Pólitík eða gæði Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. maí 2012 06:00 Vísindarannsóknir á Íslandi eru fjársveltar. Þar að auki er alltof stórum hluta þeirra takmörkuðu fjármuna sem þó eru til úthlutað pólitískt, en ekki eftir gæðum rannsóknanna eða hæfni vísindamannanna. Þetta var kjarninn í málflutningi Þórólfs Þórlindssonar prófessors í samtali í Fréttablaðinu í fyrradag. Þórólfur er einn 544 vísindamanna sem skrifað hafa undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra um að efla samkeppnissjóði, þar sem notað er jafningjamat við úthlutun fjár til rannsókna. Það þýðir í stuttu máli að alþjóðlegur hópur óháðra vísindamanna metur umsóknir um styrki áður en ákveðið er hvaða rannsóknir skuli styrktar. Hér á landi er um það bil 16% opinbers rannsóknafjár úthlutað með þessum hætti, samanborið við 30-40% í hinum norrænu ríkjunum og 85% í Bandaríkjunum. Talsverðum hluta þessa fjár er úthlutað úr sjóðum þar sem fulltrúar hagsmunaaðila eða stjórnmála úthluta peningum út frá öðrum viðmiðum en gæðum rannsóknanna. Afgangurinn, 84%, fer beint til rannsóknastofnana eða verkefna, iðulega án nauðsynlegs gæðamats og -eftirlits. Í áskorun vísindamannanna er vísað til nýlegra draga að skýrslu Vísinda- og tækniráðs um einföldun á vísinda- og nýsköpunarkerfinu. Í henni segir meðal annars: „Greining á fjárveitingum sýnir glöggt að framlög eru ekki byggð á heildstæðri stefnu um markmið fjárveitinga, heldur á staðbundnum þörfum stofnana, atvinnugreina og byggðarlaga." Þar eru ennfremur færð rök fyrir því að stuðningur við vísindi og nýsköpun á Íslandi sé fastur í úreltum hugsunarhætti þar sem einblínt er á nýtingu náttúruauðlinda og styrki til rannsókna í hefðbundnum greinum á borð við landbúnað og sjávarútveg, en þekkingariðnaðurinn fær takmarkaðan stuðning. „Vaxandi nauðsyn á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda takmarkar mjög þá verðmætasköpun sem fram að þessu hefur byggt á aukinni sókn í þær. Verðmætasköpun verður því að byggja á hugviti fremur en að auka nýtingu á náttúruauðlindum," segir í skýrsludrögunum. Við þurfum að komast út úr þessu kerfi þar sem einstakar atvinnugreinar einoka stóran hluta þeirra takmörkuðu fjármuna sem eru til ráðstöfunar í vísindarannsóknir vegna einhvers konar sögulegrar hefðar og stofnanir bítast um peninga á forsendum byggðapólitíkur ekki síður og jafnvel fremur en á forsendum gæða og framlags til vísindanna. Æskilegast væri auðvitað að hægt væri að auka verulega framlög til vísindarannsókna. Á meðan staðan er jafnþröng í ríkisfjármálunum og raun ber vitni er lágmarkskrafa að miklu stærri hluti peninga skattgreiðenda verði færður í samkeppnissjóði, þar sem beztu hugmyndirnar um rannsóknir í þágu verðmætasköpunar keppa á jafnréttisgrundvelli. Þannig sitja hefðbundnar greinar og vaxtargreinarnar við sama borð og fé skattgreiðenda nýtist betur. Svo er spurning hvort Katrín Jakobsdóttir og samráðherrar hennar – því að þeir þurfa margir að koma að verkefninu – hafi pólitískan kjark og þor til að hrista duglega upp í núverandi kerfi. Þar dugar ekkert minna en gagnger uppstokkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun
Vísindarannsóknir á Íslandi eru fjársveltar. Þar að auki er alltof stórum hluta þeirra takmörkuðu fjármuna sem þó eru til úthlutað pólitískt, en ekki eftir gæðum rannsóknanna eða hæfni vísindamannanna. Þetta var kjarninn í málflutningi Þórólfs Þórlindssonar prófessors í samtali í Fréttablaðinu í fyrradag. Þórólfur er einn 544 vísindamanna sem skrifað hafa undir áskorun til Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra um að efla samkeppnissjóði, þar sem notað er jafningjamat við úthlutun fjár til rannsókna. Það þýðir í stuttu máli að alþjóðlegur hópur óháðra vísindamanna metur umsóknir um styrki áður en ákveðið er hvaða rannsóknir skuli styrktar. Hér á landi er um það bil 16% opinbers rannsóknafjár úthlutað með þessum hætti, samanborið við 30-40% í hinum norrænu ríkjunum og 85% í Bandaríkjunum. Talsverðum hluta þessa fjár er úthlutað úr sjóðum þar sem fulltrúar hagsmunaaðila eða stjórnmála úthluta peningum út frá öðrum viðmiðum en gæðum rannsóknanna. Afgangurinn, 84%, fer beint til rannsóknastofnana eða verkefna, iðulega án nauðsynlegs gæðamats og -eftirlits. Í áskorun vísindamannanna er vísað til nýlegra draga að skýrslu Vísinda- og tækniráðs um einföldun á vísinda- og nýsköpunarkerfinu. Í henni segir meðal annars: „Greining á fjárveitingum sýnir glöggt að framlög eru ekki byggð á heildstæðri stefnu um markmið fjárveitinga, heldur á staðbundnum þörfum stofnana, atvinnugreina og byggðarlaga." Þar eru ennfremur færð rök fyrir því að stuðningur við vísindi og nýsköpun á Íslandi sé fastur í úreltum hugsunarhætti þar sem einblínt er á nýtingu náttúruauðlinda og styrki til rannsókna í hefðbundnum greinum á borð við landbúnað og sjávarútveg, en þekkingariðnaðurinn fær takmarkaðan stuðning. „Vaxandi nauðsyn á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda takmarkar mjög þá verðmætasköpun sem fram að þessu hefur byggt á aukinni sókn í þær. Verðmætasköpun verður því að byggja á hugviti fremur en að auka nýtingu á náttúruauðlindum," segir í skýrsludrögunum. Við þurfum að komast út úr þessu kerfi þar sem einstakar atvinnugreinar einoka stóran hluta þeirra takmörkuðu fjármuna sem eru til ráðstöfunar í vísindarannsóknir vegna einhvers konar sögulegrar hefðar og stofnanir bítast um peninga á forsendum byggðapólitíkur ekki síður og jafnvel fremur en á forsendum gæða og framlags til vísindanna. Æskilegast væri auðvitað að hægt væri að auka verulega framlög til vísindarannsókna. Á meðan staðan er jafnþröng í ríkisfjármálunum og raun ber vitni er lágmarkskrafa að miklu stærri hluti peninga skattgreiðenda verði færður í samkeppnissjóði, þar sem beztu hugmyndirnar um rannsóknir í þágu verðmætasköpunar keppa á jafnréttisgrundvelli. Þannig sitja hefðbundnar greinar og vaxtargreinarnar við sama borð og fé skattgreiðenda nýtist betur. Svo er spurning hvort Katrín Jakobsdóttir og samráðherrar hennar – því að þeir þurfa margir að koma að verkefninu – hafi pólitískan kjark og þor til að hrista duglega upp í núverandi kerfi. Þar dugar ekkert minna en gagnger uppstokkun.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun