Eigendur leikskólans í Osló reka nefnilega skólann sinn með Arsenal-þema. Leikskólinn heitir einfaldlega, Arsenal-leikskólinn.
Þar læra krakkarnir allt um félagið. Fylgjast með leikjum félagsins á risaskjá og syngja síðan Arsenal-söngva. Úti er síðan búið að setja upp lítinn fótboltavöll sem nefndur er litli Highbury. Að sjálfsögðu er síðan flaggað á leikdegi.
Sitt sýnist hverjum um þetta uppátæki en það hefur í það minnsta vakið mikla athygli.
Skólinn er síðan á Twitter og má skoða myndir þar af starfinu. Vísir mælir með því. Hægt er að nálgast aðganginn hér.
Hér að neðan má síðan sjá skemmtilegt innslag TV2 um skólann.