Verulegur ábati er af flugstarfsemi 24. febrúar 2012 05:30 Á morgunverðarfundi Sérfræðingur IATA, Alþjóðasamtaka flugfélaga, kynnti í gær nýja skýrslu Oxford Economics um áhrif flugstarfsemi á efnahagslífið. Fréttablaðið/GVA Flugrekstur leiðir af sér verulegan þjóðhagslegan ábata fyrir efnahag Íslands og íslenska borgara, auk þess sem sumir þættir flugrekstrarins eru þess eðlis að ekkert getur komið í þeirra stað og þeir eru algerlega ómissandi fyrir nútímahagkerfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar landsskýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fundi á Hótel Nordica í gærmorgun, þar sem sérfræðingur Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) fór yfir efni hennar. Meðal helstu niðurstaðna eru að hér á landi séu flugsamgöngur bæði betri og mikilvægari en í öðrum löndum og að flugsamgöngur hér væru betri en í ríflega 50 samanburðarlöndum. Þá væri efnahagslegt mikilvægi greinarinnar mun meira hér en á hinum Norðurlöndunum. Bent er á að efnahagslegur ábati sem leiðir af greininni felist í fleiri þáttum en þeim sem sjónum er venjulega beint að, sem eru þjóðhagsleg heildaráhrif sem metin eru út frá framlagi til vergrar landsframleiðslu, skatttekjum og fjölda starfa í greininni og aðfangakeðju hennar. „Aðalábatans nýtur viðskiptavinurinn, farþeginn eða farmsendandinn sem notar flugið." Þá eru tengingar milli borga og markaða sagðar fela í sér verðmætt samgöngukerfi, sem skapi ábata með því að greiða fyrir beinni erlendri fjárfestingu, starfsemi fyrirtækjaklasa, sérhæfingu og öðrum afleiddum áhrifum á framleiðslugetu hagkerfa. Bent er á að flugreksturinn skili 102,2 milljörðum króna, eða 6,6 prósentum, til vergrar landsframleiðslu. Þá standi hann undir 9.200 störfum, auk þess sem 11.400 manns starfi við afleidd störf í ferðaþjónustu. „Alls ferðaðist 2,1 milljón farþega árið 2010 til og frá Íslandi og 35.000 tonn af verðmætri flugfrakt voru flutt sömu leið. Árlega eru farnar 14.400 alþjóðlegar áætlunarferðir frá Íslandi til 56 flugvalla í 18 löndum. Sætaframboð í innanlandsflugi nemur meira en 547.000 sætum í 11.000 flugferðum til 5 flugvalla," að því er fram kemur í skýrslu Oxford Economics. Þá er flug sagt skipta sköpum í dreifingu varnings. „Þótt flutningur með flugfrakt nemi einungis 0,5 prósentum af heildarflutningi varnings í alþjóðaviðskiptum í tonnum talið nemur hann um 34,6 prósentum af heildinni að verðmæti." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Flugrekstur leiðir af sér verulegan þjóðhagslegan ábata fyrir efnahag Íslands og íslenska borgara, auk þess sem sumir þættir flugrekstrarins eru þess eðlis að ekkert getur komið í þeirra stað og þeir eru algerlega ómissandi fyrir nútímahagkerfi. Þetta er meginniðurstaða nýrrar landsskýrslu Oxford Economics um efnahagslegan ábata af flugrekstri á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fundi á Hótel Nordica í gærmorgun, þar sem sérfræðingur Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA) fór yfir efni hennar. Meðal helstu niðurstaðna eru að hér á landi séu flugsamgöngur bæði betri og mikilvægari en í öðrum löndum og að flugsamgöngur hér væru betri en í ríflega 50 samanburðarlöndum. Þá væri efnahagslegt mikilvægi greinarinnar mun meira hér en á hinum Norðurlöndunum. Bent er á að efnahagslegur ábati sem leiðir af greininni felist í fleiri þáttum en þeim sem sjónum er venjulega beint að, sem eru þjóðhagsleg heildaráhrif sem metin eru út frá framlagi til vergrar landsframleiðslu, skatttekjum og fjölda starfa í greininni og aðfangakeðju hennar. „Aðalábatans nýtur viðskiptavinurinn, farþeginn eða farmsendandinn sem notar flugið." Þá eru tengingar milli borga og markaða sagðar fela í sér verðmætt samgöngukerfi, sem skapi ábata með því að greiða fyrir beinni erlendri fjárfestingu, starfsemi fyrirtækjaklasa, sérhæfingu og öðrum afleiddum áhrifum á framleiðslugetu hagkerfa. Bent er á að flugreksturinn skili 102,2 milljörðum króna, eða 6,6 prósentum, til vergrar landsframleiðslu. Þá standi hann undir 9.200 störfum, auk þess sem 11.400 manns starfi við afleidd störf í ferðaþjónustu. „Alls ferðaðist 2,1 milljón farþega árið 2010 til og frá Íslandi og 35.000 tonn af verðmætri flugfrakt voru flutt sömu leið. Árlega eru farnar 14.400 alþjóðlegar áætlunarferðir frá Íslandi til 56 flugvalla í 18 löndum. Sætaframboð í innanlandsflugi nemur meira en 547.000 sætum í 11.000 flugferðum til 5 flugvalla," að því er fram kemur í skýrslu Oxford Economics. Þá er flug sagt skipta sköpum í dreifingu varnings. „Þótt flutningur með flugfrakt nemi einungis 0,5 prósentum af heildarflutningi varnings í alþjóðaviðskiptum í tonnum talið nemur hann um 34,6 prósentum af heildinni að verðmæti." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent