Anton Sveinn og Eygló Ósk sundfólk ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 14:15 Anton Sveinn Mckee Mynd/Benedikt Ægisson Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundfólk úr Ægi, hafa verið valin sundmaður- og kona ársins 2012 af sundsamband Íslands. Anton Sveinn keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í sumar og er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25 metra laug og sá næststigahæsti í 50 metra laug. Hann setti og bætti Íslandsmet sín í 800 og 1500 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Eygló Ósk, sem keppti einnig á Ólympíuleikunum í sumar, er stigahæsta íslenska sundkonan í 25 metra laug og sú næststigahæsta í 50 metra laug. Hún hefur sett og bætt Íslandsmet sín í 100 metra og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Við val sitt á sundfólki ársins studdist Sundsamband Íslands við eftirfarandi. a) FINA stig úr bestu grein sundfólksins úr báðum brautarlengdum voru vegin saman þannig að langa brautin gildir 2/3 og stutta brautin gildir 1/3. b) Árangur sundfólksins á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum var metinn miðað við úrslit greina. c) Íslandsmet í báðum brautarlengdum voru metin. Aldursflokkamet ekki talin með. d) Staðsetning á heimslista í desember í báðum brautarlengdum var athuguð og metin með. Þeir sem eiga náðu Olympic Qualifying Times og Olympic Standard Times í grein voru metnir hærra. e) Þátttaka og árangur í landsliðsverkefnum var metinn. Annars vegar var veginn fjöldi verkefna og hins vegar úrslit greina og í hvaða sæti sundfólkið lenti í greinum sínum. f) Ástundun sundfólksins var metin. g) Íþróttamannsleg framganga sundfólksins var metin. Hér að neðan má sjá umsögn Sundsambandsins um sundfólk ársins 2012. Anton Sveinn Mckee Sundfélaginu ÆgiAnton Sveinn er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25m (838 FINA stig)og sá næst stigahæsti í 50m laug (838 FINA stig). Hann hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet sitt í 1500 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 400 metra fjórsundi í 50 og 25 metra brautum. Anton númer 98 á heimslista FINA í 800 metra skriðsundi og númer 146 í 400 metra fjórsundi miðað við löngu brautina, en númer 64 í 800 metra skriðsundi, 72 í 1500 metra skriðsundi, 71 í 400 metra skriðsund og 84 í 100 metra bringusundi miðað við stuttu brautina. Hann á bestu tíma íslenskra sundmanna innan ársins í 200, 400, 800 og 1500 metra skriðsundum og 200 og 400 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Hann hefur verið að stimpla sig inn sem verðugur arftaki bæði Arnar Arnarsonar og Jakobs Jóhanns Sveinssonar. Anton Sveinn er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum, er mjög fjölhæfur sundmaður, hefur mikið úthald og er betri í löngum sundum. Hann er meðvitaður um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulagður í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu. Eygló Ósk Gústafsdóttir Sundfélaginu ÆgiStigahæsta íslenska konan í 25m laug í 100m skriðsundi (872 FINA stig) og næst stigahæst í 50 metra laug (877 FINA stig) og ber höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar sundkonur í þeim samanburði. Hún hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet í 100 metra baksundi og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 200 metra fjórsundi í 25 metra braut. Eygló Ósk er númer 37 á heimslista FINA í 200 metra baksundi og númer 91 í 100 metra baksundi í löngu brautinni og númer 39 í 200 metra baksundi, 56 í 100 metra baksundi og númer 92 í 100 metra skriðsundi miðað við stuttu brautina. Hún á bestu tíma íslenskra sundkvenna innan ársins í 200 metra skriðsundi, 100 og 200 metra baksundi og 200 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Eygló Ósk er mjög fjölhæf sundkona, er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum. Hún er mjög ákveðin og á auðvelt með að setja sér markmið og ná þeim. Hún er meðvitað um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulögð í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu. Sund Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Sjá meira
Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundfólk úr Ægi, hafa verið valin sundmaður- og kona ársins 2012 af sundsamband Íslands. Anton Sveinn keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í sumar og er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25 metra laug og sá næststigahæsti í 50 metra laug. Hann setti og bætti Íslandsmet sín í 800 og 1500 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Eygló Ósk, sem keppti einnig á Ólympíuleikunum í sumar, er stigahæsta íslenska sundkonan í 25 metra laug og sú næststigahæsta í 50 metra laug. Hún hefur sett og bætt Íslandsmet sín í 100 metra og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk annarra afreka. Við val sitt á sundfólki ársins studdist Sundsamband Íslands við eftirfarandi. a) FINA stig úr bestu grein sundfólksins úr báðum brautarlengdum voru vegin saman þannig að langa brautin gildir 2/3 og stutta brautin gildir 1/3. b) Árangur sundfólksins á Íslandsmeistaramótum í báðum brautarlengdum var metinn miðað við úrslit greina. c) Íslandsmet í báðum brautarlengdum voru metin. Aldursflokkamet ekki talin með. d) Staðsetning á heimslista í desember í báðum brautarlengdum var athuguð og metin með. Þeir sem eiga náðu Olympic Qualifying Times og Olympic Standard Times í grein voru metnir hærra. e) Þátttaka og árangur í landsliðsverkefnum var metinn. Annars vegar var veginn fjöldi verkefna og hins vegar úrslit greina og í hvaða sæti sundfólkið lenti í greinum sínum. f) Ástundun sundfólksins var metin. g) Íþróttamannsleg framganga sundfólksins var metin. Hér að neðan má sjá umsögn Sundsambandsins um sundfólk ársins 2012. Anton Sveinn Mckee Sundfélaginu ÆgiAnton Sveinn er stigahæsti íslenski karlmaðurinn í 25m (838 FINA stig)og sá næst stigahæsti í 50m laug (838 FINA stig). Hann hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet sitt í 1500 metra skriðsundi og 800 metra skriðsundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 400 metra fjórsundi í 50 og 25 metra brautum. Anton númer 98 á heimslista FINA í 800 metra skriðsundi og númer 146 í 400 metra fjórsundi miðað við löngu brautina, en númer 64 í 800 metra skriðsundi, 72 í 1500 metra skriðsundi, 71 í 400 metra skriðsund og 84 í 100 metra bringusundi miðað við stuttu brautina. Hann á bestu tíma íslenskra sundmanna innan ársins í 200, 400, 800 og 1500 metra skriðsundum og 200 og 400 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Hann hefur verið að stimpla sig inn sem verðugur arftaki bæði Arnar Arnarsonar og Jakobs Jóhanns Sveinssonar. Anton Sveinn er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum, er mjög fjölhæfur sundmaður, hefur mikið úthald og er betri í löngum sundum. Hann er meðvitaður um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulagður í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu. Eygló Ósk Gústafsdóttir Sundfélaginu ÆgiStigahæsta íslenska konan í 25m laug í 100m skriðsundi (872 FINA stig) og næst stigahæst í 50 metra laug (877 FINA stig) og ber höfuð og herðar yfir aðrar íslenskar sundkonur í þeim samanburði. Hún hefur á árinu sett og bætt Íslandsmet í 100 metra baksundi og 200 metra baksundi í báðum laugarlengdum auk þess að setja Íslandsmet í 200 metra fjórsundi í 25 metra braut. Eygló Ósk er númer 37 á heimslista FINA í 200 metra baksundi og númer 91 í 100 metra baksundi í löngu brautinni og númer 39 í 200 metra baksundi, 56 í 100 metra baksundi og númer 92 í 100 metra skriðsundi miðað við stuttu brautina. Hún á bestu tíma íslenskra sundkvenna innan ársins í 200 metra skriðsundi, 100 og 200 metra baksundi og 200 metra fjórsundi í báðum brautarlengdum. Eygló Ósk er mjög fjölhæf sundkona, er margfaldur Íslandsmeistari í báðum brautarlengdum. Hún er mjög ákveðin og á auðvelt með að setja sér markmið og ná þeim. Hún er meðvitað um stöðu sína sem fyrirmynd og er skipulögð í lífi sínu gagnvart íþróttinni, námi og fjölskyldu.
Sund Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Fleiri fréttir Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Sjá meira