Virkjum af skynsemi – verndum af skynsemi! Oddný G. Harðardóttir og Svandís Svavarsdóttir skrifar 1. apríl 2012 19:00 Fá mál hafa reynt jafn mikið á þjóðina á undanförnum áratugum eins og ágreiningurinn um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Bæði sjónarmiðin eiga rétt á sér; landið okkar býr yfir miklum orkuauðlindum sem má umbreyta í uppbyggingu og störf. En það felast ekki síður verðmæti í einstakri og óspilltri náttúru Íslands sem okkur er treyst til að standa vörð um fyrir komandi kynslóðir. Auk þess hefur þeim sjónarmiðum verulega vaxið ásmegin að náttúruvernd sé mikilvægur grundvöllur ferðaþjónustunnar sem vaxandi atvinnugreinar. Í gær var þingsályktunartillaga um Rammaáætlun kynnt en hún verður síðan lögð fram á Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Í áætluninni er hugsanlegum virkjunarkostum raðað í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk og er markmiðið að skapa framtíðarsýn í verndunar- og virkjanamálum og ná almennri sátt í þjóðfélaginu um þennan mikilvæga málaflokk. Vinna við Rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 en að henni hafa komið fremstu vísindamenn þjóðarinnar á ótal sviðum. Í ágústmánuði sl. voru drög að þingsályktunartillögu lögð fram í 12 vikna opið umsagnar- og samráðsferli þar sem bárust vel yfir 200 umsagnir. Allar umsagnirnar voru metnar og á grundvelli þeirra gerðar breytingar á drögunum sem lögð voru fram til kynningar. Um er að ræða breytingar þar sem svæði eru færð úr nýtingarflokki í biðflokk; annars vegar virkjunarkostir í neðri hluta Þjórsár (Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun) og hins vegar kostir á hálendinu (Hágönguvirkjanir I og II og Skrokkölduvirkjun). Í öllum tilvikum eru rökin þau að vegna nýrra upplýsinga sem komu fram í samráðsferlinu beri að rannsaka tiltekna þætti betur áður en endanleg ákvörðun um nýtingu eða vernd verður tekin. Á grundvelli laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, eru hér svokölluð varúðarsjónarmið höfð til hliðsjónar; ef um vafa er að ræða þá beri að kanna hann til hlítar áður en endanleg ákvörðun er tekin. Það kemur síðan í hlut nýrrar verkefnisstjórnar rammaáætlunar, sem skipuð verður í kjölfar samþykktar Alþingis, að hrinda í framkvæmd nauðsynlegri rannsóknarvinnu vegna umræddra virkjunarkosta og lögð er áhersla á að tillaga um endanlega flokkun liggi fyrir svo fljótt sem auðið er eftir að nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þegar ólík sjónarmið takast á ríður á að finna jafnvægi sem breið samstaða getur náðst um. Náttúruverndarsamtök hafa lýst þeim sjónarmiðum sínum að mun fleiri virkjunarkostir eigi að falla í verndarflokk. Og frá þeim sem vilja ganga lengra í orkunýtingu heyrast öndverðar skoðanir. Rammaáætlun verður rædd á Alþingi á komandi mánuðum og endanlega afgreidd þaðan. Nú sér loks fyrir endann á löngu, flóknu og metnaðarfullu ferli um þetta stóra mál þar sem brýnt er að byggja hvert skref á yfirvegun og málefnalegri afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Fá mál hafa reynt jafn mikið á þjóðina á undanförnum áratugum eins og ágreiningurinn um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Bæði sjónarmiðin eiga rétt á sér; landið okkar býr yfir miklum orkuauðlindum sem má umbreyta í uppbyggingu og störf. En það felast ekki síður verðmæti í einstakri og óspilltri náttúru Íslands sem okkur er treyst til að standa vörð um fyrir komandi kynslóðir. Auk þess hefur þeim sjónarmiðum verulega vaxið ásmegin að náttúruvernd sé mikilvægur grundvöllur ferðaþjónustunnar sem vaxandi atvinnugreinar. Í gær var þingsályktunartillaga um Rammaáætlun kynnt en hún verður síðan lögð fram á Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Í áætluninni er hugsanlegum virkjunarkostum raðað í orkunýtingarflokk, verndarflokk eða biðflokk og er markmiðið að skapa framtíðarsýn í verndunar- og virkjanamálum og ná almennri sátt í þjóðfélaginu um þennan mikilvæga málaflokk. Vinna við Rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 en að henni hafa komið fremstu vísindamenn þjóðarinnar á ótal sviðum. Í ágústmánuði sl. voru drög að þingsályktunartillögu lögð fram í 12 vikna opið umsagnar- og samráðsferli þar sem bárust vel yfir 200 umsagnir. Allar umsagnirnar voru metnar og á grundvelli þeirra gerðar breytingar á drögunum sem lögð voru fram til kynningar. Um er að ræða breytingar þar sem svæði eru færð úr nýtingarflokki í biðflokk; annars vegar virkjunarkostir í neðri hluta Þjórsár (Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun) og hins vegar kostir á hálendinu (Hágönguvirkjanir I og II og Skrokkölduvirkjun). Í öllum tilvikum eru rökin þau að vegna nýrra upplýsinga sem komu fram í samráðsferlinu beri að rannsaka tiltekna þætti betur áður en endanleg ákvörðun um nýtingu eða vernd verður tekin. Á grundvelli laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun, eru hér svokölluð varúðarsjónarmið höfð til hliðsjónar; ef um vafa er að ræða þá beri að kanna hann til hlítar áður en endanleg ákvörðun er tekin. Það kemur síðan í hlut nýrrar verkefnisstjórnar rammaáætlunar, sem skipuð verður í kjölfar samþykktar Alþingis, að hrinda í framkvæmd nauðsynlegri rannsóknarvinnu vegna umræddra virkjunarkosta og lögð er áhersla á að tillaga um endanlega flokkun liggi fyrir svo fljótt sem auðið er eftir að nauðsynlegar upplýsingar liggja fyrir. Þegar ólík sjónarmið takast á ríður á að finna jafnvægi sem breið samstaða getur náðst um. Náttúruverndarsamtök hafa lýst þeim sjónarmiðum sínum að mun fleiri virkjunarkostir eigi að falla í verndarflokk. Og frá þeim sem vilja ganga lengra í orkunýtingu heyrast öndverðar skoðanir. Rammaáætlun verður rædd á Alþingi á komandi mánuðum og endanlega afgreidd þaðan. Nú sér loks fyrir endann á löngu, flóknu og metnaðarfullu ferli um þetta stóra mál þar sem brýnt er að byggja hvert skref á yfirvegun og málefnalegri afstöðu.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar