Enn betri reglugerð Svandís Svavarsdóttir skrifar 6. desember 2012 07:00 Árið 2010 hófst endurskoðun byggingarreglugerðar á grundvelli nýrra mannvirkjalaga en í nefndinni áttu sæti einn verkfræðingur og tveir arkitektar. Því næst voru 60 sérfræðingar tilnefndir af rúmlega 15 hagsmunaaðilum og átta samráðshópar fjölluðu um mismunandi kafla en í hverjum hópi voru haldnir minnst átta fundir. Um er að ræða yfirgripsmikið verk sem margir hafa komið að og lá reglugerðin fyrir um síðustu áramót í núverandi mynd. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi og brýnt að vel takist til. Reglugerðin endurspeglar metnað, ekki síst í þágu algildrar hönnunar og aðgengis eins og best gerist. Hljóðvistarkröfur eru auknar og áhersla á gæði og eftirlit eykst til muna. Sérstakan kafla er að finna um stúdentaíbúðir sem gegna óumdeilanlega sérstöðu á íbúðamarkaði. Á yfirstandandi ári hafa fjölmargir kynningarfundir verið haldnir og mikil umræða hefur orðið um reglugerðina í fjölmiðlum og meðal hagsmunasamtaka. Þetta er vel og er mikilvægt að hlusta eftir þeim röddum sem fram hafa komið. Ég tel í því ljósi rétt að gera nokkrar vel rökstuddar breytingar á reglugerðinni, bæði efnislegar en ekki síður tæknilegar, sem og breytingar er varða nálgun og sveigjanleika. Með þessum breytingum er þess vænst að kostnaðaraukinn sem af heildarendurskoðuninni stafar verði í lágmarki. Ég hef tekið ákvörðun um að endurskoða ákvæði er varða einangrun byggingarhluta en umræðan hefur leitt í ljós að meiri tíma þarf til samráðs áður en frekari skref verði tekin í átt að betri nýtingu orkuauðlinda okkar varðandi húshitun. Einnig verður liðkað enn frekar fyrir ákvæðum um rýmisstærðir svo að hægt sé að byggja minni íbúðir. Almennt má segja að breytingarnar feli í sér meiri sveigjanleika fyrir hönnuði og arkitekta til að ná markmiðum um algilda hönnun og aðgengi. Í umræðunni hefur sérstaklega borið á áhyggjum af kostnaðarauka vegna ákvæða um algilda hönnun en með breytingunum verða þau ákvæði skýrð betur og lagfærð til að auka hagkvæmni og tryggja skýrleika og skilvirkni og draga úr kostnaðaráhrifum. Ég vænti þess að þeir fjölmörgu aðilar sem styðjast við byggingarreglugerð í sínu daglega starfi taki höndum saman um að framkvæmdin verði til góðs fyrir almannahagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Árið 2010 hófst endurskoðun byggingarreglugerðar á grundvelli nýrra mannvirkjalaga en í nefndinni áttu sæti einn verkfræðingur og tveir arkitektar. Því næst voru 60 sérfræðingar tilnefndir af rúmlega 15 hagsmunaaðilum og átta samráðshópar fjölluðu um mismunandi kafla en í hverjum hópi voru haldnir minnst átta fundir. Um er að ræða yfirgripsmikið verk sem margir hafa komið að og lá reglugerðin fyrir um síðustu áramót í núverandi mynd. Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi og brýnt að vel takist til. Reglugerðin endurspeglar metnað, ekki síst í þágu algildrar hönnunar og aðgengis eins og best gerist. Hljóðvistarkröfur eru auknar og áhersla á gæði og eftirlit eykst til muna. Sérstakan kafla er að finna um stúdentaíbúðir sem gegna óumdeilanlega sérstöðu á íbúðamarkaði. Á yfirstandandi ári hafa fjölmargir kynningarfundir verið haldnir og mikil umræða hefur orðið um reglugerðina í fjölmiðlum og meðal hagsmunasamtaka. Þetta er vel og er mikilvægt að hlusta eftir þeim röddum sem fram hafa komið. Ég tel í því ljósi rétt að gera nokkrar vel rökstuddar breytingar á reglugerðinni, bæði efnislegar en ekki síður tæknilegar, sem og breytingar er varða nálgun og sveigjanleika. Með þessum breytingum er þess vænst að kostnaðaraukinn sem af heildarendurskoðuninni stafar verði í lágmarki. Ég hef tekið ákvörðun um að endurskoða ákvæði er varða einangrun byggingarhluta en umræðan hefur leitt í ljós að meiri tíma þarf til samráðs áður en frekari skref verði tekin í átt að betri nýtingu orkuauðlinda okkar varðandi húshitun. Einnig verður liðkað enn frekar fyrir ákvæðum um rýmisstærðir svo að hægt sé að byggja minni íbúðir. Almennt má segja að breytingarnar feli í sér meiri sveigjanleika fyrir hönnuði og arkitekta til að ná markmiðum um algilda hönnun og aðgengi. Í umræðunni hefur sérstaklega borið á áhyggjum af kostnaðarauka vegna ákvæða um algilda hönnun en með breytingunum verða þau ákvæði skýrð betur og lagfærð til að auka hagkvæmni og tryggja skýrleika og skilvirkni og draga úr kostnaðaráhrifum. Ég vænti þess að þeir fjölmörgu aðilar sem styðjast við byggingarreglugerð í sínu daglega starfi taki höndum saman um að framkvæmdin verði til góðs fyrir almannahagsmuni.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar