Ótrúleg og sönn saga 20. desember 2012 06:00 Átakasaga The Impossible segir frá fjölskyldu sem berst fyrir lífi sínu er hún lendir í miðri flóðbylgjunni sem átti sér stað við Indlandshaf árið 2004. Tugir þúsunda manna fórust annan í jólum árið 2004 þegar allt að tíu metra há flóðbylgja skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem átti upptök sín í sjónum vestur af Súmötru. Flóðbylgjan æddi yfir Indlandshaf á gríðarlegum hraða og sökkti um leið hundruðum skipa og upprætti heilu þorpin. Kvikmyndin The Impossible segir sögu fjölskyldu sem lifði af náttúruhamfarirnar. Hjónin Henry og Maria eru stödd á Taílandi ásamt sonum sínum þremur, Simon, Thomas og Lucas, þegar flóðbylgjan skellur skyndilega á að morgni hins 26. desember. Mikil skelfing grípur þá sem fyrir henni verða og berst fólk fyrir lífi sínu á meðan straumurinn rífur með sér allt sem fyrir verður. Þegar látunum linnir hefur fjölskyldunni, líkt og svo mörgum öðrum fjölskyldum, verið sundrað og leita þau nú leiða til að finna hvert annað aftur. Spænski leikstjórinn Juan Antonio Bayona leikstýrir þessari magnþrungnu mynd og lagði hann mikla áherslu á að endurskapa atburðarásina á sem nákvæmasta hátt. Tökur áttu sér stað á stöðum sem urðu hvað harðast úti eftir hamfarirnar og raunverulegir eftirlifendur koma einnig fram í myndinni. Handritið er skrifað af Sergio G. Sánchez, en hann og Bayona unnu einnig saman að gerð hrollvekjunnar El orfanato frá árinu 2007. Naomi Watts og Ewan McGregor fara með hlutverk Mariu og Henry og með hlutverk drengjanna þriggja fara Tom Holland, Samuel Joslin og Oaklee Pendergast. Með önnur hlutverk fara Geraldine Chaplin, Marta Etura og Simon Blyberg. The Impossible hefur víðast hvar hlotið góða dóma. Vefsíðan Rottentomatoes.com gefur henni 83 prósent og áhorfendur gefa henni 96 prósent. Gagnrýnendum eru sammála um að myndin sé sjónrænt meistaraverk og að leikur Naomi Watts og Ewan McGregor glæði myndina enn frekari dýpt. Sumum þykir tilfinningasemin á köflum helst til of mikil og að raunaleg píanólög auki enn frekar á væmnina. Gagnrýnandi The Guardian segir meðal annars að endir The Impossible væri fráleitur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að myndin er byggð á sönnum atburðum. Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tugir þúsunda manna fórust annan í jólum árið 2004 þegar allt að tíu metra há flóðbylgja skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem átti upptök sín í sjónum vestur af Súmötru. Flóðbylgjan æddi yfir Indlandshaf á gríðarlegum hraða og sökkti um leið hundruðum skipa og upprætti heilu þorpin. Kvikmyndin The Impossible segir sögu fjölskyldu sem lifði af náttúruhamfarirnar. Hjónin Henry og Maria eru stödd á Taílandi ásamt sonum sínum þremur, Simon, Thomas og Lucas, þegar flóðbylgjan skellur skyndilega á að morgni hins 26. desember. Mikil skelfing grípur þá sem fyrir henni verða og berst fólk fyrir lífi sínu á meðan straumurinn rífur með sér allt sem fyrir verður. Þegar látunum linnir hefur fjölskyldunni, líkt og svo mörgum öðrum fjölskyldum, verið sundrað og leita þau nú leiða til að finna hvert annað aftur. Spænski leikstjórinn Juan Antonio Bayona leikstýrir þessari magnþrungnu mynd og lagði hann mikla áherslu á að endurskapa atburðarásina á sem nákvæmasta hátt. Tökur áttu sér stað á stöðum sem urðu hvað harðast úti eftir hamfarirnar og raunverulegir eftirlifendur koma einnig fram í myndinni. Handritið er skrifað af Sergio G. Sánchez, en hann og Bayona unnu einnig saman að gerð hrollvekjunnar El orfanato frá árinu 2007. Naomi Watts og Ewan McGregor fara með hlutverk Mariu og Henry og með hlutverk drengjanna þriggja fara Tom Holland, Samuel Joslin og Oaklee Pendergast. Með önnur hlutverk fara Geraldine Chaplin, Marta Etura og Simon Blyberg. The Impossible hefur víðast hvar hlotið góða dóma. Vefsíðan Rottentomatoes.com gefur henni 83 prósent og áhorfendur gefa henni 96 prósent. Gagnrýnendum eru sammála um að myndin sé sjónrænt meistaraverk og að leikur Naomi Watts og Ewan McGregor glæði myndina enn frekari dýpt. Sumum þykir tilfinningasemin á köflum helst til of mikil og að raunaleg píanólög auki enn frekar á væmnina. Gagnrýnandi The Guardian segir meðal annars að endir The Impossible væri fráleitur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að myndin er byggð á sönnum atburðum.
Menning Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira