Anton Sveinn McKee mun ekki keppa á EM í 25 m laug sem fer fram í Frakklandi síðar í mánuðinum. Hann missti úr eina viku í æfingum eftir að hafa runnið til í fjallgöngu.
„Við vorum að labba niður Botnsúlur í Hvalfirðinum þegar ég rann á íshellu. Ég rann niður einhverja metra og lenti á grjóti," sagði Anton sem fékk skekkju á spjaldhrygginn við fallið.
„Það var lagað í sjúkraþjálfun en þar sem ég missti úr æfingar í eina viku taldi ég mig ekki tilbúinn fyrir EM, enda tekur tíma að komast aftur í sitt besta form. Ég dró mig því úr hópnum og verð því heima og æfi í staðinn."
Hann segist gera nokkuð af því að labba á fjöll. „Við félagarnir í bekknum höfum farið nokkrum sinum – þetta er skemmtileg útivist," segir hann en Anton Sveinn keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum í sumar. Hann er átján ára gamall.
Rann á íshellu í fjallgöngu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn



Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn
