Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna 14. desember 2012 18:04 Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut. Aðeins um þrjátíu þúsund manns búa í Newton. Sex hundruð börn eru í skólanum, allt niður í fimm ára gömul. Talið að árásarmaðurinn, sem lést í skólanum, hafi verið faðir eins nemanda í skólanum og var hann vopnaður tveimur byssum, þar á meðal .223 kalíbera riffli. Þá hafa borist fregnir af því að karlmaður á tvítugsaldri sé í haldi lögreglu, grunaður um aðild að árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut.mynd/google Fréttamaður ABC fréttastofunnar hefur eftir kennara í Sandy Hook að nemendurnir hafi verið afar snöggir að yfirgefa skólann. Þeim var skipað að velja sér einn „vin," gripa í hann og hlaupa í átt að slökkviliðsstöð sem er steinsnar frá skólanum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að kennarar við Sandy Hook hafi unnið mikið þrekvirki við að rýma skólann. Ekki er vitað hvort að árásarmaðurinn svipti sig lífi eða hvort að hann hafi verið felldur af lögreglumönnum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að vígamaðurinn hafi átt sér vitorðsmann. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Að minnsta kosti einn kennari lést í árásinni. Talið er að fórnarlömbin hafi verið 27 talsins. Þá voru þrír fluttir lífshættulega slasaðir á sjúkrahús. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Dan Malloy, ríkisstjóra Connecticut stuttu eftir skotárásina. Hann vottaði honum og öllum íbúum Newtown samúð sína. Þá hét hann því að alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum myndi veita stjórnvöldum í Connecticut alla þá aðstoð sem óskað væri eftir. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut. Aðeins um þrjátíu þúsund manns búa í Newton. Sex hundruð börn eru í skólanum, allt niður í fimm ára gömul. Talið að árásarmaðurinn, sem lést í skólanum, hafi verið faðir eins nemanda í skólanum og var hann vopnaður tveimur byssum, þar á meðal .223 kalíbera riffli. Þá hafa borist fregnir af því að karlmaður á tvítugsaldri sé í haldi lögreglu, grunaður um aðild að árásinni. Skotárásin átti sér stað í grunnskólanum Sandy Hook í Newtown í vesturhluta Connecticut.mynd/google Fréttamaður ABC fréttastofunnar hefur eftir kennara í Sandy Hook að nemendurnir hafi verið afar snöggir að yfirgefa skólann. Þeim var skipað að velja sér einn „vin," gripa í hann og hlaupa í átt að slökkviliðsstöð sem er steinsnar frá skólanum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að kennarar við Sandy Hook hafi unnið mikið þrekvirki við að rýma skólann. Ekki er vitað hvort að árásarmaðurinn svipti sig lífi eða hvort að hann hafi verið felldur af lögreglumönnum. Þá hafa einnig borist fregnir af því að vígamaðurinn hafi átt sér vitorðsmann. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest. Að minnsta kosti einn kennari lést í árásinni. Talið er að fórnarlömbin hafi verið 27 talsins. Þá voru þrír fluttir lífshættulega slasaðir á sjúkrahús. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hafði samband við Dan Malloy, ríkisstjóra Connecticut stuttu eftir skotárásina. Hann vottaði honum og öllum íbúum Newtown samúð sína. Þá hét hann því að alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum myndi veita stjórnvöldum í Connecticut alla þá aðstoð sem óskað væri eftir.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira