„Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó“ 24. desember 2012 10:24 MYND/FRÉTTASTOFA „Það er umhugsunarvert hversu vel Matthías Máni var vopnaður," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á blaðamannafundi. Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni á mánudag fyrir viku, gaf sig fram við lögreglu í nótt. Hann bankaði upp á bæ á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. Þá var hann vel vopnum búinn, með riffil, þrjá hnífa og exi svo dæmi séu nefnd. Lögreglan telur að flótti hans úr fangelsinu hafi verið mjög vel undirbúinn. „Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó," sagði Arnar Rúnar á fundinum. Hann sagði líka að í samtali Matthíasar við bóndann á Ásólfsstað hefði komið fram að Matthías hefið ferðast í tungsljósinu á nóttunni en legið í felum á daginn. Ekki er búið að yfirheyra Matthías Mána. Arnar Rúnar segir að lögreglan hafi notið aðstoðar frá björgunarsveitum við leitina en sú leit hafi einungis farið fram við fangelsið. Ólíklegt þykir að Matthías Máni hafi verið með vopn þar. Þá hafi lögreglumenn verið með björgunarsveitamönnunum í leitinni, þannig að björgunarsveitamenn nutu verndar. Þegar lögreglan hafi farið inn í hús, þar sem grunur lék á að Matthías væri, voru vopnaðir sérsveitamenn aftur á móti með í för. Ekki liggur fyrir hvernig Matthías komst yfir vopnin en hann verður yfirheyrður í dag. Þá liggur ekki fyrir hvort Matthías hafi átt sér vitorðsmann á flóttanum. Arnar Rúnar ítrekaði á fundinum að Matthías hefði gefið sig fram fjölskyldu sinnar vegna og ekki síst móður sinnar. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að lögregluna grunaði að hann væri á Suðurlandi. Þá helst í Laugarási í Biskupstungum, í Hveragerði eða að Laugarvatni. Engar tilkynningar hafa borist um innbrot í sumarbústaði á svæðinu frá því að Matthías strauk úr fangelsinu. Lögreglan hvetur sumarhúsaeigendur til að kanna hvort farið hafi verið inn í sumarhús þeirra. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24. desember 2012 09:45 Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24. desember 2012 08:49 Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24. desember 2012 09:32 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
„Það er umhugsunarvert hversu vel Matthías Máni var vopnaður," segir Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á blaðamannafundi. Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni á mánudag fyrir viku, gaf sig fram við lögreglu í nótt. Hann bankaði upp á bæ á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal. Þá var hann vel vopnum búinn, með riffil, þrjá hnífa og exi svo dæmi séu nefnd. Lögreglan telur að flótti hans úr fangelsinu hafi verið mjög vel undirbúinn. „Hann var útbúinn svolítið eins og Rambó," sagði Arnar Rúnar á fundinum. Hann sagði líka að í samtali Matthíasar við bóndann á Ásólfsstað hefði komið fram að Matthías hefið ferðast í tungsljósinu á nóttunni en legið í felum á daginn. Ekki er búið að yfirheyra Matthías Mána. Arnar Rúnar segir að lögreglan hafi notið aðstoðar frá björgunarsveitum við leitina en sú leit hafi einungis farið fram við fangelsið. Ólíklegt þykir að Matthías Máni hafi verið með vopn þar. Þá hafi lögreglumenn verið með björgunarsveitamönnunum í leitinni, þannig að björgunarsveitamenn nutu verndar. Þegar lögreglan hafi farið inn í hús, þar sem grunur lék á að Matthías væri, voru vopnaðir sérsveitamenn aftur á móti með í för. Ekki liggur fyrir hvernig Matthías komst yfir vopnin en hann verður yfirheyrður í dag. Þá liggur ekki fyrir hvort Matthías hafi átt sér vitorðsmann á flóttanum. Arnar Rúnar ítrekaði á fundinum að Matthías hefði gefið sig fram fjölskyldu sinnar vegna og ekki síst móður sinnar. Fram kom í fjölmiðlum um helgina að lögregluna grunaði að hann væri á Suðurlandi. Þá helst í Laugarási í Biskupstungum, í Hveragerði eða að Laugarvatni. Engar tilkynningar hafa borist um innbrot í sumarbústaði á svæðinu frá því að Matthías strauk úr fangelsinu. Lögreglan hvetur sumarhúsaeigendur til að kanna hvort farið hafi verið inn í sumarhús þeirra.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24. desember 2012 09:45 Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24. desember 2012 08:49 Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24. desember 2012 09:32 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Sjá meira
Blaðamannafundur vegna Matthíasar Mána klukkan 10 Lögreglan hefur boðað til blaðamannafundar núna klukkan tíu til að gefa upplýsingar um strokufangann Matthías Mána Erlingsson. 24. desember 2012 09:45
Strokufanginn kominn á Litla-Hraun Matthías Máni Erlingsson er kominn aftur á Litla-Hraun. Lögregla sótti hann á bæ á Ásólfsstöðum, nærri Laugarási í Biskupstungum, rétt eftir klukkan fimm í morgun og var hann umsvifalaust fluttur aftur á Litla-Hraun. 24. desember 2012 08:49
Matthías gaf sig fram fjölskyldu sinnar vegna - fékk jólaköku og hangikjöt "Hann sagði okkur að hann vildi ekki gera fjölskyldu sinni það að vera í felum yfir jólin," segir Sigurður Páll Ásólfsson, bóndi á Ásólfsstöðum 3 í Þjórsárdal. 24. desember 2012 09:32