meðan 200 efstu forstjórarnir voru með meðaltekjur upp á 2,2 milljónir kr. á mánuði og höfðu forstjórarnir þó hækkað um 200 þúsund kr. á mánuði frá því síðast. Næstráðendur og millistjórnendur hafa hækkað verulega í tekjum eða um 300 þúsund krónur á mánuði. Nema tekjur 200 efstu næstráðenda núna um 2 milljónum kr. á mánuði og hafa þeir saxað verulega á forstjórana. Tekjur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra námu 1.241 þúsund kr. á mánuði í fyrra og hafa þau hækkað um 165 þúsund kr. á mánuði á tveimur árum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var með 1.613 þúsund kr. á mánuði og hafði hækkað um 51 þúsund kr. á mánuði. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er tekjuhæstur fjölmiðlamanna með rúmar 2 milljónir kr. á mánuði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er tekjuhæstur forstjóra með 10,2 milljónir kr. á mánuði. Finnur Árnason, forstjóri Haga er með 6,2 milljónir kr. á mánuði og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er með tæplega 5,9 milljónir kr. á mánuði. Jakob Már Ásmundsson, framkvæmdastjóri hjá Straumi banka, er líkt og í fyrra efstur á meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja. Núna með um 7,7 milljónir króna á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta er tuttugasta og fjórða árið í röð sem Frjáls verslun fjallar um tekjur einstaklinga út frá framlögðum álagningarskrám. Skattar Tekjur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sjómenn eru orðnir tekjuhæsta stétt landsins og slá þeir forstjórum við hvað launin varðar eins og sjá má í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í dag. Í blaðinu eru birtar tekjur yfir 3 þúsund þekktra Íslendinga og tekjur stjórnenda allra helstu fyrirtækja landsins. Jón G. Hauksson ritstjóri blaðsins segir að blaðið var unnið á methraða og lauk prentun í nótt aðeins 20 klukkustundum eftir að álagningarskrár voru lagðar fram í gærmorgun. Sjómenn eru tekjuhæsta stéttin í blaðinu og toppa þeir forstjóra, starfsmenn fjármálafyrirtækja, næstráðendur og lækna í launum. Tekjur 200 efstu sjómanna á listanum námu 2,4 milljónum króna á mánuði á meðan 200 efstu forstjórarnir voru með meðaltekjur upp á 2,2 milljónir kr. á mánuði og höfðu forstjórarnir þó hækkað um 200 þúsund kr. á mánuði frá því síðast. Næstráðendur og millistjórnendur hafa hækkað verulega í tekjum eða um 300 þúsund krónur á mánuði. Nema tekjur 200 efstu næstráðenda núna um 2 milljónum kr. á mánuði og hafa þeir saxað verulega á forstjórana. Tekjur Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra námu 1.241 þúsund kr. á mánuði í fyrra og hafa þau hækkað um 165 þúsund kr. á mánuði á tveimur árum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var með 1.613 þúsund kr. á mánuði og hafði hækkað um 51 þúsund kr. á mánuði. Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er tekjuhæstur fjölmiðlamanna með rúmar 2 milljónir kr. á mánuði. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er tekjuhæstur forstjóra með 10,2 milljónir kr. á mánuði. Finnur Árnason, forstjóri Haga er með 6,2 milljónir kr. á mánuði og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, er með tæplega 5,9 milljónir kr. á mánuði. Jakob Már Ásmundsson, framkvæmdastjóri hjá Straumi banka, er líkt og í fyrra efstur á meðal starfsmanna fjármálafyrirtækja. Núna með um 7,7 milljónir króna á mánuði samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Þetta er tuttugasta og fjórða árið í röð sem Frjáls verslun fjallar um tekjur einstaklinga út frá framlögðum álagningarskrám.
Skattar Tekjur Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira