Taldi að með því að taka yfir Glitni myndi ríkið fella alla bankana 10. mars 2012 07:00 tryggvi þór herbertsson vísir/gva Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde frá ágúst og fram í miðjan október 2008, var mjög á móti Glitnisleiðinni svokölluðu og ræddi tillögur um endurskipulagningu og sölu eigna við bankana í ágúst 2008. Þetta kom fram fyrir Landsdómi í gær. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Tryggva um Glitnishelgina svokölluðu í lok september 2008, þegar ákveðið var að ríkið tæki 75% hlut í Glitni og legði honum til 800 milljónir evra. Aðspurður um hvernig honum hafi hugnast þessi leið sagði Tryggvi: „mér hugnaðist hún illa." Hann hafi bent á að ef þessi leið yrði farin myndu Stoðir, áður FL Group, fara á hausinn og í kjölfarið flestir bankar og stór eignarhaldsfélög á Íslandi. „Þetta var allt svo samofið," sagði Tryggvi. Honum fannst þeir sem stóðu að framkvæmd Glitnisleiðarinnar ekki vera að gera sér grein fyrir afleiðingum hennar. Vegna fyrra starfs síns sem forstjóra fjárfestingabankans Aska Capital hafði Tryggvi, að eigin sögn, betri vitneskju um hversu víðtækar krossveðsetningar voru í bankakerfinu. Tryggvi sagði að sér virtist sem menn hefðu ekki verið farnir að ræða um hvernig standa ætti að greiðslumiðlun ef bankarnir féllu fyrr en daginn fyrir neyðarlagasetningu. Seðlabankinn hafi verið búinn að undirbúa nokkuð vel speglun á innlendri greiðslumiðlun yfir til sín frá bönkunum, enda gerði sérstaða reiknistofu bankanna það mjög gerlegt. Hins vegar virtist honum sem að það væri ekki búið að hugsa mikið um erlenda greiðslumiðlun bankanna á þessum tíma. Tryggvi hafi þá lagt til að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan myndi sjá um hana fyrir Ísland til að byrja með. Sá sem fór fyrir ráðgjafahópi bankans á Íslandi fór að sögn Tryggva með bónina í hæstu hæðir. „Mér skilst að það hafi endað með því að Jamie Dimon [forstjóri JP Morgan] hafi samþykkt að þeir myndu sjá um greiðslumiðlun," sagði Tryggvi. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna voru helsta verkefni Tryggva eftir að hann kom til starfa sem efnahagsráðgjafi Geirs, í byrjun ágúst 2008. Hann sagðist hafa hitt bankastjóra og eigendur bankana til að ræða aðgerðir í þá átt. Rætt var um útfærslur á því að sameina Glitni og Landsbankann og færa starfsemi þeirra erlendis í félag í eigu Kaupþings, og selja svo eignir eins og hægt væri. Tryggvi sagði að fyrirstaða hafi verið til staðar hjá helstu eigendum Glitnis, en að það hefði verið hægt að þvinga þá til að spila með ef Landsbankinn samþykkti. Kaupþing hafi verið tilbúið að taka yfir allar norrænu eignirnar. Helsti eigandi Landsbankans hafi verið „kaldur" og viljað gera þessar breytingar seinna. Fréttir Landsdómur Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde frá ágúst og fram í miðjan október 2008, var mjög á móti Glitnisleiðinni svokölluðu og ræddi tillögur um endurskipulagningu og sölu eigna við bankana í ágúst 2008. Þetta kom fram fyrir Landsdómi í gær. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Tryggva um Glitnishelgina svokölluðu í lok september 2008, þegar ákveðið var að ríkið tæki 75% hlut í Glitni og legði honum til 800 milljónir evra. Aðspurður um hvernig honum hafi hugnast þessi leið sagði Tryggvi: „mér hugnaðist hún illa." Hann hafi bent á að ef þessi leið yrði farin myndu Stoðir, áður FL Group, fara á hausinn og í kjölfarið flestir bankar og stór eignarhaldsfélög á Íslandi. „Þetta var allt svo samofið," sagði Tryggvi. Honum fannst þeir sem stóðu að framkvæmd Glitnisleiðarinnar ekki vera að gera sér grein fyrir afleiðingum hennar. Vegna fyrra starfs síns sem forstjóra fjárfestingabankans Aska Capital hafði Tryggvi, að eigin sögn, betri vitneskju um hversu víðtækar krossveðsetningar voru í bankakerfinu. Tryggvi sagði að sér virtist sem menn hefðu ekki verið farnir að ræða um hvernig standa ætti að greiðslumiðlun ef bankarnir féllu fyrr en daginn fyrir neyðarlagasetningu. Seðlabankinn hafi verið búinn að undirbúa nokkuð vel speglun á innlendri greiðslumiðlun yfir til sín frá bönkunum, enda gerði sérstaða reiknistofu bankanna það mjög gerlegt. Hins vegar virtist honum sem að það væri ekki búið að hugsa mikið um erlenda greiðslumiðlun bankanna á þessum tíma. Tryggvi hafi þá lagt til að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan myndi sjá um hana fyrir Ísland til að byrja með. Sá sem fór fyrir ráðgjafahópi bankans á Íslandi fór að sögn Tryggva með bónina í hæstu hæðir. „Mér skilst að það hafi endað með því að Jamie Dimon [forstjóri JP Morgan] hafi samþykkt að þeir myndu sjá um greiðslumiðlun," sagði Tryggvi. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna voru helsta verkefni Tryggva eftir að hann kom til starfa sem efnahagsráðgjafi Geirs, í byrjun ágúst 2008. Hann sagðist hafa hitt bankastjóra og eigendur bankana til að ræða aðgerðir í þá átt. Rætt var um útfærslur á því að sameina Glitni og Landsbankann og færa starfsemi þeirra erlendis í félag í eigu Kaupþings, og selja svo eignir eins og hægt væri. Tryggvi sagði að fyrirstaða hafi verið til staðar hjá helstu eigendum Glitnis, en að það hefði verið hægt að þvinga þá til að spila með ef Landsbankinn samþykkti. Kaupþing hafi verið tilbúið að taka yfir allar norrænu eignirnar. Helsti eigandi Landsbankans hafi verið „kaldur" og viljað gera þessar breytingar seinna.
Fréttir Landsdómur Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira