Lopapeysur og viðskiptahættir Regína Ásvaldsdóttir skrifar 9. júlí 2012 06:00 Að undanförnu hafa borist fréttir af framleiðslu ?íslensku? lopapeysunnar í Kína og Taívan og mótmælum, meðal annars frá Handprjónasambandi Íslands, þar sem þess er krafist að merkingar á peysunum séu skýrar. Íslenska lopapeysan er í hugum margra nátengd sögu handverks hér á landi, þótt sú saga sé ekki löng. Það má ef til vill bera hana saman við kampavínið en enginn framleiðandi freyðivíns má kalla vínið sitt því nafni, nema það komi frá Champagne-héraði. Deilur af þessum toga eru ekki nýjar af nálinni í viðskiptalífinu. Alþjóðavæðingin hefur opnað fyrir frjálst flæði vöru og þjónustu og íslenskir hönnuðir, eins og aðrir, velja í síauknum mæli að senda framleiðslu til láglaunasvæða, sérstaklega ef um magnframleiðslu er að ræða. Íslenskt handverksfólk getur snúið vörn í sókn til að auka samkeppnishæfni sína. Til dæmis með því að merkja rækilega framleiðsluferil lopapeysa sem eru prjónaðar hér á landi. Miðla upplýsingum um hvaða efni er notað í vöruna, hvernig hún er framleidd og hvar. Neytendur eru í vaxandi mæli farnir að huga að samfélagsábyrgð. Í því felst aðbúnaður og mannréttindi starfsmanna, siðareglur og góðir viðskiptahættir. Alþjóðleg samtök um samfélagsábyrgð eins og GRI, Global Reporting Initiative, hvetja fyrirtæki til að gera árlega skýrslu sem tekur á öllum þáttum í kringum framleiðslu á vöru eða þjónustu. Ef vara er framleidd á láglaunasvæðum þá er mikilvægt að upplýsa um það hver sé raunverulegur aðbúnaður starfsmanna. Góð viðmið eru meðal annars að launin séu í samræmi við meðallaun í viðkomandi landi. Stór fyrirtæki í framleiðslu á útivistarfatnaði, svo sem Patagonia, hafa verið til fyrirmyndar í skráningu upplýsinga af þessum toga. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hefur staðið fyrir námskeiði í samstarfi við GRI og fleiri eru fyrirhuguð, meðal annars kynningarnámskeið í september. Það er von okkar að með aukinni fræðslu og umræðu um samfélagsábyrgð fjölgi þeim fyrirtækjum sem skrá upplýsingar um framleiðsluferil á réttan og aðgengilegan hátt og taki þannig þátt í því að auðvelda neytendum að velja vörur og þjónustu út frá siðferðilegum viðmiðunum, rétt eins og fjárhagslegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa borist fréttir af framleiðslu ?íslensku? lopapeysunnar í Kína og Taívan og mótmælum, meðal annars frá Handprjónasambandi Íslands, þar sem þess er krafist að merkingar á peysunum séu skýrar. Íslenska lopapeysan er í hugum margra nátengd sögu handverks hér á landi, þótt sú saga sé ekki löng. Það má ef til vill bera hana saman við kampavínið en enginn framleiðandi freyðivíns má kalla vínið sitt því nafni, nema það komi frá Champagne-héraði. Deilur af þessum toga eru ekki nýjar af nálinni í viðskiptalífinu. Alþjóðavæðingin hefur opnað fyrir frjálst flæði vöru og þjónustu og íslenskir hönnuðir, eins og aðrir, velja í síauknum mæli að senda framleiðslu til láglaunasvæða, sérstaklega ef um magnframleiðslu er að ræða. Íslenskt handverksfólk getur snúið vörn í sókn til að auka samkeppnishæfni sína. Til dæmis með því að merkja rækilega framleiðsluferil lopapeysa sem eru prjónaðar hér á landi. Miðla upplýsingum um hvaða efni er notað í vöruna, hvernig hún er framleidd og hvar. Neytendur eru í vaxandi mæli farnir að huga að samfélagsábyrgð. Í því felst aðbúnaður og mannréttindi starfsmanna, siðareglur og góðir viðskiptahættir. Alþjóðleg samtök um samfélagsábyrgð eins og GRI, Global Reporting Initiative, hvetja fyrirtæki til að gera árlega skýrslu sem tekur á öllum þáttum í kringum framleiðslu á vöru eða þjónustu. Ef vara er framleidd á láglaunasvæðum þá er mikilvægt að upplýsa um það hver sé raunverulegur aðbúnaður starfsmanna. Góð viðmið eru meðal annars að launin séu í samræmi við meðallaun í viðkomandi landi. Stór fyrirtæki í framleiðslu á útivistarfatnaði, svo sem Patagonia, hafa verið til fyrirmyndar í skráningu upplýsinga af þessum toga. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hefur staðið fyrir námskeiði í samstarfi við GRI og fleiri eru fyrirhuguð, meðal annars kynningarnámskeið í september. Það er von okkar að með aukinni fræðslu og umræðu um samfélagsábyrgð fjölgi þeim fyrirtækjum sem skrá upplýsingar um framleiðsluferil á réttan og aðgengilegan hátt og taki þannig þátt í því að auðvelda neytendum að velja vörur og þjónustu út frá siðferðilegum viðmiðunum, rétt eins og fjárhagslegum.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar