Sjálfsmark nægði Liverpool í Edinborg - KR-banarnir steinlágu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2012 20:38 Mynd/Nordic Photos/Getty Sjálfsmark Andy Webster tryggði Liverpool 1-0 sigur á Hearts í Skotlandi í kvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Seinni leikurinn fer fram á Anfield í næstu viku. Martin Kelly lagði upp sigurmarkið með góðum spretti upp hægri kantinn og flottri fyrirgjöf inn í markteiginn. Fabio Borini missti af boltanum sem fór af Andy Webster og í markið. Sigur Liverpool var þó ekki sannfærandi en frammistaðan var nóg til að koma liðinu í lykilstöðu fyrir seinni leikinn. Hearts-liðið stóð sig vel og komst nokkrum sinnum nálægt því að skora. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, gerði sjö breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í tapinu á móti West Brom. Glen Johnson, Martin Skrtel, Steven Gerrard, Lucas, Joe Allen, Stewart Downing og Luis Suarez fóru út úr Liverpool-liðinu en í staðinn komu inn Jordan Henderson, Jay Spearing, Jamie Carragher, Charlie Adam, Raheem Sterling, Jonjo Shelvey og Jack Robinson.KR-banarnir í HJK Helsinki steinlágu á sama tíma 0-5 á útivelli á móti spænska liðinu Athletic Bilbao. Aritz Aduriz og Markel Susaeta skoruðu tvö mörk fyrir Bilbao en fimmta markið gerði Inigo Pérez.Esteban Cambiasso og Rodrigo Palacio skoruðu mörk ítalska liðsins Inter Milan í 2-0 sigri á Vaslui í Rúmeníu.Hannover 96 vann ótrúlegan 5-3 sigur á Slask Wroclaw í Póllandi. Hannover 96 komst í 2-0 eftir 25 mínútur og var 3-1 yfir í hálfleik. Pólverjarnir jöfnuðu leikinn en Þjóðverjarnir skoruðu tvö mörk á síðustu átta mínútum. Leon Andreasen skoraði 2 mörk fyrir Hannover en hin mörkin skoruðu þeir Jan Schlaudraff, Lars Stindl og Manuel Schmiedebach. Evrópudeild UEFA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Sjálfsmark Andy Webster tryggði Liverpool 1-0 sigur á Hearts í Skotlandi í kvöld í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Seinni leikurinn fer fram á Anfield í næstu viku. Martin Kelly lagði upp sigurmarkið með góðum spretti upp hægri kantinn og flottri fyrirgjöf inn í markteiginn. Fabio Borini missti af boltanum sem fór af Andy Webster og í markið. Sigur Liverpool var þó ekki sannfærandi en frammistaðan var nóg til að koma liðinu í lykilstöðu fyrir seinni leikinn. Hearts-liðið stóð sig vel og komst nokkrum sinnum nálægt því að skora. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, gerði sjö breytingar á byrjunarliðinu sínu frá því í tapinu á móti West Brom. Glen Johnson, Martin Skrtel, Steven Gerrard, Lucas, Joe Allen, Stewart Downing og Luis Suarez fóru út úr Liverpool-liðinu en í staðinn komu inn Jordan Henderson, Jay Spearing, Jamie Carragher, Charlie Adam, Raheem Sterling, Jonjo Shelvey og Jack Robinson.KR-banarnir í HJK Helsinki steinlágu á sama tíma 0-5 á útivelli á móti spænska liðinu Athletic Bilbao. Aritz Aduriz og Markel Susaeta skoruðu tvö mörk fyrir Bilbao en fimmta markið gerði Inigo Pérez.Esteban Cambiasso og Rodrigo Palacio skoruðu mörk ítalska liðsins Inter Milan í 2-0 sigri á Vaslui í Rúmeníu.Hannover 96 vann ótrúlegan 5-3 sigur á Slask Wroclaw í Póllandi. Hannover 96 komst í 2-0 eftir 25 mínútur og var 3-1 yfir í hálfleik. Pólverjarnir jöfnuðu leikinn en Þjóðverjarnir skoruðu tvö mörk á síðustu átta mínútum. Leon Andreasen skoraði 2 mörk fyrir Hannover en hin mörkin skoruðu þeir Jan Schlaudraff, Lars Stindl og Manuel Schmiedebach.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira