Siðbót á Alþingi Mörður Árnason skrifar 27. september 2012 06:00 Í frumvarpi sem við Valgerður Bjarnadóttir og níu aðrir þingmenn höfum lagt fram á þinginu er gert ráð fyrir að alþingismenn hætti með öllu að skammta sér laun. Þetta er í þriðja sinn sem við Valgerður flytjum frumvarp um kjör þingmanna, og nú er von til að eitthvað gerist – vegna þess að margir þingmenn hafa undanfarið tekið undir gagnrýni í samfélaginu á ýmsar sporslur sem úthlutað er á þinginu. Nú síðast um gleraugu, heyrnartæki, líkamsrækt og svo framvegis aftan í sakleysislegu þingskapafrumvarpi núna í vor. Við leggjum til að allar ákvarðanir um laun þingmanna, svokallað þingfararkaup og tengdar greiðslur, verði framvegis í höndum Kjararáðs. Nú er ákvörðun um grunnlaun hjá Kjararáði, en í lögum um þingfararkaupið eru ákvæði um að alls kyns störfum og titlum á þinginu fylgi álagsgreiðslur, 5–30%. Formenn nefnda og þingflokka fá álag, formenn stjórnarandstöðuflokka, fólk í forsætisnefnd, varaformaður nefndar fær álag og meira að segja 2. varaformaður nefndar, titill sem var búinn til í fyrra í nánast fullkomnu tilgangsleysi, hann fær álag blessaður garmurinn. Staðan er núna þannig að um það bil 38 þingmenn fá svona álagsgreiðslu, af þeim 54 sem ekki sinna ráðherra- eða forsetastörfum. Bara 16 eru álagslausir – eins konar undirstétt á þinginu! Flutningsmenn frumvarpsins eru ekki einkum að hugsa um peningaþáttinn í þessu, heldur fyrst og fremst prinsippið. Annaðhvort tekur Alþingi á sig þá ábyrgð alla að ákveða laun þingmanna – eða felur öðrum, Kjararáðinu, að sjá um þetta allt. Núverandi ástand býr til feluleik með raunveruleg laun kjörinna fulltrúa. Það er í andstöðu við þá siðbót sem við erum að reyna í samfélaginu eftir hrun, og á að ljóma skærast á sjálfu Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Í frumvarpi sem við Valgerður Bjarnadóttir og níu aðrir þingmenn höfum lagt fram á þinginu er gert ráð fyrir að alþingismenn hætti með öllu að skammta sér laun. Þetta er í þriðja sinn sem við Valgerður flytjum frumvarp um kjör þingmanna, og nú er von til að eitthvað gerist – vegna þess að margir þingmenn hafa undanfarið tekið undir gagnrýni í samfélaginu á ýmsar sporslur sem úthlutað er á þinginu. Nú síðast um gleraugu, heyrnartæki, líkamsrækt og svo framvegis aftan í sakleysislegu þingskapafrumvarpi núna í vor. Við leggjum til að allar ákvarðanir um laun þingmanna, svokallað þingfararkaup og tengdar greiðslur, verði framvegis í höndum Kjararáðs. Nú er ákvörðun um grunnlaun hjá Kjararáði, en í lögum um þingfararkaupið eru ákvæði um að alls kyns störfum og titlum á þinginu fylgi álagsgreiðslur, 5–30%. Formenn nefnda og þingflokka fá álag, formenn stjórnarandstöðuflokka, fólk í forsætisnefnd, varaformaður nefndar fær álag og meira að segja 2. varaformaður nefndar, titill sem var búinn til í fyrra í nánast fullkomnu tilgangsleysi, hann fær álag blessaður garmurinn. Staðan er núna þannig að um það bil 38 þingmenn fá svona álagsgreiðslu, af þeim 54 sem ekki sinna ráðherra- eða forsetastörfum. Bara 16 eru álagslausir – eins konar undirstétt á þinginu! Flutningsmenn frumvarpsins eru ekki einkum að hugsa um peningaþáttinn í þessu, heldur fyrst og fremst prinsippið. Annaðhvort tekur Alþingi á sig þá ábyrgð alla að ákveða laun þingmanna – eða felur öðrum, Kjararáðinu, að sjá um þetta allt. Núverandi ástand býr til feluleik með raunveruleg laun kjörinna fulltrúa. Það er í andstöðu við þá siðbót sem við erum að reyna í samfélaginu eftir hrun, og á að ljóma skærast á sjálfu Alþingi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun