Draumariðill í Lundúnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Ólafur Stefánsson mun að öllum líkindum ljúka glæsilegum landsliðsferli á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Mynd/AFP Í gær var dregið í riðla fyrir handboltakeppnina á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Liðunum tólf sem höfðu tryggt sér þátttökurétt á leikunum var skipt í tvo riðla og er óhætt að fullyrða að Ísland hafi lent í „léttari" riðlinum þar sem gríðarsterk lið skipa hinn riðilinn. Ísland er í A-riðli með Frakklandi, Svíþjóð, Túnis, Argentínu og Bretlandi. Argentína var í sama styrkleikaflokki og Evrópumeistarar Danmerkur, þó svo að mikill getumunur hafi verið á þessum liðum undanfarin ár. Danir voru til að mynda afar ósáttir við það hlutskipti að teljast jafnir liði Argentínu að styrkleika – sem þó er Suður-Ameríkumeistari. Það lá því fyrir að liðin myndu dragast hvort í sinn riðil. Bretland, sem var með Serbíu í styrkleikaflokki, fékk svo að velja sér riðil þegar búið var að draga úr öðrum styrkleikaflokkum. Það kom ekki á óvart að Dragan Djukic, landsliðsþjálfari Breta, valdi að spila frekar við Suður-Ameríkumeistarana en Evrópumeistarana. Frakkland, Svíþjóð og Túnis eru einnig í riðli með Íslandi en fjögur efstu liðin munu komast áfram í fjórðungsúrslit. Skiptir máli að lenda eins ofarlega og mögulegt er til að sleppa við sterkustu liðin úr B-riðlinum strax í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Ef Ísland kemst áfram upp úr riðlakeppninni er ljóst að það verður erfið leið sem bíður strákanna ætli þeir sér að komast aftur alla leið í úrslitaleikinn, rétt eins og í Peking fyrir fjórum árum síðan. Fimm sterkar Evrópuþjóðir eru í B-riðli auk Asíumeistara Suður-Kóreu sem hefur ávallt reynst hættulegur andstæðingur. Má búast við harðri baráttu um efstu fjögur sætin í þeim riðli. Ólympíuleikarnir hefjast föstudaginn 27. júlí og keppni í handbolta karla tveimur dögum síðar. Keppt verður annan hvorn dag frá því en úrslitaleikurinn verður háður sunnudaginn 12. ágúst, á lokakeppnisdegi leikanna. Íslenska landsliðið hefur ekki undirbúning sinn fyrir leikana fyrr en eftir að leikjum Íslands gegn Hollandi í undankeppni HM 2013 lýkur. Fyrri leikurinn fer fram 10. júní hér heima og sá síðari í Hollandi sex dögum síðar. Þessa dagana er keppnistímabilinu í atvinnumannadeildunum í Evrópu að ljúka og fá því flestir landsliðsmanna Íslands frí í aðeins nokkra daga áður en þeir hefja æfingar með landsliðinu hér á landi. Ekki náðist í landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í gær. Handbolti Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Í gær var dregið í riðla fyrir handboltakeppnina á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar. Liðunum tólf sem höfðu tryggt sér þátttökurétt á leikunum var skipt í tvo riðla og er óhætt að fullyrða að Ísland hafi lent í „léttari" riðlinum þar sem gríðarsterk lið skipa hinn riðilinn. Ísland er í A-riðli með Frakklandi, Svíþjóð, Túnis, Argentínu og Bretlandi. Argentína var í sama styrkleikaflokki og Evrópumeistarar Danmerkur, þó svo að mikill getumunur hafi verið á þessum liðum undanfarin ár. Danir voru til að mynda afar ósáttir við það hlutskipti að teljast jafnir liði Argentínu að styrkleika – sem þó er Suður-Ameríkumeistari. Það lá því fyrir að liðin myndu dragast hvort í sinn riðil. Bretland, sem var með Serbíu í styrkleikaflokki, fékk svo að velja sér riðil þegar búið var að draga úr öðrum styrkleikaflokkum. Það kom ekki á óvart að Dragan Djukic, landsliðsþjálfari Breta, valdi að spila frekar við Suður-Ameríkumeistarana en Evrópumeistarana. Frakkland, Svíþjóð og Túnis eru einnig í riðli með Íslandi en fjögur efstu liðin munu komast áfram í fjórðungsúrslit. Skiptir máli að lenda eins ofarlega og mögulegt er til að sleppa við sterkustu liðin úr B-riðlinum strax í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Ef Ísland kemst áfram upp úr riðlakeppninni er ljóst að það verður erfið leið sem bíður strákanna ætli þeir sér að komast aftur alla leið í úrslitaleikinn, rétt eins og í Peking fyrir fjórum árum síðan. Fimm sterkar Evrópuþjóðir eru í B-riðli auk Asíumeistara Suður-Kóreu sem hefur ávallt reynst hættulegur andstæðingur. Má búast við harðri baráttu um efstu fjögur sætin í þeim riðli. Ólympíuleikarnir hefjast föstudaginn 27. júlí og keppni í handbolta karla tveimur dögum síðar. Keppt verður annan hvorn dag frá því en úrslitaleikurinn verður háður sunnudaginn 12. ágúst, á lokakeppnisdegi leikanna. Íslenska landsliðið hefur ekki undirbúning sinn fyrir leikana fyrr en eftir að leikjum Íslands gegn Hollandi í undankeppni HM 2013 lýkur. Fyrri leikurinn fer fram 10. júní hér heima og sá síðari í Hollandi sex dögum síðar. Þessa dagana er keppnistímabilinu í atvinnumannadeildunum í Evrópu að ljúka og fá því flestir landsliðsmanna Íslands frí í aðeins nokkra daga áður en þeir hefja æfingar með landsliðinu hér á landi. Ekki náðist í landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í gær.
Handbolti Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira