23 þúsund manns sjá Frostrósir, Jólagesti Björgvins og Baggalút 29. nóvember 2012 10:53 Baggalútur nálgast Jólagesti Björgvins í vinsældum. Frostrósir enn á toppnum. Búist er við að um 23 þúsund miðar seljist samanlagt á jólatónleika Baggalúts, Björgvins Halldórssonar og Frostrósa fyrir þessi jól. Baggalútur er farinn að nálgast Jólagesti Björgvins mjög í vinsældum. Grallararnir halda níu jólatónleika í ár, sem þegar er uppselt á. Seldir miðar eru í kringum fimm þúsund í heildina. Þrennir tónleikar eru afstaðnir í Hofi á Akureyri og einir verða á Akranesi í kvöld. Fimm verða svo í Háskólabíói í desember. Baggalútsmenn hafa aldrei áður haldið jafnmarga jólatónleika á einu ári. "Fólk fær útrás fyrir Baggalút í desember. Svo fáum við mestmegnis að vera í fríi aðra mánuði ársins," segir Bragi Valdimar Skúlason. "Ég veit ekki hvenær við fáum að hætta þessu. Fólk er farið að heimta miða í ágúst. Jólahefðir, þær eru svolítið sérstakar." Spurður hvort Baggalútur eigi eftir að halda áfram með jólatónleika næstu tuttugu árin segir hann: "Mér sýnist allt stefna í það. Við verðum sennilega ellidauðir í einhverjum jólafíling." Þess má geta að enn eitt jólalagið frá Baggalúti er væntanlegt og heitir það Heims um bóleró. Jólagestir Björgvins hafa fest sig í sessi undanfarin ár. Tvennir tónleikar verða haldnir í Laugardalshöll 15. desember. Uppselt er á þá síðari klukkan 21 en enn eru til miðar á þá fyrri sem verða kl. 16. Líklegt er að þeir miðar seljist upp og samanlagt verða því um sex þúsund manns sem sjá Bó og félaga í Höllinni. "Þetta er sjöunda árið sem ég er með þetta og það er enn mikill áhugi á þessu. Það hefur bæst svolítið í tónleikaflóruna því það er mikið af afþreyingu og tónleikum af öllu tagi fyrir jólin. Við reynum að halda miðaverðinu í skefjum en sláum ekkert af gæðunum," segir Björgvin. Frostrósir eru vinsælastar fyrir þessi jól. Hátt í átta þúsund miðar hafa selst á fimm tónleika þeirra í Eldborgarsal Hörpunnar fyrir jólin. Um er að ræða ferna hefðbundna Frostrósatónleika og eina Klassík-tónleika. Tilkynnt hefur verið um aukatónleika fyrir báðar tegundirnar. Þrennir tónleikar verða einnig haldnir í Hofi á Akureyri og er uppselt á eina þeirra. Samkvæmt Samúel Kristjánssyni hjá Frostrósum hafa samanlagt selst um níu til tíu þúsund miðar á alla tónleikana í desember. „Það hafa aldrei verið haldir Frostrósatónleikar sem ekki selst upp á. Við erum í skýjunum með að halda okkar hlut.“ Jólafréttir Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Baggalútur nálgast Jólagesti Björgvins í vinsældum. Frostrósir enn á toppnum. Búist er við að um 23 þúsund miðar seljist samanlagt á jólatónleika Baggalúts, Björgvins Halldórssonar og Frostrósa fyrir þessi jól. Baggalútur er farinn að nálgast Jólagesti Björgvins mjög í vinsældum. Grallararnir halda níu jólatónleika í ár, sem þegar er uppselt á. Seldir miðar eru í kringum fimm þúsund í heildina. Þrennir tónleikar eru afstaðnir í Hofi á Akureyri og einir verða á Akranesi í kvöld. Fimm verða svo í Háskólabíói í desember. Baggalútsmenn hafa aldrei áður haldið jafnmarga jólatónleika á einu ári. "Fólk fær útrás fyrir Baggalút í desember. Svo fáum við mestmegnis að vera í fríi aðra mánuði ársins," segir Bragi Valdimar Skúlason. "Ég veit ekki hvenær við fáum að hætta þessu. Fólk er farið að heimta miða í ágúst. Jólahefðir, þær eru svolítið sérstakar." Spurður hvort Baggalútur eigi eftir að halda áfram með jólatónleika næstu tuttugu árin segir hann: "Mér sýnist allt stefna í það. Við verðum sennilega ellidauðir í einhverjum jólafíling." Þess má geta að enn eitt jólalagið frá Baggalúti er væntanlegt og heitir það Heims um bóleró. Jólagestir Björgvins hafa fest sig í sessi undanfarin ár. Tvennir tónleikar verða haldnir í Laugardalshöll 15. desember. Uppselt er á þá síðari klukkan 21 en enn eru til miðar á þá fyrri sem verða kl. 16. Líklegt er að þeir miðar seljist upp og samanlagt verða því um sex þúsund manns sem sjá Bó og félaga í Höllinni. "Þetta er sjöunda árið sem ég er með þetta og það er enn mikill áhugi á þessu. Það hefur bæst svolítið í tónleikaflóruna því það er mikið af afþreyingu og tónleikum af öllu tagi fyrir jólin. Við reynum að halda miðaverðinu í skefjum en sláum ekkert af gæðunum," segir Björgvin. Frostrósir eru vinsælastar fyrir þessi jól. Hátt í átta þúsund miðar hafa selst á fimm tónleika þeirra í Eldborgarsal Hörpunnar fyrir jólin. Um er að ræða ferna hefðbundna Frostrósatónleika og eina Klassík-tónleika. Tilkynnt hefur verið um aukatónleika fyrir báðar tegundirnar. Þrennir tónleikar verða einnig haldnir í Hofi á Akureyri og er uppselt á eina þeirra. Samkvæmt Samúel Kristjánssyni hjá Frostrósum hafa samanlagt selst um níu til tíu þúsund miðar á alla tónleikana í desember. „Það hafa aldrei verið haldir Frostrósatónleikar sem ekki selst upp á. Við erum í skýjunum með að halda okkar hlut.“
Jólafréttir Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira