Skattgreiðendur urðu ekki fyrir tjóni Illugi Gunnarsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Uppgjör svokallaðra peningamarkaðssjóða hefur verið nokkuð til umræðu. Höfundur pistilsins “Frá degi til dags” kallaði eftir því að ég útskýrði þá fullyrðingu mína að fjármunir skattborgaranna hefðu ekki verið notaðir, þegar sá sjóður sem ég sat í stjórn hjá var gerður upp í kjölfar bankahrunsins. Það er mér bæði ljúft og skylt að gera. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar, um hvort fjármunir ríkissjóðs hefðu verið notaðir til þess að gera upp peningamarkaðssjóðina. Svar fjármálaráðherra var skýrt, engir fjármunir fóru úr ríkissjóði vegna uppgjörs peningamarkaðssjóðanna. Þessu til viðbótar er rétt að benda á að engar fjárhæðir má greiða úr ríkissjóði án heimilda í fjárlögum eða fjáraukalögum og fráleitt að ætla að einhvern veginn hafi verið hægt að taka peninga úr ríkissjóði án þess að það kæmi einhvers staðar fram. Jafnframt liggur fyrir að ríkið tók engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna þessa uppgjörs. Tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og sveitafélaga ávöxtuðu fjármuni sína í peningamarkaðssjóðum. Við uppgjör þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá varð niðurstaðan sú að sjóðsfélagar fengu endurgreidd tæplega 80% af inneign sinni. Uppgjörið þessara sjóða var gert þannig að hinir föllnu bankar, sem ríkið hafði tekið yfir, keyptu allar eignir þeirra að undangengnu verðmati. ESA hefur nú staðfest að sú ákvörðun var heimil. Á þeim tímapunkti hafði ríkið vissulega tekið yfir hina föllnu og gjaldþrota banka, og því er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þar með sé um ríkisstuðning að ræða. Íslenska ríkið er reyndar ósammála þeirri niðurstöðu eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi. Tveir hinna föllnu banka voru síðan afhendir kröfuhöfum þeirra, en Landsbankinn er enn í ríkiseign. Niðurstaðan er því þessi: Engir fjármunir voru greiddir úr ríkissjóði og engar skuldbindingar féllu á íslenska skattgreiðendur vegna uppgjörs þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá. Mögulegt tap sem varð vegna uppkaupa á eignum sjóðsins var að lokum borið af kröfuhöfum, sem tóku bankann yfir eftir að þetta uppgjör hafði farið fram. Skattgreiðendur voru því jafn settir, fyrir uppgjör og eftir, en kröfuhafarnir fengu minna fyrir sinn snúð þegar þeir fengu bankana afhenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Uppgjör svokallaðra peningamarkaðssjóða hefur verið nokkuð til umræðu. Höfundur pistilsins “Frá degi til dags” kallaði eftir því að ég útskýrði þá fullyrðingu mína að fjármunir skattborgaranna hefðu ekki verið notaðir, þegar sá sjóður sem ég sat í stjórn hjá var gerður upp í kjölfar bankahrunsins. Það er mér bæði ljúft og skylt að gera. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar, um hvort fjármunir ríkissjóðs hefðu verið notaðir til þess að gera upp peningamarkaðssjóðina. Svar fjármálaráðherra var skýrt, engir fjármunir fóru úr ríkissjóði vegna uppgjörs peningamarkaðssjóðanna. Þessu til viðbótar er rétt að benda á að engar fjárhæðir má greiða úr ríkissjóði án heimilda í fjárlögum eða fjáraukalögum og fráleitt að ætla að einhvern veginn hafi verið hægt að taka peninga úr ríkissjóði án þess að það kæmi einhvers staðar fram. Jafnframt liggur fyrir að ríkið tók engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna þessa uppgjörs. Tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og sveitafélaga ávöxtuðu fjármuni sína í peningamarkaðssjóðum. Við uppgjör þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá varð niðurstaðan sú að sjóðsfélagar fengu endurgreidd tæplega 80% af inneign sinni. Uppgjörið þessara sjóða var gert þannig að hinir föllnu bankar, sem ríkið hafði tekið yfir, keyptu allar eignir þeirra að undangengnu verðmati. ESA hefur nú staðfest að sú ákvörðun var heimil. Á þeim tímapunkti hafði ríkið vissulega tekið yfir hina föllnu og gjaldþrota banka, og því er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þar með sé um ríkisstuðning að ræða. Íslenska ríkið er reyndar ósammála þeirri niðurstöðu eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi. Tveir hinna föllnu banka voru síðan afhendir kröfuhöfum þeirra, en Landsbankinn er enn í ríkiseign. Niðurstaðan er því þessi: Engir fjármunir voru greiddir úr ríkissjóði og engar skuldbindingar féllu á íslenska skattgreiðendur vegna uppgjörs þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá. Mögulegt tap sem varð vegna uppkaupa á eignum sjóðsins var að lokum borið af kröfuhöfum, sem tóku bankann yfir eftir að þetta uppgjör hafði farið fram. Skattgreiðendur voru því jafn settir, fyrir uppgjör og eftir, en kröfuhafarnir fengu minna fyrir sinn snúð þegar þeir fengu bankana afhenta.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun