Suðurorku í bið – Skaftársvæðið í vernd Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 4. apríl 2012 06:00 Framkvæmdastjóri Suðurorku komst á forsíðu Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum vegna áforma fyrirtækisins um Búlandsvirkjun. Hvorki náttúrunni né heimamönnum var þar léð eyra. Nokkrar rangfærslur voru í fréttinni, en um mikilvægt náttúruverndarsvæði er að ræða. Í fyrsta lagi var því slegið fram að Búlandsvirkjun hafi verið metin einn hagkvæmasti virkjanakosturinn í 1. áfanga rammaáætlunar (RÁ). Staðreyndin er sú að þessi virkjunarhugmynd var ekki metin í RÁ 1, heldur önnur útfærsla á virkjun í Skaftá (Skaftárvirkjun) sem gerði m.a. ráð fyrir því að búið væri að losa aur úr ánni með því að veita hluta hennar í Langasjó. Í öðru lagi er haft eftir framkvæmdastjóra Suðurorku: „Efnislegu rökin fyrir að setja okkur [áhersla er greinarhöfundar] í bið voru frekar slöpp. Hluti af því voru umræður um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs…“ Í drögum að þingsályktunartillögunni sem byggir á RÁ 2 segir að Búlandsvirkjun fari í biðflokk vegna þess að hugmyndin hafi komið seint fram og erfitt hafi verið að meta áhrif hennar, en veruleg óvissa ríkir um umhverfisáhrifin. Í þriðja lagi segir að Suðurorka ehf. hafi gert samninga við stærstan hluta vatnsréttarhafa vegna virkjunarinnar. Þetta er hrakið í grein eftir íbúa í Skaftártungu í Morgunblaðinu 29. mars sl. Þar kemur fram að einungis sé búið að semja við minnihluta þeirra aðila sem málið varðar. Framkvæmdastjóri Suðurorku segir einnig að Skaftárhrepp vanti sárlega búbót. Ég spyr: Er Búlandsvirkjun búbót þegar ljóst er að virkjunin skaðar þá atvinnuvegi sem Skaftárhreppur byggir á í dag, landbúnað og ferðamennsku, að ógleymdum óásættanlegum áhrifum á undirstöðu þessara atvinnugreina, náttúruna sjálfa? Vatnasvið Skaftár var metið fimmta verðmætasta svæðið af 30 hjá faghópi I í 2. áfanga RÁ og Búlandsvirkjun var í hópi tíu vatnsaflsvirkjana sem myndu hafa hvað neikvæðust umhverfisáhrif. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar RÁ er svæðið sem Búlandsvirkjun tilheyrir í hópi þeirra svæða sem hæst skora á öllum sviðum náttúru- og menningarminja, en þó sérstaklega fyrir jarðminjar og vatnafar, landslag og víðerni. Virkjunin yrði rétt við Eldgjá og áhrifasvæði hennar víðfeðmt. Það er því mun ríkari ástæða að setja Búlandsvirkjun í verndarflokk en orkunýtingarflokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Suðurorku komst á forsíðu Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum vegna áforma fyrirtækisins um Búlandsvirkjun. Hvorki náttúrunni né heimamönnum var þar léð eyra. Nokkrar rangfærslur voru í fréttinni, en um mikilvægt náttúruverndarsvæði er að ræða. Í fyrsta lagi var því slegið fram að Búlandsvirkjun hafi verið metin einn hagkvæmasti virkjanakosturinn í 1. áfanga rammaáætlunar (RÁ). Staðreyndin er sú að þessi virkjunarhugmynd var ekki metin í RÁ 1, heldur önnur útfærsla á virkjun í Skaftá (Skaftárvirkjun) sem gerði m.a. ráð fyrir því að búið væri að losa aur úr ánni með því að veita hluta hennar í Langasjó. Í öðru lagi er haft eftir framkvæmdastjóra Suðurorku: „Efnislegu rökin fyrir að setja okkur [áhersla er greinarhöfundar] í bið voru frekar slöpp. Hluti af því voru umræður um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs…“ Í drögum að þingsályktunartillögunni sem byggir á RÁ 2 segir að Búlandsvirkjun fari í biðflokk vegna þess að hugmyndin hafi komið seint fram og erfitt hafi verið að meta áhrif hennar, en veruleg óvissa ríkir um umhverfisáhrifin. Í þriðja lagi segir að Suðurorka ehf. hafi gert samninga við stærstan hluta vatnsréttarhafa vegna virkjunarinnar. Þetta er hrakið í grein eftir íbúa í Skaftártungu í Morgunblaðinu 29. mars sl. Þar kemur fram að einungis sé búið að semja við minnihluta þeirra aðila sem málið varðar. Framkvæmdastjóri Suðurorku segir einnig að Skaftárhrepp vanti sárlega búbót. Ég spyr: Er Búlandsvirkjun búbót þegar ljóst er að virkjunin skaðar þá atvinnuvegi sem Skaftárhreppur byggir á í dag, landbúnað og ferðamennsku, að ógleymdum óásættanlegum áhrifum á undirstöðu þessara atvinnugreina, náttúruna sjálfa? Vatnasvið Skaftár var metið fimmta verðmætasta svæðið af 30 hjá faghópi I í 2. áfanga RÁ og Búlandsvirkjun var í hópi tíu vatnsaflsvirkjana sem myndu hafa hvað neikvæðust umhverfisáhrif. Samkvæmt skýrslu verkefnisstjórnar RÁ er svæðið sem Búlandsvirkjun tilheyrir í hópi þeirra svæða sem hæst skora á öllum sviðum náttúru- og menningarminja, en þó sérstaklega fyrir jarðminjar og vatnafar, landslag og víðerni. Virkjunin yrði rétt við Eldgjá og áhrifasvæði hennar víðfeðmt. Það er því mun ríkari ástæða að setja Búlandsvirkjun í verndarflokk en orkunýtingarflokk.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar