Að deyja úr kulda 24. október 2012 06:00 Fyrir ekki svo löngu rakst ég á gamlan félaga minn að austan. Leiðir höfðu skilið fyrir margt löngu en ég kallaði til hans í léttum tón eins og ég var vanur. Það var á þeim nótunum að ef hann gerði ekkert í sínum málum þá dræpi hann sig á þessu helvítis fylleríi alltaf hreint. „Sömuleiðis, helvítis Stöddarinn þinn," var svarið. Hann hló við – en við vissum báðir hvað klukkan sló. Við áttum síðan gott spjall áður en við kvöddumst. Auðvitað ætluðum við að hittast aftur fljótlega, þó við vissum báðir að það stæði í rauninni ekki til. Einhverjum vikum seinna varð hann úti. Hann lagðist til svefns á víðavangi og dó úr kulda. Þegar ég fékk þessar fréttir kom margt upp í hugann. Maður var fyrst og síðast dapur. Þvílík sóun! En ég velti því líka fyrir mér hversu margir væru í hans sporum. Ég rifja þetta upp núna af því að velferðarsvið Reykjavíkurborgar birti á mánudaginn skýrslu um fjölda og aðstæður útigangsfólks – og þar var svarið við spurningunni innan um alls konar aðra tölfræði. Skýrslan er merkileg fyrir margra hluta sakir, en niðurstöðutalan er skelfileg. Þau eru 179, sem teljast til þessa hóps samkvæmt skýrslunni, en eru sennilega nokkru fleiri. Það er erfitt að meðtaka þessar upplýsingar, eins og reyndar alltaf þegar tölfræði um neyð fólks birtist á prenti – en prófaðu samt að telja upp að 179. Það hjálpar. Nú er það svo að SÁÁ stendur þessa dagana fyrir átaki undir yfirskriftinni Betra líf. Í tillögum frá þeirra hendi er lagt til að úrræði verði þróuð til að koma þessum hópi til hjálpar. Í þessu felst einfaldlega að þessu fárveika fólki sé sýnd sú mannúð og það réttlæti sem það á heimtingu á. Þetta snýst nefnilega um mannréttindi, sem okkur hinum, eðlilega, er tamt að halda á lofti þegar við teljum að á okkur hafi verið brotið. Í skrifum forsvarsmanns SÁÁ vegna átaksins kemur fram einfaldur en hrollkaldur sannleikur: Það eru ekki veikasta fólkið af því að það er lakast; það er veikast af því að við bjóðum því ekki upp á úrræði í samhengi við stöðu þess. Og ef ég skil þetta allt rétt þá snýst þetta fyrst og síðast um einfalda hluti. Að þurfa ekki að búa sér rúm úti á Granda og deyja úr kulda, er bara eitt dæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Svavar Hávarðsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun
Fyrir ekki svo löngu rakst ég á gamlan félaga minn að austan. Leiðir höfðu skilið fyrir margt löngu en ég kallaði til hans í léttum tón eins og ég var vanur. Það var á þeim nótunum að ef hann gerði ekkert í sínum málum þá dræpi hann sig á þessu helvítis fylleríi alltaf hreint. „Sömuleiðis, helvítis Stöddarinn þinn," var svarið. Hann hló við – en við vissum báðir hvað klukkan sló. Við áttum síðan gott spjall áður en við kvöddumst. Auðvitað ætluðum við að hittast aftur fljótlega, þó við vissum báðir að það stæði í rauninni ekki til. Einhverjum vikum seinna varð hann úti. Hann lagðist til svefns á víðavangi og dó úr kulda. Þegar ég fékk þessar fréttir kom margt upp í hugann. Maður var fyrst og síðast dapur. Þvílík sóun! En ég velti því líka fyrir mér hversu margir væru í hans sporum. Ég rifja þetta upp núna af því að velferðarsvið Reykjavíkurborgar birti á mánudaginn skýrslu um fjölda og aðstæður útigangsfólks – og þar var svarið við spurningunni innan um alls konar aðra tölfræði. Skýrslan er merkileg fyrir margra hluta sakir, en niðurstöðutalan er skelfileg. Þau eru 179, sem teljast til þessa hóps samkvæmt skýrslunni, en eru sennilega nokkru fleiri. Það er erfitt að meðtaka þessar upplýsingar, eins og reyndar alltaf þegar tölfræði um neyð fólks birtist á prenti – en prófaðu samt að telja upp að 179. Það hjálpar. Nú er það svo að SÁÁ stendur þessa dagana fyrir átaki undir yfirskriftinni Betra líf. Í tillögum frá þeirra hendi er lagt til að úrræði verði þróuð til að koma þessum hópi til hjálpar. Í þessu felst einfaldlega að þessu fárveika fólki sé sýnd sú mannúð og það réttlæti sem það á heimtingu á. Þetta snýst nefnilega um mannréttindi, sem okkur hinum, eðlilega, er tamt að halda á lofti þegar við teljum að á okkur hafi verið brotið. Í skrifum forsvarsmanns SÁÁ vegna átaksins kemur fram einfaldur en hrollkaldur sannleikur: Það eru ekki veikasta fólkið af því að það er lakast; það er veikast af því að við bjóðum því ekki upp á úrræði í samhengi við stöðu þess. Og ef ég skil þetta allt rétt þá snýst þetta fyrst og síðast um einfalda hluti. Að þurfa ekki að búa sér rúm úti á Granda og deyja úr kulda, er bara eitt dæmi.