Öllum frá Iceland Express sagt upp störfum hjá Wow Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 30. október 2012 08:00 WOW Þota Airbus A320 farþegaþota Wow air. Öllum flugfreyjum og flugþjónum sem störfuðu hjá Iceland Express hefur verið sagt upp störfum, eftir að Wow Air tók fyrirtækið yfir. Starfsfólkinu var tilkynnt þetta á fundi á föstudag. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow Air, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann staðfesti einnig að öllum flugmönnum hefði verið sagt upp störfum, en þeir störfuðu fyrir flugrekanda Iceland Express, Holidays Czech Airlines. Þá hefur fólki úr öllum deildum fyrirtækisins verið sagt upp, en einhverjir verða ráðnir til starfa hjá Wow. Því er ekki hægt að segja með vissu hversu margir missa vinnuna. „Auðvitað er þetta mjög leiðinlegt, að þurfa að standa frammi fyrir því að horfa á eftir mörgu góðu fólki, en þetta er óhjákvæmileg afleiðing af svona yfirtöku,“ sagði Skúli í gærkvöldi. Starfsfólkið hafði ekki farið í loftið síðan Wow tók rekstur Iceland Express yfir fyrr í mánuðinum. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, var rúmlega þrjátíu flugfreyjum og -þjónum sem eru í félaginu sagt upp störfum. Hún segir félagið harma að svo stór hluti félagsmanna skuli missa vinnuna. Félagið muni sjá til þess að uppgjör við starfsfólkið verði eins og það á að vera. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Wow skipt um flugrekanda. Fyrirtækið hefur bæði slitið samningi Iceland Express við tékkneska fyrirtækið Holidays Czech Airlines og eigin samningi við Avion Express og samið við búlgarskan flugrekanda í staðinn. Iceland Express samdi við tékkneska fyrirtækið í mars á þessu ári og var samningurinn til næsta vors. Bæði fyrirtækin voru með tvær Airbusvélar í leigu. „Ég get staðfest að það er ný Airbus-vél á leiðinni,“ sagði Skúli. Ekki væri búið að ganga frá samningsmálum við flugrekanda, en hann sagðist ætla að tjá sig um þau mál í dag. WOW Air Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Öllum flugfreyjum og flugþjónum sem störfuðu hjá Iceland Express hefur verið sagt upp störfum, eftir að Wow Air tók fyrirtækið yfir. Starfsfólkinu var tilkynnt þetta á fundi á föstudag. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow Air, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann staðfesti einnig að öllum flugmönnum hefði verið sagt upp störfum, en þeir störfuðu fyrir flugrekanda Iceland Express, Holidays Czech Airlines. Þá hefur fólki úr öllum deildum fyrirtækisins verið sagt upp, en einhverjir verða ráðnir til starfa hjá Wow. Því er ekki hægt að segja með vissu hversu margir missa vinnuna. „Auðvitað er þetta mjög leiðinlegt, að þurfa að standa frammi fyrir því að horfa á eftir mörgu góðu fólki, en þetta er óhjákvæmileg afleiðing af svona yfirtöku,“ sagði Skúli í gærkvöldi. Starfsfólkið hafði ekki farið í loftið síðan Wow tók rekstur Iceland Express yfir fyrr í mánuðinum. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, var rúmlega þrjátíu flugfreyjum og -þjónum sem eru í félaginu sagt upp störfum. Hún segir félagið harma að svo stór hluti félagsmanna skuli missa vinnuna. Félagið muni sjá til þess að uppgjör við starfsfólkið verði eins og það á að vera. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Wow skipt um flugrekanda. Fyrirtækið hefur bæði slitið samningi Iceland Express við tékkneska fyrirtækið Holidays Czech Airlines og eigin samningi við Avion Express og samið við búlgarskan flugrekanda í staðinn. Iceland Express samdi við tékkneska fyrirtækið í mars á þessu ári og var samningurinn til næsta vors. Bæði fyrirtækin voru með tvær Airbusvélar í leigu. „Ég get staðfest að það er ný Airbus-vél á leiðinni,“ sagði Skúli. Ekki væri búið að ganga frá samningsmálum við flugrekanda, en hann sagðist ætla að tjá sig um þau mál í dag.
WOW Air Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent