Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá Sighvatur Björgvinsson skrifar 13. september 2012 06:00 Jón Steinsson, hagfræðingur og áður ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki njóta nema 38% stuðnings þjóðarinnar þrátt fyrir þann mikla árangur, sem hún hafi náð við úrlausn erfiðra verkefna. Telur hann upp í grein í Fréttablaðinu mikinn árangur ríkisstjórnarinnar í sjö liðum, sem að sögn hagfræðingsins skipta verulega miklu máli um framtíðarvelferð þjóðarinnar. Ég er ekkert hissa. Hvenær hafa Íslendingar ráðstafað atkvæði sínu með hliðsjón af heilsufari ríkissjóðs? Hvenær hafa Íslendingar greitt atkvæði með hliðsjón af nafni þess sem stýrir Seðlabankanum eða hvað sá annars segir? Hvenær hafa Íslendingar látið það ráða atkvæði sínu hvort ríkisvald hafi einkavætt banka með eða án spillingar? Ég bara spyr! Hvenær hefur slíkt gerst? Á átján ára valdaskeiði frjálshyggjunnar? Einhvern tíma á árunum þar á undan? Spyrjum „Jón á förnum vegi". Hvað ræður afstöðu hans? Hann er reiður ríkisstjórninni því hún vildi ekki lækka skuldirnar hans (les: Láta einhverja aðra borga). Jón á förnum vegi telur sig eiga rétt á því vegna „forsendubrests". Jón kallar það „forsendubrest" að íslenska krónan hafi haldið áfram að falla árin 2007 og 2008 eins og hún hefur gert með svipuðum hætti alla þá áratugi, sem hún hefur verið til. Jón á förnum vegi er samt sem áður mikill stuðningsmaður krónunnar. Hann vill bara að samfélagið bæti sér upp hversu ónýtur pappír hún er. Ekki dregur það svo úr óánægju Jóns á förnum vegi með ríkisstjórnina að Palli nágranni, sem komist hafði á lista 16 þúsund vanskilamanna fyrir hrun, skyldi hafa fengið hluta skulda sinna niðurfelldan fyrir atbeina stjórnvalda. „Þessi óráðssíumaður, sem skuldaði öllum allt og átti aldrei neitt. Honum var hjálpað, en ekki mér." Palli nágranni er líka mjög ósáttur með ríkisstjórnina. Hann átti nefnilega kröfu á miklu meiri leiðréttingu en hann fékk! Allt ríkisstjórninni að kenna. „Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá." Þetta eru ekki bara pólitísk viðmið þeirra Jóns á röltinu og Palla nágranna. Lítum á forystusauði íslensks efnahagslífs. Samfélagið hefur verið og er enn að fella niður af þeim skuldakröfur upp á þúsundir milljóna króna. Byrðarnar bera ellilífeyrisþegar og öryrkjar með milligöngu lífeyrissjóðanna sem og skattborgarar og landsmenn allir í rýrðum lífskjörum og hrapandi kaupmætti. Hvað hafast þeir svo að, sem „fá"? Þeir koma fjármunum sínum í skattaskjól erlendis og skrá sjálfa sig til heimilis í Bretlandi, í Lúxemborg og í öðrum löndum. Til hvers? Til þess að komast hjá því að greiða skatta og gjöld til þess samfélags sem þeir eru að krefjast af að létti af þeim milljarðaskuldum. „Ég vil ekki borga. Ég vil bara fá." Er furða, þó eftir höfðinu dansi limirnir. Jón á röltinu og Palli nágranni eru ekki að gera neitt annað, en fyrir þeim er haft. Bara í miklu minna mæli. Af hverju? Af því að þeim gefst ekki kostur á meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Jón Steinsson, hagfræðingur og áður ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki njóta nema 38% stuðnings þjóðarinnar þrátt fyrir þann mikla árangur, sem hún hafi náð við úrlausn erfiðra verkefna. Telur hann upp í grein í Fréttablaðinu mikinn árangur ríkisstjórnarinnar í sjö liðum, sem að sögn hagfræðingsins skipta verulega miklu máli um framtíðarvelferð þjóðarinnar. Ég er ekkert hissa. Hvenær hafa Íslendingar ráðstafað atkvæði sínu með hliðsjón af heilsufari ríkissjóðs? Hvenær hafa Íslendingar greitt atkvæði með hliðsjón af nafni þess sem stýrir Seðlabankanum eða hvað sá annars segir? Hvenær hafa Íslendingar látið það ráða atkvæði sínu hvort ríkisvald hafi einkavætt banka með eða án spillingar? Ég bara spyr! Hvenær hefur slíkt gerst? Á átján ára valdaskeiði frjálshyggjunnar? Einhvern tíma á árunum þar á undan? Spyrjum „Jón á förnum vegi". Hvað ræður afstöðu hans? Hann er reiður ríkisstjórninni því hún vildi ekki lækka skuldirnar hans (les: Láta einhverja aðra borga). Jón á förnum vegi telur sig eiga rétt á því vegna „forsendubrests". Jón kallar það „forsendubrest" að íslenska krónan hafi haldið áfram að falla árin 2007 og 2008 eins og hún hefur gert með svipuðum hætti alla þá áratugi, sem hún hefur verið til. Jón á förnum vegi er samt sem áður mikill stuðningsmaður krónunnar. Hann vill bara að samfélagið bæti sér upp hversu ónýtur pappír hún er. Ekki dregur það svo úr óánægju Jóns á förnum vegi með ríkisstjórnina að Palli nágranni, sem komist hafði á lista 16 þúsund vanskilamanna fyrir hrun, skyldi hafa fengið hluta skulda sinna niðurfelldan fyrir atbeina stjórnvalda. „Þessi óráðssíumaður, sem skuldaði öllum allt og átti aldrei neitt. Honum var hjálpað, en ekki mér." Palli nágranni er líka mjög ósáttur með ríkisstjórnina. Hann átti nefnilega kröfu á miklu meiri leiðréttingu en hann fékk! Allt ríkisstjórninni að kenna. „Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá." Þetta eru ekki bara pólitísk viðmið þeirra Jóns á röltinu og Palla nágranna. Lítum á forystusauði íslensks efnahagslífs. Samfélagið hefur verið og er enn að fella niður af þeim skuldakröfur upp á þúsundir milljóna króna. Byrðarnar bera ellilífeyrisþegar og öryrkjar með milligöngu lífeyrissjóðanna sem og skattborgarar og landsmenn allir í rýrðum lífskjörum og hrapandi kaupmætti. Hvað hafast þeir svo að, sem „fá"? Þeir koma fjármunum sínum í skattaskjól erlendis og skrá sjálfa sig til heimilis í Bretlandi, í Lúxemborg og í öðrum löndum. Til hvers? Til þess að komast hjá því að greiða skatta og gjöld til þess samfélags sem þeir eru að krefjast af að létti af þeim milljarðaskuldum. „Ég vil ekki borga. Ég vil bara fá." Er furða, þó eftir höfðinu dansi limirnir. Jón á röltinu og Palli nágranni eru ekki að gera neitt annað, en fyrir þeim er haft. Bara í miklu minna mæli. Af hverju? Af því að þeim gefst ekki kostur á meiru.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun