Nýtt hlutverk, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar 25. júní 2012 06:00 Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa. Á tímum vörumerkja hefur ímynd áhrif á viðhorf og viðmót annarra til lands og þjóðar. Ímynd um frelsi og fjörug fjármál laðar t.a.m. til sín ákveðna tegund fyrirtækja til landsins en ímynd um öryggi og matarmenningu aðra. Yfirleitt setja stjórnvöld meginstefnu og markmið. Þannig voru ríkisstjórnir Davíðs, Halldórs og Geirs með þá stefnu að gera Ísland að fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Yfirvöld gáfu með því forsetanum hlutverk sem hann rækti af alúð. Hlutverk forseta Íslands fólst þá m.a. í því að styðja og efla það sem Ísland átti að verða. Ólafur Ragnar fékk það hlutverk að markaðssetja Ísland sem alþjóðlega miðstöð fjármála og þjónustu. Hann gerði það af krafti – en nú er þessu hlutverki lokið. Hann er bæði lofaður og lastaður fyrir. Ísland er um þessar mundir að gera tilraun til að móta sér aðra ímynd og til að markaðssetja hana þarf annan forseta, annað andlit, nýja grímu. Það andlit Íslands þarf að byrja með hreint borð til að geta tekið trúverðugan þátt í nýrri stefnu og unnið að markmiðum hennar. Hver verður meginstefnan á næstu fjórum árum? Árið 1996 átti Ísland að verða miðstöð upplýsingatækni í heiminum. Árið 2003 miðstöð fjármála og þjónustu. Árið 2009 átti að markaðssetja Netríkið Ísland – fremst þjóða! Ef til vill verðum við sammála um nýja stefnu árið 2013 og þá um leið öðlast næsti forseti Íslands nýtt hlutverk til að fylgja henni eftir. Hvert hlutverkið verður – mér er það hulið. Ísland gæti orðið miðstöð ferðamála og þjónustu eða lífrænnar matarframleiðslu, miðstöð eldfjallagarða eða jafnréttis og fjölskyldugilda, miðstöð heilsulinda, hátækni eða land skapandi greina. Hvert sem það verður, þurfum við örugglega nýtt forsetaandlit til að vinna því brautargengi. Fyrir mér er það augljóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hefur þúsund andlit og grímur. Ein gríma er sett upp á hverjum tíma – jafnvel fleiri. Grímurnar heita: land hreinleikans, hrikafegurðar, land stóriðju, fiskveiða og friðar, land jafnréttis, fjármála og þjónustu, land ferðamannsins og eldgosa. Á tímum vörumerkja hefur ímynd áhrif á viðhorf og viðmót annarra til lands og þjóðar. Ímynd um frelsi og fjörug fjármál laðar t.a.m. til sín ákveðna tegund fyrirtækja til landsins en ímynd um öryggi og matarmenningu aðra. Yfirleitt setja stjórnvöld meginstefnu og markmið. Þannig voru ríkisstjórnir Davíðs, Halldórs og Geirs með þá stefnu að gera Ísland að fjármálamiðstöð á heimsmælikvarða. Yfirvöld gáfu með því forsetanum hlutverk sem hann rækti af alúð. Hlutverk forseta Íslands fólst þá m.a. í því að styðja og efla það sem Ísland átti að verða. Ólafur Ragnar fékk það hlutverk að markaðssetja Ísland sem alþjóðlega miðstöð fjármála og þjónustu. Hann gerði það af krafti – en nú er þessu hlutverki lokið. Hann er bæði lofaður og lastaður fyrir. Ísland er um þessar mundir að gera tilraun til að móta sér aðra ímynd og til að markaðssetja hana þarf annan forseta, annað andlit, nýja grímu. Það andlit Íslands þarf að byrja með hreint borð til að geta tekið trúverðugan þátt í nýrri stefnu og unnið að markmiðum hennar. Hver verður meginstefnan á næstu fjórum árum? Árið 1996 átti Ísland að verða miðstöð upplýsingatækni í heiminum. Árið 2003 miðstöð fjármála og þjónustu. Árið 2009 átti að markaðssetja Netríkið Ísland – fremst þjóða! Ef til vill verðum við sammála um nýja stefnu árið 2013 og þá um leið öðlast næsti forseti Íslands nýtt hlutverk til að fylgja henni eftir. Hvert hlutverkið verður – mér er það hulið. Ísland gæti orðið miðstöð ferðamála og þjónustu eða lífrænnar matarframleiðslu, miðstöð eldfjallagarða eða jafnréttis og fjölskyldugilda, miðstöð heilsulinda, hátækni eða land skapandi greina. Hvert sem það verður, þurfum við örugglega nýtt forsetaandlit til að vinna því brautargengi. Fyrir mér er það augljóst.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun