Jón Ásgeir segir ákæru lýsa frekju fremur en umboðssvikum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. janúar 2013 14:12 Jón Ásgeir Jóhannesson. Mynd/ Silja Magg Jón Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali við fréttastofu að hann sé saklaus af ákæru í Aurum-málinu og að samskipti hans og Lárusar Welding bankastjóra Glitnis hafi ekki verið óeðlileg. Þá segir hann að ef saksóknari ætli að ákæra hann fyrir frekju þá verði hann að setja það þannig fram í ákæruskjalinu. Þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var aðaleigandi bankans, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi starfsmenn Glitnis, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. vorið 2008 til kaupa hlutabréf í Aurum Holding af Fons, fjárfestingarfélagi Pálma Haraldssonar, en FS38 ehf. var dótturfélag Fons. Aurum Holdings rekur vinsælar skartgripaverslanir m.a undir merkjum Goldsmiths og Mappin and Webb. FS38 fór í þrot án þess að nokkuð hafi fengist upp í kröfuna.Í málinu ertu ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Lárusar Welding. Hvað viltu segja um sakargiftir? "Ég er saklaus af þessum sökum sem á mig eru bornar. Einhvers konar hlutdeild í umboðssvikum, ég hafði aldrei neitt umboð hjá Glitni. Þannig að ég skil ekki hvernig ég gat staðið í umboðssvikum" segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Í refsirétti er hlutdeild skilgreind þannig í 22. gr. hegningarlaga að hver sá maður, sem "með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því, að brot er er framið, skal sæta þeirri refsingu, sem við brotinu er lögð." Í þessu samhengi er rétt að árétta að því hefur verið haldið fram að staða hlutdeildarmanns skipti í raun ekki máli. Þannig gæti starfsmaður í ræstingu átt hlutdeild í broti bankastarfsmanns ef hlutdeildin telst sönnuð. Ágreiningur er um þetta meðal lögfræðinga. Meðal annars eru verjendur ákærðu ósammála þessari túlkun.Af hverjum lánum við ekki bara Pálma til að koma fyrir á Cayman?Meðal gagna í málinu eru tölvupóstar starfsmanna Glitnis þar sem þeir gera alvarlegar athugasemdir við þetta lán til FS38. Einn þeirra segir: "afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman?" Er ekki neitt athugavert við hvernig staðið var að þessari lánveitingu inni í Glitni banka? "Sá starfsmaður hefur reyndar sagt að þessi póstur hafi verið gerður í hálfkæringi. Hann kom ekki að afgreiðslu málsins. Málið var í eðlilegum farvegi innan lánanefndar Glitnis og það kemur fram í þeim gögnum sem hafa verið lögð fram. Það var ekkert óeðlilegt við þetta og síðar hefur komið í ljós að verðmæti Aurum var það sem lagt var til grundvallar í þessu verðmati á sínum tíma. Það kom fram í desember síðastliðnum."En er ekki rétt að það töpuðust þessir peningar til FS38. Glitnir tapaði þessum peningum? "Glitnir var búinn að lána inn í FS38 á árinu 2007. Þarna var hins vegar verið að koma með auknar ábyrgðir til Glitnis. Þannig að Glitnir var í raun í betri málum eftir þennan gjörning. Hins vegar, hefðu menn séð í kristalskúlunni að allt færi á hliðina í október 2008, þá hefði líklega enginn stundað viðskipti á Íslandi á fyrri part árs 2008."Í ákæru segir að einn milljarður af þessum sex sem lánaðir voru til FS38 ehf. hafi runnið í þinn vasa. Er það rétt? "Nei, nei það er ekki rétt. Vegna þess að Fons og eignarhaldsfélag á mínum vegum gerðu með sér viðskipti og Fons var verulega fjársterkt félag á þessum tíma og gat lánað fjármuni óháð þessu láni." Jón Ásgeir segir að þetta hafi verið liður í uppgjöri milli félags hans og Fons. Fram kemur í ákæruskjalinu að af þessum eina milljarði sem Jón Ásgeir fékk eiga 702 milljónir króna að hafa farið í uppgjör á persónulegu yfirdráttarláni Jóns Ásgeirs hjá Glitni banka. Af hálfu Jóns Ásgeirs hefur verið lagt fram skjal, svokallað "Head of terms" vegna samningaviðræðna við skartgripakeðjuna Damas LLC um kaup á Aurum sumarið 2008. Þessir samningar tókust ekki, en ákærðu vilja meina að þetta skjal sýni að það lán sem FS38 ehf. fékk hjá Glitni til að kaupa Aurum Holdings hafi endurspeglað raunveruleg verðmæti í Aurum Holdings. Í þessu skjali, "Head of terms", er Aurum Holdings verðlagt á 100 milljónir punda á þeim tíma (1.7.2008) jafnvirði 15,9 milljarða króna.Nú ertu með fjölda mála á bakinu. Þarftu ekki að fara að líta í eigin barm? "Ef við skoðum niðurstöðurnar, það hefur verið ákært gegn mér samtals í 70 ákæruliðum og það hefur náðst árangur í einu máli, tiltölulega litlu máli sem laut að tilkynningarskyldu til Kauphallar. Það ætti nú að segjast að það hefur verið farið fram með einhverju offorsi gegn manni þegar horft er til þess að saksóknari má ekki ákæra í málum nema hann telji að það séu meiri líkur á sakfellingu en ekki." Jón Ásgeir er hér að nefna Baugsmálið, en þar var hann sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í maí 2008. Á meðal gagna í Aurum-málinu er fjöldi tölvupósta frá Jóni Ásgeiri til Lárusar Welding þar sem Jón Ásgeir er að biðja um að gengið sé frá tilteknum málum í bankanum. Það hafi síðan verið gert.Hvernig svararðu ásökunum um að þú hafir verið skuggastjórnandi í Glitni banka? "Það er ekki til neitt sem heitir skuggastjórnandi (í íslenskum lögum innsk.blm). Annað hvort hafði ég umboð sem stjórnarmaður eða sem framkvæmdastjóri og ég hafði hvorugt í Glitni. Ef saksóknari ætlar að ákæra mig fyrir frekju þá verður hann að setja það þannig fram í ákæruskjalinu."Lárus Welding kvartaði undan því í tölvupósti til þín að þú kæmir fram við hann eins og útbússtjóra en ekki forstjóra Glitnis. Voru samskipti ykkar eðlileg? "Þau voru algjörlega eðlileg. Eins og menn vita sem senda tölvupósta að þegar kannski tölvuskeyti sem skipta hundruðum fara á milli manna og tvö eða þrjú eru tekin út og ekkert annað sýnt, þá er hægt að taka hluti úr samhengi. Við munum hins vegar sýna fram á í málflutningi, ef hann fer fram, að okkar samskipti voru eðlileg. Þessi samskipti mín við Lárus voru í samræmi við samskipti mín við aðrar bankastofnanir hér á landi." Jón Ásgeir segir að aldrei hafi borið skugga á samskipti hans og Lárusar. Hvorki fyrir né eftir hrun. Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella á „hlusta á hljóðbrot með frétt." Eins og fram kom í morgun er næsta fyrirtaka í Aurum-málinu 16. janúar næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Umboðssvik varða tveggja ára fangelsi, en geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. thorbjorn@stod2.isRétt er að taka fram að Aurum Holding, sem kemur fyrir í þessu sakamáli, tengist ekki versluninni Aurum í bankastræti. Aurum Holding málið Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson segir í viðtali við fréttastofu að hann sé saklaus af ákæru í Aurum-málinu og að samskipti hans og Lárusar Welding bankastjóra Glitnis hafi ekki verið óeðlileg. Þá segir hann að ef saksóknari ætli að ákæra hann fyrir frekju þá verði hann að setja það þannig fram í ákæruskjalinu. Þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var aðaleigandi bankans, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi starfsmenn Glitnis, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. vorið 2008 til kaupa hlutabréf í Aurum Holding af Fons, fjárfestingarfélagi Pálma Haraldssonar, en FS38 ehf. var dótturfélag Fons. Aurum Holdings rekur vinsælar skartgripaverslanir m.a undir merkjum Goldsmiths og Mappin and Webb. FS38 fór í þrot án þess að nokkuð hafi fengist upp í kröfuna.Í málinu ertu ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum Lárusar Welding. Hvað viltu segja um sakargiftir? "Ég er saklaus af þessum sökum sem á mig eru bornar. Einhvers konar hlutdeild í umboðssvikum, ég hafði aldrei neitt umboð hjá Glitni. Þannig að ég skil ekki hvernig ég gat staðið í umboðssvikum" segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Í refsirétti er hlutdeild skilgreind þannig í 22. gr. hegningarlaga að hver sá maður, sem "með liðsinni í orði eða verki, fortölum, hvatningum eða á annan hátt á þátt í því, að brot er er framið, skal sæta þeirri refsingu, sem við brotinu er lögð." Í þessu samhengi er rétt að árétta að því hefur verið haldið fram að staða hlutdeildarmanns skipti í raun ekki máli. Þannig gæti starfsmaður í ræstingu átt hlutdeild í broti bankastarfsmanns ef hlutdeildin telst sönnuð. Ágreiningur er um þetta meðal lögfræðinga. Meðal annars eru verjendur ákærðu ósammála þessari túlkun.Af hverjum lánum við ekki bara Pálma til að koma fyrir á Cayman?Meðal gagna í málinu eru tölvupóstar starfsmanna Glitnis þar sem þeir gera alvarlegar athugasemdir við þetta lán til FS38. Einn þeirra segir: "afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman?" Er ekki neitt athugavert við hvernig staðið var að þessari lánveitingu inni í Glitni banka? "Sá starfsmaður hefur reyndar sagt að þessi póstur hafi verið gerður í hálfkæringi. Hann kom ekki að afgreiðslu málsins. Málið var í eðlilegum farvegi innan lánanefndar Glitnis og það kemur fram í þeim gögnum sem hafa verið lögð fram. Það var ekkert óeðlilegt við þetta og síðar hefur komið í ljós að verðmæti Aurum var það sem lagt var til grundvallar í þessu verðmati á sínum tíma. Það kom fram í desember síðastliðnum."En er ekki rétt að það töpuðust þessir peningar til FS38. Glitnir tapaði þessum peningum? "Glitnir var búinn að lána inn í FS38 á árinu 2007. Þarna var hins vegar verið að koma með auknar ábyrgðir til Glitnis. Þannig að Glitnir var í raun í betri málum eftir þennan gjörning. Hins vegar, hefðu menn séð í kristalskúlunni að allt færi á hliðina í október 2008, þá hefði líklega enginn stundað viðskipti á Íslandi á fyrri part árs 2008."Í ákæru segir að einn milljarður af þessum sex sem lánaðir voru til FS38 ehf. hafi runnið í þinn vasa. Er það rétt? "Nei, nei það er ekki rétt. Vegna þess að Fons og eignarhaldsfélag á mínum vegum gerðu með sér viðskipti og Fons var verulega fjársterkt félag á þessum tíma og gat lánað fjármuni óháð þessu láni." Jón Ásgeir segir að þetta hafi verið liður í uppgjöri milli félags hans og Fons. Fram kemur í ákæruskjalinu að af þessum eina milljarði sem Jón Ásgeir fékk eiga 702 milljónir króna að hafa farið í uppgjör á persónulegu yfirdráttarláni Jóns Ásgeirs hjá Glitni banka. Af hálfu Jóns Ásgeirs hefur verið lagt fram skjal, svokallað "Head of terms" vegna samningaviðræðna við skartgripakeðjuna Damas LLC um kaup á Aurum sumarið 2008. Þessir samningar tókust ekki, en ákærðu vilja meina að þetta skjal sýni að það lán sem FS38 ehf. fékk hjá Glitni til að kaupa Aurum Holdings hafi endurspeglað raunveruleg verðmæti í Aurum Holdings. Í þessu skjali, "Head of terms", er Aurum Holdings verðlagt á 100 milljónir punda á þeim tíma (1.7.2008) jafnvirði 15,9 milljarða króna.Nú ertu með fjölda mála á bakinu. Þarftu ekki að fara að líta í eigin barm? "Ef við skoðum niðurstöðurnar, það hefur verið ákært gegn mér samtals í 70 ákæruliðum og það hefur náðst árangur í einu máli, tiltölulega litlu máli sem laut að tilkynningarskyldu til Kauphallar. Það ætti nú að segjast að það hefur verið farið fram með einhverju offorsi gegn manni þegar horft er til þess að saksóknari má ekki ákæra í málum nema hann telji að það séu meiri líkur á sakfellingu en ekki." Jón Ásgeir er hér að nefna Baugsmálið, en þar var hann sakfelldur fyrir bókhaldsbrot í maí 2008. Á meðal gagna í Aurum-málinu er fjöldi tölvupósta frá Jóni Ásgeiri til Lárusar Welding þar sem Jón Ásgeir er að biðja um að gengið sé frá tilteknum málum í bankanum. Það hafi síðan verið gert.Hvernig svararðu ásökunum um að þú hafir verið skuggastjórnandi í Glitni banka? "Það er ekki til neitt sem heitir skuggastjórnandi (í íslenskum lögum innsk.blm). Annað hvort hafði ég umboð sem stjórnarmaður eða sem framkvæmdastjóri og ég hafði hvorugt í Glitni. Ef saksóknari ætlar að ákæra mig fyrir frekju þá verður hann að setja það þannig fram í ákæruskjalinu."Lárus Welding kvartaði undan því í tölvupósti til þín að þú kæmir fram við hann eins og útbússtjóra en ekki forstjóra Glitnis. Voru samskipti ykkar eðlileg? "Þau voru algjörlega eðlileg. Eins og menn vita sem senda tölvupósta að þegar kannski tölvuskeyti sem skipta hundruðum fara á milli manna og tvö eða þrjú eru tekin út og ekkert annað sýnt, þá er hægt að taka hluti úr samhengi. Við munum hins vegar sýna fram á í málflutningi, ef hann fer fram, að okkar samskipti voru eðlileg. Þessi samskipti mín við Lárus voru í samræmi við samskipti mín við aðrar bankastofnanir hér á landi." Jón Ásgeir segir að aldrei hafi borið skugga á samskipti hans og Lárusar. Hvorki fyrir né eftir hrun. Hægt er að hlusta á viðtalið með því að smella á „hlusta á hljóðbrot með frétt." Eins og fram kom í morgun er næsta fyrirtaka í Aurum-málinu 16. janúar næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Umboðssvik varða tveggja ára fangelsi, en geta varðað allt að sex ára fangelsi ef sakir eru miklar. thorbjorn@stod2.isRétt er að taka fram að Aurum Holding, sem kemur fyrir í þessu sakamáli, tengist ekki versluninni Aurum í bankastræti.
Aurum Holding málið Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira