Oliver Cromwell Sighvatur Björgvinsson skrifar 11. júlí 2012 06:00 Ferðumst nú saman við tveir (tvö) aftur í aldir. Aftur um svo sem eins og 370 ár. Nemum staðar á Bretlandseyjum. Nánar tiltekið í Lundúnaborg. Frá tímum Jóhanns, sem kallaður var landlausi, hafði breska ríkisvaldið í höndum kóngsins verið svona heldur á fallandi fæti. Samkomur, sem kallaðar voru þing, mynduðust við að koma í staðinn. Þóttust best til þess fallnar að stjórna þjóðinni. Einmitt um þetta leyti, fyrir á að giska 370 árum, var eitt slíkt búið að sitja á rökstólum í Lundúnaborg samfellt í þrjú ár og sagðist vera að þinga um þjóðarhag en náði engum árangri. Eilíft þras og rifrildi en engin niðurstaða. Breska þjóðin var því orðin þreytt og uppgefin. Enginn treysti þinginu. Þegar svo illa var komið vildi svo vel til fyrir bresku þjóðina að einn góðan veðurdag steig hugsjónamaður fram fyrir þingið á gólfi þingsalarins svona eins og um þingsetningu væri að ræða. Þingmenn voru hissa. Vissu ekki að neitt slíkt stæði til. Vissu ekki hvers væri að vænta. Héldu líklega að ræðumaður hygðist taka þátt í deilunum á þinginu, sem staðið höfðu í þrjú ár án nokkurrar niðurstöðu. En það gerði ræðumaður ekki. „Þið eruð einskis nýtir," sagði hann við þingmennina… „Þið náið engum árangri. Burtu með ykkur og gefið heiðarlegu fólki svigrúm til þess að láta til sín taka." Svo rak ræðumaður þingmennina út. Þeir voru nefnilega einskis nýtir. Ræðumaður þessi, sem kallaður hefði verið lýðforingi í Rómaveldi hinu gamla, tók síðan á sig þær þungu byrðar að stjórna bresku þjóðinni. Það þurfti hann að gera vegna þess að búið var að reka þingmennina enda þingið rúið öllu trausti, og enginn kóngur var lengur ínáanlegur á Bretlandseyjum rétt um þær mundir. Seðlabanki ekki starfandi. Ræðumaður tók sér heiðurstitil á ensku, „Lord Protector" – sem þýtt hefur verið á voru ástkæra og ylhýra máli sem „Verndari þjóðarinnar". Verndarinn sór þess eið að vernda þjóð sína fyrir rangsleitni þings og kóngs og illum utanaðkomandi og fjandsamlegum áhrifum útlendra þjóða, sem alltaf vilja heimaþjóðum illt eitt sama hvaða heimaþjóðir eiga í hlut. Oliver Cromwell hét þessi verndari bresku þjóðarinnar gegn þingi og kóngi og vondum útlendingum. Hann stjórnaði Bretum til dauðadags með styrkri hendi, þoldi ekkert mas né múður og hleypti hvorki þingi, kóngi né útlendingum upp á dekk. Frægur maður í breskri sögu. Svona var þetta nú þá, æruverðugi lesandi. En það er fjarska langt síðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ferðumst nú saman við tveir (tvö) aftur í aldir. Aftur um svo sem eins og 370 ár. Nemum staðar á Bretlandseyjum. Nánar tiltekið í Lundúnaborg. Frá tímum Jóhanns, sem kallaður var landlausi, hafði breska ríkisvaldið í höndum kóngsins verið svona heldur á fallandi fæti. Samkomur, sem kallaðar voru þing, mynduðust við að koma í staðinn. Þóttust best til þess fallnar að stjórna þjóðinni. Einmitt um þetta leyti, fyrir á að giska 370 árum, var eitt slíkt búið að sitja á rökstólum í Lundúnaborg samfellt í þrjú ár og sagðist vera að þinga um þjóðarhag en náði engum árangri. Eilíft þras og rifrildi en engin niðurstaða. Breska þjóðin var því orðin þreytt og uppgefin. Enginn treysti þinginu. Þegar svo illa var komið vildi svo vel til fyrir bresku þjóðina að einn góðan veðurdag steig hugsjónamaður fram fyrir þingið á gólfi þingsalarins svona eins og um þingsetningu væri að ræða. Þingmenn voru hissa. Vissu ekki að neitt slíkt stæði til. Vissu ekki hvers væri að vænta. Héldu líklega að ræðumaður hygðist taka þátt í deilunum á þinginu, sem staðið höfðu í þrjú ár án nokkurrar niðurstöðu. En það gerði ræðumaður ekki. „Þið eruð einskis nýtir," sagði hann við þingmennina… „Þið náið engum árangri. Burtu með ykkur og gefið heiðarlegu fólki svigrúm til þess að láta til sín taka." Svo rak ræðumaður þingmennina út. Þeir voru nefnilega einskis nýtir. Ræðumaður þessi, sem kallaður hefði verið lýðforingi í Rómaveldi hinu gamla, tók síðan á sig þær þungu byrðar að stjórna bresku þjóðinni. Það þurfti hann að gera vegna þess að búið var að reka þingmennina enda þingið rúið öllu trausti, og enginn kóngur var lengur ínáanlegur á Bretlandseyjum rétt um þær mundir. Seðlabanki ekki starfandi. Ræðumaður tók sér heiðurstitil á ensku, „Lord Protector" – sem þýtt hefur verið á voru ástkæra og ylhýra máli sem „Verndari þjóðarinnar". Verndarinn sór þess eið að vernda þjóð sína fyrir rangsleitni þings og kóngs og illum utanaðkomandi og fjandsamlegum áhrifum útlendra þjóða, sem alltaf vilja heimaþjóðum illt eitt sama hvaða heimaþjóðir eiga í hlut. Oliver Cromwell hét þessi verndari bresku þjóðarinnar gegn þingi og kóngi og vondum útlendingum. Hann stjórnaði Bretum til dauðadags með styrkri hendi, þoldi ekkert mas né múður og hleypti hvorki þingi, kóngi né útlendingum upp á dekk. Frægur maður í breskri sögu. Svona var þetta nú þá, æruverðugi lesandi. En það er fjarska langt síðan.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar