Tylft þroskaðra manna Svavar Hávarðarson skrifar 3. apríl 2012 06:00 Ég lærði það á fimmtudaginn að það er með öllu ónauðsynlegt, og í raun tímaeyðsla, að skipuleggja afmæli fimm ára barns. Hins vegar, vegna reynsluleysis, hafði ég um nokkurn tíma skipulagt afmælið hans Atla míns í þaula. Ef ég hefði lágmarkskunnáttu á Excel þá hefði ég sett dagskrána upp í skema, en studdist þó við skrifblokkina í þetta skiptið. Tólf guttar, fæddir á árunum 2006 og 2007, mættu stundvíslega. Eftir fimm mínútur áttaði ég mig á því að ekkert af því sem ég hafði reiknað með myndi ganga eftir. Tylft manna á þessu aldursskeiði hefur nefnilega gert lítið af því að skipuleggja sig. Næstu tveir tímarnir voru þeirra. Við undirbúninginn reiknaði ég með því að þurfa að minnsta kosti að skilja menn sundur í þrígang; blóðnasir og tár voru ekki útilokuð. Þetta reyndust óþarfar áhyggjur með öllu. Ekki í eitt einasta skipti létu þeir stuttu hendur skipta og náðu alltaf að leysa sjálfir úr þeim deilumálum sem risu. Hávaðinn var vissulega yfirgengilegur og ég er í samningaviðræðum við smið um að koma heimilinu; litlu bárujárnshúsi sem var reist af vanefnum 1933, í samt horf. Ég viðurkenni að þegar piltarnir voru farnir til síns heima var ég úttaugaður. Eins og fullorðið fólk gerir þá leitaði ég hvíldar með því að kveikja á sjónvarpi. Vitandi að stórt mál (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga) var til umræðu niður við Austurvöll, þá var opnað fyrir beina útsendingu frá Alþingi. Þar komu saman 63 þjóðkjörnir fulltrúar fæddir á árabilinu 1942 til 1982. Ég viðurkenni að það var lítil hvíld í því að fylgjast með umræðum á þinginu þetta kvöld. Menn létu reyndar ekki hendur skipta en á löngum stundum hélt ég að einhver myndi snýta rauðu áður en yfir lyki. Eins og í afmælinu fyrr um daginn var hávaðinn yfirgengilegur, en einn stór munur var þó á. Enginn náði niðurstöðu eða sátt. Samtalið færði þjóðina reyndar eitt skref aftur á bak. Kannski er ég ósanngjarn að stilla þessu upp saman en fullyrði að staðhæfingin „ég á þetta legó og þess vegna eigum við að horfa á Díegó“, var vandlegar ígrundað en margt sem stöku þingmenn létu frá sér fara. Svo áttaði ég mig á því að það þarf meira en smið til að koma Alþingishúsinu; litlu húsi sem byggt er úr höggnu grágrýti árið 1881, í samt horf. En kannski þurfum við að bíða eftir þeim sem fæddust árin 2006 og 2007 til að annast það verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Hávarðsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Ég lærði það á fimmtudaginn að það er með öllu ónauðsynlegt, og í raun tímaeyðsla, að skipuleggja afmæli fimm ára barns. Hins vegar, vegna reynsluleysis, hafði ég um nokkurn tíma skipulagt afmælið hans Atla míns í þaula. Ef ég hefði lágmarkskunnáttu á Excel þá hefði ég sett dagskrána upp í skema, en studdist þó við skrifblokkina í þetta skiptið. Tólf guttar, fæddir á árunum 2006 og 2007, mættu stundvíslega. Eftir fimm mínútur áttaði ég mig á því að ekkert af því sem ég hafði reiknað með myndi ganga eftir. Tylft manna á þessu aldursskeiði hefur nefnilega gert lítið af því að skipuleggja sig. Næstu tveir tímarnir voru þeirra. Við undirbúninginn reiknaði ég með því að þurfa að minnsta kosti að skilja menn sundur í þrígang; blóðnasir og tár voru ekki útilokuð. Þetta reyndust óþarfar áhyggjur með öllu. Ekki í eitt einasta skipti létu þeir stuttu hendur skipta og náðu alltaf að leysa sjálfir úr þeim deilumálum sem risu. Hávaðinn var vissulega yfirgengilegur og ég er í samningaviðræðum við smið um að koma heimilinu; litlu bárujárnshúsi sem var reist af vanefnum 1933, í samt horf. Ég viðurkenni að þegar piltarnir voru farnir til síns heima var ég úttaugaður. Eins og fullorðið fólk gerir þá leitaði ég hvíldar með því að kveikja á sjónvarpi. Vitandi að stórt mál (ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga) var til umræðu niður við Austurvöll, þá var opnað fyrir beina útsendingu frá Alþingi. Þar komu saman 63 þjóðkjörnir fulltrúar fæddir á árabilinu 1942 til 1982. Ég viðurkenni að það var lítil hvíld í því að fylgjast með umræðum á þinginu þetta kvöld. Menn létu reyndar ekki hendur skipta en á löngum stundum hélt ég að einhver myndi snýta rauðu áður en yfir lyki. Eins og í afmælinu fyrr um daginn var hávaðinn yfirgengilegur, en einn stór munur var þó á. Enginn náði niðurstöðu eða sátt. Samtalið færði þjóðina reyndar eitt skref aftur á bak. Kannski er ég ósanngjarn að stilla þessu upp saman en fullyrði að staðhæfingin „ég á þetta legó og þess vegna eigum við að horfa á Díegó“, var vandlegar ígrundað en margt sem stöku þingmenn létu frá sér fara. Svo áttaði ég mig á því að það þarf meira en smið til að koma Alþingishúsinu; litlu húsi sem byggt er úr höggnu grágrýti árið 1881, í samt horf. En kannski þurfum við að bíða eftir þeim sem fæddust árin 2006 og 2007 til að annast það verk.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun