Orkunotkun eykst með breyttu veðurfari Helga María Heiðarsdóttir skrifar 14. desember 2012 06:00 Breytingar á veðurfari vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er staðreynd. Í dag eru fáir loftslagsvísindamenn sem mótmæla henni og kemur það skýrt fram í skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Mörgum finnst hugtakið loftslagsbreytingar flókið og enn fleiri tengja það einungis við hlýnun jarðar, en sú er ekki raunin. Hugtakið hlýnun jarðar (e. global warming) festist í sessi en hugtakið veðurfars- og/eða loftslagsbreytingar (e. climate change) lýsir betur því er á sér stað og ætti því frekar að nota það hugtak. Á sumum svæðum mun hlýna mikið og annars staðar gæti kólnað, en öfgar í veðurfari eru að aukast. Hita- og kuldamet eru slegin, úrkoma verður sums staðar meiri en nú en annars staðar minni og einnig má minnast á aukna tíðni storma. Þetta er meðal annars bersýnilega að koma í ljós í Norður-Ameríku og á Íslandi. Vísindamenn vinna nú að því að auka skilning á líklegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Ýmis ríki, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að huga að því að draga úr neikvæðum afleiðingum breytinganna. Þjóðir heims verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (m.a. minnka útblástur CO2) og auk þess aðlaga samfélagið í heild að breytingum. Með því að draga úr losuninni má seinka og jafnvel hamla hinum ýmsu neikvæðu afleiðingum loftslagsbreytinga. Jöklar Íslands munu minnka og þannig verða áhrif loftslagsbreytingar hérlendis mjög sýnileg. Ein afleiðing veðurfarsbreytinga á Íslandi er því aukið og breytt rennsli jökuláa vegna aukinnar bráðnunar. Þetta aukna rennsli mun þó ekki vara lengi, því þegar jöklarnir hverfa þá hverfa jökulárnar með þeim.Aukin orkunotkun Orkunotkun mun aukast með breyttu veðurfari, á þeim stöðum þar sem hlýnar þarf aukna kælingu, en upphitun þar sem kólnar, á þurrkasvæðum verður að vökva ræktunarsvæði. Framleiðsla rafmagns með vatnsafli er kölluð „græn“ orkuvinnsla vegna þess að henni fylgir lítil losun gróðurhúsalofttegunda. Nú þegar styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst með hverju ári líta mörg lönd til þess að virkja vatnsafl og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og á alþjóðavettvangi er hvatt til nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. Um 85% af orkunotkun heimsins fást nú frá brennslu jarðefna, sem er langt frá því að teljast umhverfisvænn kostur. Hins vegar eru 85% orkunotkunar Íslendinga fengin frá endurnýjanlegum orkulindum og um 95% raforku á Íslandi eru framleidd með vatnsorku. Er það mín von að Ísland verði í fararbroddi þeirra þjóða sem vinna gegn loftslagsbreytingum og að einn dag munum við ná okkar hlutfalli upp í 100%. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Breytingar á veðurfari vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti er staðreynd. Í dag eru fáir loftslagsvísindamenn sem mótmæla henni og kemur það skýrt fram í skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC). Mörgum finnst hugtakið loftslagsbreytingar flókið og enn fleiri tengja það einungis við hlýnun jarðar, en sú er ekki raunin. Hugtakið hlýnun jarðar (e. global warming) festist í sessi en hugtakið veðurfars- og/eða loftslagsbreytingar (e. climate change) lýsir betur því er á sér stað og ætti því frekar að nota það hugtak. Á sumum svæðum mun hlýna mikið og annars staðar gæti kólnað, en öfgar í veðurfari eru að aukast. Hita- og kuldamet eru slegin, úrkoma verður sums staðar meiri en nú en annars staðar minni og einnig má minnast á aukna tíðni storma. Þetta er meðal annars bersýnilega að koma í ljós í Norður-Ameríku og á Íslandi. Vísindamenn vinna nú að því að auka skilning á líklegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Ýmis ríki, fyrirtæki og einstaklingar þurfa að huga að því að draga úr neikvæðum afleiðingum breytinganna. Þjóðir heims verða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (m.a. minnka útblástur CO2) og auk þess aðlaga samfélagið í heild að breytingum. Með því að draga úr losuninni má seinka og jafnvel hamla hinum ýmsu neikvæðu afleiðingum loftslagsbreytinga. Jöklar Íslands munu minnka og þannig verða áhrif loftslagsbreytingar hérlendis mjög sýnileg. Ein afleiðing veðurfarsbreytinga á Íslandi er því aukið og breytt rennsli jökuláa vegna aukinnar bráðnunar. Þetta aukna rennsli mun þó ekki vara lengi, því þegar jöklarnir hverfa þá hverfa jökulárnar með þeim.Aukin orkunotkun Orkunotkun mun aukast með breyttu veðurfari, á þeim stöðum þar sem hlýnar þarf aukna kælingu, en upphitun þar sem kólnar, á þurrkasvæðum verður að vökva ræktunarsvæði. Framleiðsla rafmagns með vatnsafli er kölluð „græn“ orkuvinnsla vegna þess að henni fylgir lítil losun gróðurhúsalofttegunda. Nú þegar styrkur gróðurhúsalofttegunda eykst með hverju ári líta mörg lönd til þess að virkja vatnsafl og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, og á alþjóðavettvangi er hvatt til nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa. Um 85% af orkunotkun heimsins fást nú frá brennslu jarðefna, sem er langt frá því að teljast umhverfisvænn kostur. Hins vegar eru 85% orkunotkunar Íslendinga fengin frá endurnýjanlegum orkulindum og um 95% raforku á Íslandi eru framleidd með vatnsorku. Er það mín von að Ísland verði í fararbroddi þeirra þjóða sem vinna gegn loftslagsbreytingum og að einn dag munum við ná okkar hlutfalli upp í 100%.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun