Þorri afskrifta vegna kvótakaupa Þórður Snær Júlíusson skrifar 25. apríl 2012 07:00 Deilur Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið telur að sjávarútvegsfyrirtæki muni halda eftir rúmum 70% af hagnaði sínum fyrir fjármagnsliði verði frumvarpið að lögum. Það myndi þýða 53,5 milljarða króna ef miðað er við hagnað þeirra í fyrra. Samt telja bankar að fjölmörg fyrirtæki myndu lenda í greiðsluvanda. FRÉTTABLAÐIÐ/egill Meginmál Upphafsstafur:Landsbankinn fullyrðir að rúmlega 98% af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja sem bankinn þarf að afskrifa vegna nýs frumvarps um veiðigjald sé vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi þeirra. Einungis 1,5% upphæðarinnar eru vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri eða fjármálagerningum. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins. Alls áætlar Landsbankinn að hann muni tapa 31 milljarði króna vegna áhrifa frumvarpsins. Tæplega 500 milljónir króna yrði vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri en afgangurinn, rúmlega 30 milljarðar króna, vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi. Í svari bankans segir að af þessu leiði að „meginþorri þeirra 74 félaga sem ekki mun geta staðið við skuldbindingar sínar fjárfesti í aflaheimildum á árunum 2002-2007". Lán til fyrirtækja í sjávarútvegi eru um 21,2% af öllum útlánum Landsbankans til viðskiptavina, samkvæmt ársreikningi bankans. Alls nema þau 136 milljörðum króna. Í umsögn Landsbankans kemur fram að eiginfjárhlutfall hans myndi lækka úr 21,4% í 19% ef frumvarpið um veiðigjöld yrði samþykkt. Umfang útlána til sjávarútvegs er mun minna í Íslandsbanka (12%) og Arion banka (11% til sjávarútvegs og landbúnaðar). Íslandsbanki hefur ekki upplýst um hver bein áhrif á efnahag bankans yrðu ef frumvarpið yrði að lögum. Í umsögn Íslandsbanka um frumvörpin kemur þó fram að 70 milljarðar króna af útlánum bankans væri til sjávarútvegs í lok árs 2011. Um væri að ræða eina helstu stoðina í lánasafni bankans. Ljóst væri „að neikvæð áhrif á bankann verða tilfinnanleg og framtíðarhorfur í bankarekstri á Íslandi verða lakari, nái þessi frumvörp fram að ganga". Áhætta Arion banka vegna lána til sjávarútvegs innan íslenskrar lögsögu er um 72 milljarðar króna. Bankinn reiknar með að um 37% af lánum hans til slíkra muni þurfa að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu ef frumvarpið verður að lögum. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að taka umfram eigið fé út úr íslensku bönkunum í formi arðgreiðslna. Samkvæmt samantekt um málið sem unnin var innan stjórnsýslunnar, og Markaðurinn hefur undir höndum, snýst sú útgreiðsluhugmynd um að greiða út allt eigið fé umfram 20% eiginfjárhlutfall. Alls er reiknað með að hlutdeild ríkissjóðs í þessum útgreiðslum, vegna eignarhluta hans í bönkunum, nemi 12,1 milljarði króna. Stærstur hluti þeirra, 10,6 milljarðar króna, á að koma frá Landsbankanum vegna 81,3% eignarhlutar ríkisins í honum. Gangi umsögn Landsbankans eftir myndi allt það fé renna í afskriftir vegna afleiðinga veiðigjaldsfrumvarpsins. Fréttir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Meginmál Upphafsstafur:Landsbankinn fullyrðir að rúmlega 98% af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja sem bankinn þarf að afskrifa vegna nýs frumvarps um veiðigjald sé vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi þeirra. Einungis 1,5% upphæðarinnar eru vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri eða fjármálagerningum. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Markaðarins. Alls áætlar Landsbankinn að hann muni tapa 31 milljarði króna vegna áhrifa frumvarpsins. Tæplega 500 milljónir króna yrði vegna fjárfestinga í óskyldum rekstri en afgangurinn, rúmlega 30 milljarðar króna, vegna fjárfestinga í kjarnastarfsemi. Í svari bankans segir að af þessu leiði að „meginþorri þeirra 74 félaga sem ekki mun geta staðið við skuldbindingar sínar fjárfesti í aflaheimildum á árunum 2002-2007". Lán til fyrirtækja í sjávarútvegi eru um 21,2% af öllum útlánum Landsbankans til viðskiptavina, samkvæmt ársreikningi bankans. Alls nema þau 136 milljörðum króna. Í umsögn Landsbankans kemur fram að eiginfjárhlutfall hans myndi lækka úr 21,4% í 19% ef frumvarpið um veiðigjöld yrði samþykkt. Umfang útlána til sjávarútvegs er mun minna í Íslandsbanka (12%) og Arion banka (11% til sjávarútvegs og landbúnaðar). Íslandsbanki hefur ekki upplýst um hver bein áhrif á efnahag bankans yrðu ef frumvarpið yrði að lögum. Í umsögn Íslandsbanka um frumvörpin kemur þó fram að 70 milljarðar króna af útlánum bankans væri til sjávarútvegs í lok árs 2011. Um væri að ræða eina helstu stoðina í lánasafni bankans. Ljóst væri „að neikvæð áhrif á bankann verða tilfinnanleg og framtíðarhorfur í bankarekstri á Íslandi verða lakari, nái þessi frumvörp fram að ganga". Áhætta Arion banka vegna lána til sjávarútvegs innan íslenskrar lögsögu er um 72 milljarðar króna. Bankinn reiknar með að um 37% af lánum hans til slíkra muni þurfa að fara í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu ef frumvarpið verður að lögum. Vilji er til þess hjá stjórnvöldum að taka umfram eigið fé út úr íslensku bönkunum í formi arðgreiðslna. Samkvæmt samantekt um málið sem unnin var innan stjórnsýslunnar, og Markaðurinn hefur undir höndum, snýst sú útgreiðsluhugmynd um að greiða út allt eigið fé umfram 20% eiginfjárhlutfall. Alls er reiknað með að hlutdeild ríkissjóðs í þessum útgreiðslum, vegna eignarhluta hans í bönkunum, nemi 12,1 milljarði króna. Stærstur hluti þeirra, 10,6 milljarðar króna, á að koma frá Landsbankanum vegna 81,3% eignarhlutar ríkisins í honum. Gangi umsögn Landsbankans eftir myndi allt það fé renna í afskriftir vegna afleiðinga veiðigjaldsfrumvarpsins.
Fréttir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira