Aron: Ótrúlegt að svona geti gerst á HM Sigurður Elvar Þórólfsson í Barcelona skrifar 19. janúar 2013 18:35 Menn gátu leyft sér að brosa er þeir komust til Barcelona í kvöld. mynd/vilhelm Ferðalag íslenska handboltalandsliðsins frá Sevilla til Barcelona tók mun lengri tíma en áætlað var og tók það liðið um 13 klukkustundir að komast á leiðarenda. Vegna óveðurs fóru lestarsamgöngur úr skorðum í Andalúsíu en lestarfyrirtækið Renfe er einn af styrktaraðilum heimsmeistaramótsins á Spáni. Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins var allt annað en ánægður með skipulagið hjá mótshöldurum – en hann segir að leikmenn liðsins muni eflast við þetta mótlæti. „Þetta er eiginlega ótrúlegt að þetta skuli geta gerst á heimsmeistaramóti. Og við höfðum áhyggjur af þessu skipulagi þegar við sáum að okkur var ætlað að fara í rúmlega 5 tíma lestarferð," sagði Aron. Íslenska liðið var mætt á lestarstöðina í Sevilla um kl. 8 að íslenskum tíma í morgun. Þar var beðið í um þrjár klukkustundir þar til að ákveðið var að aka öllum farðþegunum í hópferðabifreið í tvær klukkustundir til borgarinnar Cordoba. Þar tók við rúmlega fjögurra klukkustunda ferðalag til Barcelona. „Það er annað sem við erum enn ósáttir við er að leikmenn fengu varla neitt að borða á þessu ferðalagi – og það er óásættanlegt. Þar fyrir utan komum við það seint til Barcelona að við getum ekki æft fyrr en á leikdegi sem er ekki það sem við viljum gera," bætti Aron við. Forsvarsmenn Handknattleikssambands Íslands höfðu óskað eftir því að sá möguleiki væri skoðaður að fresta leikjum morgundagsins fram á mánudag en það kom aldrei til greina hjá mótshöldurum. „Við lögðum fram formlega kvörtun og létum vita af óánægju okkar. Við látum þar við sitja og einbeitum okkur að leiknum gegn Frökkum. Við munum nota þetta til þess að efla okkur enn frekar fyrir þann leik – Frakkarnir hafa fengið nudd og slökun í Barcelona eftir létta æfingu á meðan við vorum að þvælast í þessu lestarferðalagi. Við látum samt ekki þessa vitleysu eyðileggja fyrir okkur. Fyrir leikmennina þá skiptir hvíld og endurheimt eftir leikina meira máli en æfingar. Það hefði verið mun betri kostur að hafa fengið nægan svefn, mat og æfingu í Sevilla og tekið kvöldflug heldur en þetta rugl – en svona er þetta og við verðum að vinna eins vel úr þessu og við getum," sagði Aron Kristjánsson. Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira
Ferðalag íslenska handboltalandsliðsins frá Sevilla til Barcelona tók mun lengri tíma en áætlað var og tók það liðið um 13 klukkustundir að komast á leiðarenda. Vegna óveðurs fóru lestarsamgöngur úr skorðum í Andalúsíu en lestarfyrirtækið Renfe er einn af styrktaraðilum heimsmeistaramótsins á Spáni. Aron Kristjánsson þjálfari íslenska landsliðsins var allt annað en ánægður með skipulagið hjá mótshöldurum – en hann segir að leikmenn liðsins muni eflast við þetta mótlæti. „Þetta er eiginlega ótrúlegt að þetta skuli geta gerst á heimsmeistaramóti. Og við höfðum áhyggjur af þessu skipulagi þegar við sáum að okkur var ætlað að fara í rúmlega 5 tíma lestarferð," sagði Aron. Íslenska liðið var mætt á lestarstöðina í Sevilla um kl. 8 að íslenskum tíma í morgun. Þar var beðið í um þrjár klukkustundir þar til að ákveðið var að aka öllum farðþegunum í hópferðabifreið í tvær klukkustundir til borgarinnar Cordoba. Þar tók við rúmlega fjögurra klukkustunda ferðalag til Barcelona. „Það er annað sem við erum enn ósáttir við er að leikmenn fengu varla neitt að borða á þessu ferðalagi – og það er óásættanlegt. Þar fyrir utan komum við það seint til Barcelona að við getum ekki æft fyrr en á leikdegi sem er ekki það sem við viljum gera," bætti Aron við. Forsvarsmenn Handknattleikssambands Íslands höfðu óskað eftir því að sá möguleiki væri skoðaður að fresta leikjum morgundagsins fram á mánudag en það kom aldrei til greina hjá mótshöldurum. „Við lögðum fram formlega kvörtun og létum vita af óánægju okkar. Við látum þar við sitja og einbeitum okkur að leiknum gegn Frökkum. Við munum nota þetta til þess að efla okkur enn frekar fyrir þann leik – Frakkarnir hafa fengið nudd og slökun í Barcelona eftir létta æfingu á meðan við vorum að þvælast í þessu lestarferðalagi. Við látum samt ekki þessa vitleysu eyðileggja fyrir okkur. Fyrir leikmennina þá skiptir hvíld og endurheimt eftir leikina meira máli en æfingar. Það hefði verið mun betri kostur að hafa fengið nægan svefn, mat og æfingu í Sevilla og tekið kvöldflug heldur en þetta rugl – en svona er þetta og við verðum að vinna eins vel úr þessu og við getum," sagði Aron Kristjánsson.
Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira