Einar Ingi spáir að Ingi og Benni mætist í úrslitaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2012 06:00 Þorleifur Ólafsson getur lyft lengjubikarnum í þriðja sinn á fjórum árum Fréttablaðið/Stefán Það verður körfuboltaveisla í Stykkishólmi í kvöld og á morgun þegar úrslitahelgi Lengjubikarsins fer í fyrsta sinn fram utan suðvesturshornsins. Snæfellingar eru í hlutverki gestgjafans en þeir eiga möguleika á að vinna þessa keppni í þriðja sinn frá 2007. „Ég tippa á að það verði dunkarnir tveir úr Vesturbænum sem mætast í úrslitaleiknum," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar Árni er þarna að tala um jafnaldrana og æskufélagana Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, og Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórs. Tindastóll situr í neðsta sæti Dominos-deildarinnar en hefur bitið frá sér í þessari keppni. Öll hin liðin í úrslitunum, Snæfell, Grindavík og Þór, eru meðal efstu fjögurra liðanna eftir fyrstu sjö umferðirnar. Tindastóll mætir Þór í fyrri undanúrslitaleik dagsins sem hefst klukkan 18.30. „Tindastóll er lið sem fór seint af stað og eins og svo oft áður þá eru þeir að styrkjast jafnt og þétt. Ég hefði alveg verið tilbúinn að mæta þeim í deildinni fyrir löngu síðan. Ég á þá í desember og veit að ég mun fá þá í sínum besta gír. Þetta verður langt frá því að vera eitthvað auðvelt fyrir Þórsarana," sagði Einar Árni. „Ég held að báðir leikirnir verði járn í járn sem er svolítið saga tímabilsins. Það hafa fleiri leikir en færri verið jafnir fram á síðustu sekúndur. Ég sé ekki fyrir mér einhverja stórsigra," segir Einar en hvað með uppgjör Snæfells og Grindavíkur sem mætast klukkan 20.30. „Hólmararnir eru hrikalega erfiðir á heimavelli. Það er eins og vinstri höndin á Nonna sjái stærri körfu þar. Þeir hitta alltaf svakalega vel þar og eru bara gríðarlega erfiðir heim að sækja," sagði Einar Árni og er þarna að tala um Snæfellinginn Jón Ólaf Jónsson sem hefur spilað afar vel í vetur. Snæfell er annað félagið sem fær Lengjubikarúrslitin á heimavelli en Keflvíkingar voru í sömu stöðu árið 2002 og unnu þá titilinn. „Ég held að heimavöllurinn eigi eftir að hjálpa pínulítið í þetta skiptið en ég yrði samt ekkert hissa ef Grindavík tæki sigurinn," sagði Einar Árni en Grindavík vann 110-102 sigur á Snæfelli þegar liðin mættust í 27 þrista leik í Grindavík í október. Úrslitaleikurinn fer fram klukkan 16.00 á morgun en Grindvíkingar gætu þar spilað sinn fjórða úrslitaleik í þessari keppni á síðustu fimm árum. Þór hefur aldrei unnið stóran titil í meistaraflokki en Tindastóll vann hins vegar þessa keppni fyrir þrettán árum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Það verður körfuboltaveisla í Stykkishólmi í kvöld og á morgun þegar úrslitahelgi Lengjubikarsins fer í fyrsta sinn fram utan suðvesturshornsins. Snæfellingar eru í hlutverki gestgjafans en þeir eiga möguleika á að vinna þessa keppni í þriðja sinn frá 2007. „Ég tippa á að það verði dunkarnir tveir úr Vesturbænum sem mætast í úrslitaleiknum," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur. Einar Árni er þarna að tala um jafnaldrana og æskufélagana Inga Þór Steinþórsson, þjálfara Snæfells, og Benedikt Guðmundsson, þjálfara Þórs. Tindastóll situr í neðsta sæti Dominos-deildarinnar en hefur bitið frá sér í þessari keppni. Öll hin liðin í úrslitunum, Snæfell, Grindavík og Þór, eru meðal efstu fjögurra liðanna eftir fyrstu sjö umferðirnar. Tindastóll mætir Þór í fyrri undanúrslitaleik dagsins sem hefst klukkan 18.30. „Tindastóll er lið sem fór seint af stað og eins og svo oft áður þá eru þeir að styrkjast jafnt og þétt. Ég hefði alveg verið tilbúinn að mæta þeim í deildinni fyrir löngu síðan. Ég á þá í desember og veit að ég mun fá þá í sínum besta gír. Þetta verður langt frá því að vera eitthvað auðvelt fyrir Þórsarana," sagði Einar Árni. „Ég held að báðir leikirnir verði járn í járn sem er svolítið saga tímabilsins. Það hafa fleiri leikir en færri verið jafnir fram á síðustu sekúndur. Ég sé ekki fyrir mér einhverja stórsigra," segir Einar en hvað með uppgjör Snæfells og Grindavíkur sem mætast klukkan 20.30. „Hólmararnir eru hrikalega erfiðir á heimavelli. Það er eins og vinstri höndin á Nonna sjái stærri körfu þar. Þeir hitta alltaf svakalega vel þar og eru bara gríðarlega erfiðir heim að sækja," sagði Einar Árni og er þarna að tala um Snæfellinginn Jón Ólaf Jónsson sem hefur spilað afar vel í vetur. Snæfell er annað félagið sem fær Lengjubikarúrslitin á heimavelli en Keflvíkingar voru í sömu stöðu árið 2002 og unnu þá titilinn. „Ég held að heimavöllurinn eigi eftir að hjálpa pínulítið í þetta skiptið en ég yrði samt ekkert hissa ef Grindavík tæki sigurinn," sagði Einar Árni en Grindavík vann 110-102 sigur á Snæfelli þegar liðin mættust í 27 þrista leik í Grindavík í október. Úrslitaleikurinn fer fram klukkan 16.00 á morgun en Grindvíkingar gætu þar spilað sinn fjórða úrslitaleik í þessari keppni á síðustu fimm árum. Þór hefur aldrei unnið stóran titil í meistaraflokki en Tindastóll vann hins vegar þessa keppni fyrir þrettán árum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira