Íslendingarnir eiga að draga vagninn fyrir KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2012 07:00 Uppöldu KR-ingarnir og landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson eiga að vera í aðalhlutverki hjá KR. Þeir eru hér með Böðvari formanni. Fréttablaðið/Ernir KR var spáð titlinum fyrir tímabilið í Dominos-deild karla en það hefur verið lítill meistarabragur á Vesturbæingum í upphafi vetrar. 41 stigs tap á heimavelli fyrir Snæfelli særði stolt KR-inga sem síðan töpuðu í kjölfarið fyrir 1. deildarliði Hamars í Lengjubikarnum. Í kvöld bíður svo erfiður leikur í Þorlákshöfn gegn Þór. „Það er engin krísa í Vesturbænum. Menn eru að anda með nefinu enda er mótið rétt að byrja. Það verður enginn meistari í byrjun nóvember. Ef þörf er á verða teknar einhverjar ákvarðanir en þær liggja ekki á borðinu núna," segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. „Auðvitað taka menn það inn á sig að tapa leikjum. Skellurinn gegn Snæfelli var högg. Það er gott að eiga alvöru leik fram undan svo menn geti snúið þessu við." Útlendingarnir ekki staðið undir væntingumÚtlendingarnir í liði KR, Keagan Bell og Danero Thomas, hafa engan veginn staðið undir væntingum. Bell hefur til að mynda aðeins skorað tvö stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum. „Útlendingarnir hafa vissulega ekki staðið undir væntingum. Eins og við lögðum þetta samt upp í haust eru útlendingarnir hluti af liðsheildinni. Við vildum ekki útlendinga til að draga vagninn eins og í flestum öðrum liðum þar sem þeir taka 60 til 70 prósent af skotunum. Það má ekki gleyma því að við erum með þrjá landsliðsmenn í okkar liði og marga aðra lipra íslenska stráka. Ég neita að trúa því að við þurfum tvær kanónur frá Bandaríkjunum til að draga vagninn fyrir okkur. Ég veit að það býr miklu meira í okkar strákum," segir Böðvar um þá hugmyndafræði sem KR er að vinna eftir í vetur en hún er afar áhugaverð. „Við erum ekki með dýra Kana. Við fengum Helga Má og Brynjar Þór til liðs við okkur og viljum gera eins vel við okkar menn og við getum. Við erum ekki að spara heldur að búa til lið þar sem íslensku leikmennirnir draga vagninn. Kannski gengur það ekki en ég trúi því að strákarnir sýni mér að það sé hægt." Rétt ákvörðun að ráða HelgaKR tók þá ákvörðun að gera Helga Má Magnússon að spilandi þjálfara. Helgi hefur enga reynslu af þjálfun og margir settu spurningamerki við þá aðgerð. „Við erum á því að það hafi verið rétt ákvörðun og stöndum og föllum með henni. Helgi er þrautreyndur landsliðsmaður og sterkur karakter sem allir bera virðingu fyrir. Hann er svo með Gunnar Sverrisson sér til aðstoðar. Þetta eru góðir menn," segir Böðvar og bendir á að undirbúningstímabil KR hafi verið í styttri kantinum út af landsliðsverkefnum. Það hafi sitt að segja. Dominos-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
KR var spáð titlinum fyrir tímabilið í Dominos-deild karla en það hefur verið lítill meistarabragur á Vesturbæingum í upphafi vetrar. 41 stigs tap á heimavelli fyrir Snæfelli særði stolt KR-inga sem síðan töpuðu í kjölfarið fyrir 1. deildarliði Hamars í Lengjubikarnum. Í kvöld bíður svo erfiður leikur í Þorlákshöfn gegn Þór. „Það er engin krísa í Vesturbænum. Menn eru að anda með nefinu enda er mótið rétt að byrja. Það verður enginn meistari í byrjun nóvember. Ef þörf er á verða teknar einhverjar ákvarðanir en þær liggja ekki á borðinu núna," segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. „Auðvitað taka menn það inn á sig að tapa leikjum. Skellurinn gegn Snæfelli var högg. Það er gott að eiga alvöru leik fram undan svo menn geti snúið þessu við." Útlendingarnir ekki staðið undir væntingumÚtlendingarnir í liði KR, Keagan Bell og Danero Thomas, hafa engan veginn staðið undir væntingum. Bell hefur til að mynda aðeins skorað tvö stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum. „Útlendingarnir hafa vissulega ekki staðið undir væntingum. Eins og við lögðum þetta samt upp í haust eru útlendingarnir hluti af liðsheildinni. Við vildum ekki útlendinga til að draga vagninn eins og í flestum öðrum liðum þar sem þeir taka 60 til 70 prósent af skotunum. Það má ekki gleyma því að við erum með þrjá landsliðsmenn í okkar liði og marga aðra lipra íslenska stráka. Ég neita að trúa því að við þurfum tvær kanónur frá Bandaríkjunum til að draga vagninn fyrir okkur. Ég veit að það býr miklu meira í okkar strákum," segir Böðvar um þá hugmyndafræði sem KR er að vinna eftir í vetur en hún er afar áhugaverð. „Við erum ekki með dýra Kana. Við fengum Helga Má og Brynjar Þór til liðs við okkur og viljum gera eins vel við okkar menn og við getum. Við erum ekki að spara heldur að búa til lið þar sem íslensku leikmennirnir draga vagninn. Kannski gengur það ekki en ég trúi því að strákarnir sýni mér að það sé hægt." Rétt ákvörðun að ráða HelgaKR tók þá ákvörðun að gera Helga Má Magnússon að spilandi þjálfara. Helgi hefur enga reynslu af þjálfun og margir settu spurningamerki við þá aðgerð. „Við erum á því að það hafi verið rétt ákvörðun og stöndum og föllum með henni. Helgi er þrautreyndur landsliðsmaður og sterkur karakter sem allir bera virðingu fyrir. Hann er svo með Gunnar Sverrisson sér til aðstoðar. Þetta eru góðir menn," segir Böðvar og bendir á að undirbúningstímabil KR hafi verið í styttri kantinum út af landsliðsverkefnum. Það hafi sitt að segja.
Dominos-deild karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira