Erfitt að biðjast afsökunar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. janúar 2012 07:00 Þegar nákvæmlega ár er liðið frá því að mengunarhneykslið vegna Funa á Ísafirði komst í hámæli kemst nýtt mengunarmál í fréttirnar. Sá fréttaflutningur bendir ekki til að menn hafi lært mikið af fyrra málinu. Í Funa-málinu komst upp að opinberar eftirlitsstofnanir vissu að díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa væri margfalt yfir þeim mörkum sem leyfð eru í sorpbrennslum. Á þeirri vitneskju lá kerfið í meira en þrjú ár og íbúar á svæðinu fengu ekki upplýsingar um mengunina fyrr en hún mældist í mjólk frá nærliggjandi býli. Forsvarsmenn Ísafjarðarbæjar, Umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytisins hafa síðan viðurkennt að það hafi verið mistök að segja ekki frá niðurstöðum mengunarmælinga um leið og þær lágu fyrir. Sumir hafa meira að segja beðizt afsökunar. Í málinu sem nú er komið upp er staðfest að bæði Skeljungur hf. og Matvælastofnun vissu síðastliðið vor að fyrirtækið hafði flutt inn áburð sem var ósöluhæfur vegna þess að kadmíuminnihald í honum var langt yfir leyfilegum mörkum. Engu að síður var áburðurinn settur í sölu og engum sagt frá kadmíummenguninni fyrr en í desember síðastliðnum. Eftir býsna vandræðalegt undanhald í nokkra daga hafa nú bæði forstjóri Matvælastofnunar og forstjóri Skeljungs viðurkennt hér í Fréttablaðinu að rétt hefði verið að segja frá málinu strax í júní, þegar óyggjandi niðurstöður um kadmíuminnihaldið lágu fyrir. Hvorugur telur hins vegar ástæðu til að biðjast afsökunar á mistökunum. Forstjóri Matvælastofnunar segir að verklagi verði nú breytt og sagt strax frá upplýsingum af þessu tagi, enda hafi stofnunin enga ástæðu til að leyna þeim. Sennilega er það rétt, sem bent hefur verið á, að dreifing áburðarins hafi ekki valdið varanlegum skaða. Til þess að valda tjóni þyrfti að dreifa jafnmenguðum áburði árum saman. Það breytir ekki því að viðskiptavinir Skeljungs áttu að sjálfsögðu rétt á að vita hvers kyns var, um leið og niðurstöður mælinga á áburðinum voru klárar. Bæði Skeljungur og Matvælastofnun bera ábyrgð á að bændur fengu ekki þessar upplýsingar. Í kjölfar Funa-málsins lögðu Ólína Þorvarðardóttir og þrír aðrir þingmenn fram frumvarp á Alþingi, sem á að bæta rétt almennings til upplýsinga um umhverfismál. Þar er meðal annars þessi grein: "Stjórnvöldum er ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að veruleg frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra." Engin vanþörf virðist á að festa aukna frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnvalda í lög. Kannski þyrfti líka að skikka menn með lagaboði til að biðjast afsökunar á mistökum í þessum efnum, fyrst þeir eiga svona erfitt með að gera það að fyrra bragði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Þegar nákvæmlega ár er liðið frá því að mengunarhneykslið vegna Funa á Ísafirði komst í hámæli kemst nýtt mengunarmál í fréttirnar. Sá fréttaflutningur bendir ekki til að menn hafi lært mikið af fyrra málinu. Í Funa-málinu komst upp að opinberar eftirlitsstofnanir vissu að díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa væri margfalt yfir þeim mörkum sem leyfð eru í sorpbrennslum. Á þeirri vitneskju lá kerfið í meira en þrjú ár og íbúar á svæðinu fengu ekki upplýsingar um mengunina fyrr en hún mældist í mjólk frá nærliggjandi býli. Forsvarsmenn Ísafjarðarbæjar, Umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytisins hafa síðan viðurkennt að það hafi verið mistök að segja ekki frá niðurstöðum mengunarmælinga um leið og þær lágu fyrir. Sumir hafa meira að segja beðizt afsökunar. Í málinu sem nú er komið upp er staðfest að bæði Skeljungur hf. og Matvælastofnun vissu síðastliðið vor að fyrirtækið hafði flutt inn áburð sem var ósöluhæfur vegna þess að kadmíuminnihald í honum var langt yfir leyfilegum mörkum. Engu að síður var áburðurinn settur í sölu og engum sagt frá kadmíummenguninni fyrr en í desember síðastliðnum. Eftir býsna vandræðalegt undanhald í nokkra daga hafa nú bæði forstjóri Matvælastofnunar og forstjóri Skeljungs viðurkennt hér í Fréttablaðinu að rétt hefði verið að segja frá málinu strax í júní, þegar óyggjandi niðurstöður um kadmíuminnihaldið lágu fyrir. Hvorugur telur hins vegar ástæðu til að biðjast afsökunar á mistökunum. Forstjóri Matvælastofnunar segir að verklagi verði nú breytt og sagt strax frá upplýsingum af þessu tagi, enda hafi stofnunin enga ástæðu til að leyna þeim. Sennilega er það rétt, sem bent hefur verið á, að dreifing áburðarins hafi ekki valdið varanlegum skaða. Til þess að valda tjóni þyrfti að dreifa jafnmenguðum áburði árum saman. Það breytir ekki því að viðskiptavinir Skeljungs áttu að sjálfsögðu rétt á að vita hvers kyns var, um leið og niðurstöður mælinga á áburðinum voru klárar. Bæði Skeljungur og Matvælastofnun bera ábyrgð á að bændur fengu ekki þessar upplýsingar. Í kjölfar Funa-málsins lögðu Ólína Þorvarðardóttir og þrír aðrir þingmenn fram frumvarp á Alþingi, sem á að bæta rétt almennings til upplýsinga um umhverfismál. Þar er meðal annars þessi grein: "Stjórnvöldum er ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að veruleg frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra." Engin vanþörf virðist á að festa aukna frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnvalda í lög. Kannski þyrfti líka að skikka menn með lagaboði til að biðjast afsökunar á mistökum í þessum efnum, fyrst þeir eiga svona erfitt með að gera það að fyrra bragði.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun