Aukum hagvöxt Svana Helen Björnsdóttir skrifar 18. apríl 2012 06:00 Öll viljum við að hagvöxtur aukist á Íslandi. Aðeins með auknum þjóðartekjum og góðum hagvexti munum við sem þjóð ná að bæta lífskjör almennings hér á landi. Ýmsir hafa réttilega bent á að stórframkvæmdir og fjárfestingar erlendra aðila séu nauðsynlegar til að auka hagvöxtinn. Um leið varpa menn gjarnan ábyrgðinni alfarið á stjórnvöld og bíða eftir að þau eða aðrir leysi vandann í stað þess að líta sér nær og spyrja: „Hvað get ég gert til að auka hagvöxt á Íslandi?“ Vilji menn auka hagvöxt er best að líta fyrst til þeirrar verðmætasköpunar sem nú þegar á sér stað í landinu. Iðnaðurinn aflar um helmings útflutningstekna landsins og skapar að jafnaði tæplega fjórðung af landsframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Í iðnaði starfar ennfremur um fimmtungur þeirra sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækin í Samtökum iðnaðarins starfa í ýmsum atvinnugreinum, s.s. í byggingariðnaði, tækni- og hugverkagreinum, matvælaiðnaði, stóriðju, framleiðslu og fjölbreyttum hönnunar- og þjónustugreinum. Ef litið er til vaxtarmöguleika atvinnugreina, er ljóst að tækni- og hugverkaiðnaður er sú tegund iðnaðar sem á hvað mesta vaxtarmöguleika hér á landi. Það er m.a. sérhæfð matvæla- og efnavinnsla til útflutnings, heilbrigðisþjónusta, hönnun og sköpun ýmis konar auk verkfræði, m.a. á sviði orku- og umhverfismála. Það gefur auga leið að skynsamlegt er að byggja á því sem þegar er til staðar og góð reynsla er af. Það liggur einnig beint við að ætla að þeir aðilar sem gerst þekkja til í rekstri fyrirtækja landsins séu færir um að taka rekstur sinn skrefinu lengra, auka nýsköpun og um leið verðmætasköpun með útflutning að markmiði. Betri sérfræðinga en þá sem nú starfa í fyrirtækjum landsins finnum við vart hér á landi. Það er miklu nærtækara að fela hæfu rekstrarfólki slík verkefni en ætlast til að eingöngu stjórnvöld og erlendar fjárfestingar skrifaðar í skýin leysi hagvaxtarvandann. Er ekki kominn tími til þess að huga að nýsköpun og verðmætasköpun sem nær út fyrir hefðbundnar starfsgreinar og um leið þvert yfir þær? Sílóin sem við höfum komið okkur upp og múrarnir sem við höfum byggt til varnar atvinnugreinum landsins eru e.t.v. hindrun í þeirri nýju sköpun sem hér þarf að eiga sér stað. Í Samtökum iðnaðarins eru menn reiðubúnir til að starfa saman að settu marki. Þar bíða menn ekki eftir stjórnvöldum, heldur láta verkin tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við að hagvöxtur aukist á Íslandi. Aðeins með auknum þjóðartekjum og góðum hagvexti munum við sem þjóð ná að bæta lífskjör almennings hér á landi. Ýmsir hafa réttilega bent á að stórframkvæmdir og fjárfestingar erlendra aðila séu nauðsynlegar til að auka hagvöxtinn. Um leið varpa menn gjarnan ábyrgðinni alfarið á stjórnvöld og bíða eftir að þau eða aðrir leysi vandann í stað þess að líta sér nær og spyrja: „Hvað get ég gert til að auka hagvöxt á Íslandi?“ Vilji menn auka hagvöxt er best að líta fyrst til þeirrar verðmætasköpunar sem nú þegar á sér stað í landinu. Iðnaðurinn aflar um helmings útflutningstekna landsins og skapar að jafnaði tæplega fjórðung af landsframleiðslu íslensku þjóðarinnar. Í iðnaði starfar ennfremur um fimmtungur þeirra sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtækin í Samtökum iðnaðarins starfa í ýmsum atvinnugreinum, s.s. í byggingariðnaði, tækni- og hugverkagreinum, matvælaiðnaði, stóriðju, framleiðslu og fjölbreyttum hönnunar- og þjónustugreinum. Ef litið er til vaxtarmöguleika atvinnugreina, er ljóst að tækni- og hugverkaiðnaður er sú tegund iðnaðar sem á hvað mesta vaxtarmöguleika hér á landi. Það er m.a. sérhæfð matvæla- og efnavinnsla til útflutnings, heilbrigðisþjónusta, hönnun og sköpun ýmis konar auk verkfræði, m.a. á sviði orku- og umhverfismála. Það gefur auga leið að skynsamlegt er að byggja á því sem þegar er til staðar og góð reynsla er af. Það liggur einnig beint við að ætla að þeir aðilar sem gerst þekkja til í rekstri fyrirtækja landsins séu færir um að taka rekstur sinn skrefinu lengra, auka nýsköpun og um leið verðmætasköpun með útflutning að markmiði. Betri sérfræðinga en þá sem nú starfa í fyrirtækjum landsins finnum við vart hér á landi. Það er miklu nærtækara að fela hæfu rekstrarfólki slík verkefni en ætlast til að eingöngu stjórnvöld og erlendar fjárfestingar skrifaðar í skýin leysi hagvaxtarvandann. Er ekki kominn tími til þess að huga að nýsköpun og verðmætasköpun sem nær út fyrir hefðbundnar starfsgreinar og um leið þvert yfir þær? Sílóin sem við höfum komið okkur upp og múrarnir sem við höfum byggt til varnar atvinnugreinum landsins eru e.t.v. hindrun í þeirri nýju sköpun sem hér þarf að eiga sér stað. Í Samtökum iðnaðarins eru menn reiðubúnir til að starfa saman að settu marki. Þar bíða menn ekki eftir stjórnvöldum, heldur láta verkin tala.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar