Skuld við Seðlabanka eykur kostnað ríkisins 12. júní 2012 07:15 SpKef, sem áður hét Sparisjóðurinn í Keflavík, skuldar Seðlabankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að stór hluti skuldarinnar sé vegna lausafjárfyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitti sjóðnum. Hvorki Seðlabankinn né fjármálaráðuneytið gátu veitt nánari upplýsingar um skuldina þegar eftir því var leitað. Þegar SpKef var stofnaður á grunni Sparisjóðsins í Keflavík í apríl 2010 kom fram í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að öll innlán og eignir gamla sjóðsins yrðu flutt í þann nýja. Umfang innlánanna er í dag 57,6 milljarðar króna. Ríkið tryggir þau að fullu í krafti yfirlýsingar sem gefin var út haustið 2008. Heildarskuldir SpKef eru hins vegar metnar á 75,6 milljarða króna, eða 18 milljörðum meira en nemur innlánum sjóðsins. Þar munar mest um skuldir við fjármálafyrirtæki og Seðlabanka Íslands sem nema 13,9 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum blaðsins er þessi skuld að langmestu leyti við Seðlabankann. Engin ríkisábyrgð ætti að vera á slíkri skuld undir eðlilegum kringumstæðum. Þegar SpKef var rennt inn í Landsbankann í mars 2011 kom hins vegar fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að sjóðurinn hefði „átt við verulegan og viðvarandi lausafjárvanda að etja og hafa viðskipti hans við Seðlabanka Íslands verið bundin skilyrðum um ábyrgð af hálfu ríkissjóðs vegna innstæðna". Þar sem skuldir SpKef voru miklu hærri en eignir sjóðsins þarf íslenska ríkið að greiða 19,2 milljarða króna til Landsbankans vegna yfirtöku hans á SpKef. Til viðbótar er áætlað að vaxtakostnaður verði um sex milljarðar króna auk þess sem ríkið var þegar búið að setja 900 milljónir króna inn í sjóðinn sem eigið fé við stofnun hans. Kostnaður hins opinbera vegna SpKef er því um 26 milljarðar króna. - þsj Fréttir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
SpKef, sem áður hét Sparisjóðurinn í Keflavík, skuldar Seðlabankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að stór hluti skuldarinnar sé vegna lausafjárfyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitti sjóðnum. Hvorki Seðlabankinn né fjármálaráðuneytið gátu veitt nánari upplýsingar um skuldina þegar eftir því var leitað. Þegar SpKef var stofnaður á grunni Sparisjóðsins í Keflavík í apríl 2010 kom fram í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að öll innlán og eignir gamla sjóðsins yrðu flutt í þann nýja. Umfang innlánanna er í dag 57,6 milljarðar króna. Ríkið tryggir þau að fullu í krafti yfirlýsingar sem gefin var út haustið 2008. Heildarskuldir SpKef eru hins vegar metnar á 75,6 milljarða króna, eða 18 milljörðum meira en nemur innlánum sjóðsins. Þar munar mest um skuldir við fjármálafyrirtæki og Seðlabanka Íslands sem nema 13,9 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum blaðsins er þessi skuld að langmestu leyti við Seðlabankann. Engin ríkisábyrgð ætti að vera á slíkri skuld undir eðlilegum kringumstæðum. Þegar SpKef var rennt inn í Landsbankann í mars 2011 kom hins vegar fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að sjóðurinn hefði „átt við verulegan og viðvarandi lausafjárvanda að etja og hafa viðskipti hans við Seðlabanka Íslands verið bundin skilyrðum um ábyrgð af hálfu ríkissjóðs vegna innstæðna". Þar sem skuldir SpKef voru miklu hærri en eignir sjóðsins þarf íslenska ríkið að greiða 19,2 milljarða króna til Landsbankans vegna yfirtöku hans á SpKef. Til viðbótar er áætlað að vaxtakostnaður verði um sex milljarðar króna auk þess sem ríkið var þegar búið að setja 900 milljónir króna inn í sjóðinn sem eigið fé við stofnun hans. Kostnaður hins opinbera vegna SpKef er því um 26 milljarðar króna. - þsj
Fréttir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira