Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Danmörk 28-36 Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 16. janúar 2013 10:44 Myndir / Vilhelm Gunnarsson Danir tóku íslenska landsliðið í handbolta í kennslustund í kvöld á heimsmeistaramótinu á Spáni. Danir léku varnarmenn Íslands upp úr skónum og 36-28 sigur þeirra var öruggur. Með sigrinum tryggðu Danir sér efsta sætið í riðlinum – en Íslendingar þurfa á sigri að halda gegn Katar á föstudaginn í lokaumferðinni, og stóla á að Danir vinni Makedóníu, til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Það var ljóst þegar líða fór á leikinn að íslensku leikmennirnir höfðu notað allt sem þeir áttu til gegn Makedóíu í gærkvöld. Orkan var ekki til staðar í varnarleiknum og þreytumerki sáust hér og þar. Danir hafa fram til þessa á mótinu getað hvílt lykilmenn gegn Síle og Katar – og Mikkel Hansen hafði aðeins leikið gegn Rússum þegar kom að leiknum gegn Íslendingum í gær. Lúxulíf hjá einum besta leikmanni heims, sem skoraði alls sjö mörk og var öflugur. Það má segja að Danir hafi slitið sig frá Íslendingum undir lok fyrri hálfleiks þegar staðan var 13-12 fyrir Dani. Þeir skoruðu þrjú mörk gegn einu á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks – staðan var 16-13 fyrir Dani í hálfleik. Ulrik Wilbek þjálfari Dana lagði gríðarlega áherslu hraðar sóknir ef Íslendingar skoruðu. Og þar fór Henrik Möllgaard fremstur í flokki. Hann dúndraði inn hverju markinu á fætur öðru í síðari hálfleik – og lagði sitt á vogarskálina. Möllgaard stóð vaktina í vörninni og hann er ekki öflugasti varnarmaður liðsins en styrkleikar hans nýttust gríðarlega vel gegn Íslendingum í kvöld. Hans Lindberg var einnig gríðarlega öflugur og skoraði alls 7 mörk úr 9 skotum. Lindberg á íslenska foreldra en hann sýndi „löndum" sínum enga miskun í kvöld og var besti maður danska liðsins. Hann tók Aron Pálmarsson föstum tökum í vörninni í síðari hálfleik og Aron átti ekki greiða leið að markinu. Hann skoraði aðeins 2 mörk úr 8 tilraunum. Aron lék félaga sína vel uppi og lagði upp fjölmörg mörk sem Kári Kristjáns Kristjánsson skoraði af línunni. Kári var markahæstur með 8 mörk úr 9 tilraunum. Ólafur Gústafsson og Ernir Arnarson lögðu sitt af mörkum á meðan þeir voru inni á vellinum. Ólafur átti góð langskot og skoraði 2 mörk úr 4 skotum. Ernir skoraði eitt mark á þeim stutta tíma sem hann var inni á vellinum. Arnór Þór Gunnarsson lék í hægra horninu og skoraði úr eina skotinu sem hann tók í leiknum. Varnarleikur íslenska liðsins var dapur. Sóknarleikurinn var það sem lýsti upp myrkrið. Snorri Steinn Guðjónsson lék vel í síðari hálfleik og það er jákvætt, hann skoraði alls 5 mörk. Kári Kristján Kristjánsson var öflugur í sóknarleiknum og var markahæsti leikmaður liðsins með alls átta mörk úr níu tilraunum. – sem er afar jákvætt fyrir leikinn gegn Katar.Aron: Áttum erfitt uppdráttar Aron Kristjánsson játaði fúslega að Danir hefðu verið einfaldlega betri í leiknum gegn Íslandi í kvöld. „Þeir voru að spila frábæran handbolta," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson í kvöld. „Við vorum að standa langt frá þeim í varnarleiknum. Við spiluðum ekki hjálparvörn og þeir náðu að slíta okkur í sundur." „Það var svo sama hvað þeir gerðu - allt gekk upp. Hvort sem það var skot utan af velli, gegnumbrot, línuspil og svo framvegis. Við áttum mjög erfitt uppdráttar í vörn." „Það sem er hins vegar jákvætt er að við vorum að spila okkar besta sóknarleik í keppninni. Við fengum menn í gang sem var mjög gott." „Nú þurfum við að fá bæði sókn og vörn til að smella saman."Wilbek: Munum gera okkar besta gegn Makedóníu Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, var sigri hrósandi eftir leik Íslands og Danmerkur á HM í handbolta í kvöld. Danir hafa unnið alla leiki sína í B-riðli og eru nú öruggir með efsta sætið. Ísland þarf þó að treysta á að Danir vinni Makedóníu á föstudaginn. Sigri Makedónía mun Ísland mögulega lenda í fjórða sæti riðilsins. „Við munum gera okkar besta gegn Makedóníu. Ég lofa því," sagði Wilbek á blaðamannafundi eftir leik. Ísland mætir Katar á föstudaginn.Guðjón Valur: Þeir voru einfaldlega betri Guðjón Valur Sigurðsson segir að framundan sé ekkert nema bikarúrslitaleikir fyrir íslenska landsliðið á HM í handbolta. Ísland tapaði fyrir Danmörku í Sevilla í kvöld með átta marka mun. „Það er þó ólíkt að tapa fyrir Rússlandi, þegar við vorum mjög lélegar, og í dag þegar við vorum að spila við frábært lið," sagði Guðjón Valur við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Við áttum í stórkostlegum vandræðum gegn þeim. Við náðum varla að klukka þá og þeir fengu allt of mikið af fríum skotum." „Það er auðvitað hundfúlt að tapa. En nú erum við í þeirri stöðu að ef við vinnum Katar tekur við bikarkeppni hjá okkur. Við þurfum því að grafa þennan leik eins djúpt og við getum og gleyma honum." Ísland þarf að stóla á danskan sigur gegn Makedóníu á föstudag til að forðast það að mæta Frökkum í 16-liða úrslitum keppninnar. „Nú förum við upp á hótel og reynum að græja það að Danirnir taki á þeim. En að öllu gríni slepptu þá er stórhættulegt að slaka á í svona mótum. Það þarf að halda dampi og við vonum að þeir geri það." Guðjón Valur segir að íslensku leikmennirnir hafi verið teknir í kennslustund í upphafi síðari hálfleiks í dag. „Þeir keyrðu í bakið á okkur og skoruðu grimmt, án þess að við náðum að skipta inn á varnarmönnunum okkar. Þeir voru líka oft að skora af löngum færum." „Það þarf að horfast í augu við raunveruleikann og segja að Danir voru einfaldlega betri í dag. Danir eru Evrópumeistarar en ég vil samt meina að við getum unnið þetta lið á góðum degi." „En til þess þurfa fleiri leikmenn að hitta á góðan dag sem gerðist því miður ekki. Við fengum rassskellingu í dag og heilmikið sem hægt er að læra af því." „Nú þurfum við að taka það jákvæða með okkur úr þessum leik, taka Katar og gera svo allt vitlaust í bikarkeppninni."Snorri: Fengum rassskellingu Snorri Steinn Guðjónsson segir að það hafi verið erfitt að elta danska liðið í kvöld. Ísland tapaði með átta marka mun, 36-28. „Þeir sýndu í dag að þeir eru með mjög gott lið. Við fengum rassskellingu," sagði Snorri Steinn við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag. „Við vorum á eftir þeim í öllum aðgerðum og þeir stungu af í seinni hálfleik. Við réðum ekkert við þá í vörninni og þetta varð að eltingarleik sem var mjög erfiður fyrir okkur." „Danir voru einfaldlega númer of stórir í dag. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur en við. Við reyndum að bregðast við með breyttum varnarleik en það gekk ekki upp að þessu sinni." „Mótið er samt ekki búið. Nú þurfum við að klára Katar. Við græðum á því að mótafyrirkomulagið er breytt," sagði Snorri.Kári Kristján: Ekkert kjaftæði gegn Katar Kári Kristján Kristjánsson segir það eðlilega kröfu að íslenska landsliðið vinni Katar í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í handbolta. Ísland er í fjórða sæti B-riðils eftir tap gegn Dönum í dag. Það kemur því ekkert annað til greina hjá strákunum en sigur gegn Katar. „Þetta var erfitt í dag. Við áttum á brattann að sækja allan leikinn, eins og tölurnar gefa til kynna," sagði Kári í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Þeir skoruðu mökið og það er erfitt að ætla skora 36 mörk gegn Danmröku." „Sóknarleikurinn var þannig séð fínn. Við skoruðum 28 mörk og þá fóru þrjú víti í súginn, sem og einhver hraðaupphlaup." Hann lofar óhræddur sigri gegn Katar á föstudag. „Það er virkilega eðlilegt að lofa sigri gegn Katar. Við ætlum að vinna þann leik og ekkert helvítis kjaftæði." Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Danir tóku íslenska landsliðið í handbolta í kennslustund í kvöld á heimsmeistaramótinu á Spáni. Danir léku varnarmenn Íslands upp úr skónum og 36-28 sigur þeirra var öruggur. Með sigrinum tryggðu Danir sér efsta sætið í riðlinum – en Íslendingar þurfa á sigri að halda gegn Katar á föstudaginn í lokaumferðinni, og stóla á að Danir vinni Makedóníu, til þess að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Það var ljóst þegar líða fór á leikinn að íslensku leikmennirnir höfðu notað allt sem þeir áttu til gegn Makedóíu í gærkvöld. Orkan var ekki til staðar í varnarleiknum og þreytumerki sáust hér og þar. Danir hafa fram til þessa á mótinu getað hvílt lykilmenn gegn Síle og Katar – og Mikkel Hansen hafði aðeins leikið gegn Rússum þegar kom að leiknum gegn Íslendingum í gær. Lúxulíf hjá einum besta leikmanni heims, sem skoraði alls sjö mörk og var öflugur. Það má segja að Danir hafi slitið sig frá Íslendingum undir lok fyrri hálfleiks þegar staðan var 13-12 fyrir Dani. Þeir skoruðu þrjú mörk gegn einu á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks – staðan var 16-13 fyrir Dani í hálfleik. Ulrik Wilbek þjálfari Dana lagði gríðarlega áherslu hraðar sóknir ef Íslendingar skoruðu. Og þar fór Henrik Möllgaard fremstur í flokki. Hann dúndraði inn hverju markinu á fætur öðru í síðari hálfleik – og lagði sitt á vogarskálina. Möllgaard stóð vaktina í vörninni og hann er ekki öflugasti varnarmaður liðsins en styrkleikar hans nýttust gríðarlega vel gegn Íslendingum í kvöld. Hans Lindberg var einnig gríðarlega öflugur og skoraði alls 7 mörk úr 9 skotum. Lindberg á íslenska foreldra en hann sýndi „löndum" sínum enga miskun í kvöld og var besti maður danska liðsins. Hann tók Aron Pálmarsson föstum tökum í vörninni í síðari hálfleik og Aron átti ekki greiða leið að markinu. Hann skoraði aðeins 2 mörk úr 8 tilraunum. Aron lék félaga sína vel uppi og lagði upp fjölmörg mörk sem Kári Kristjáns Kristjánsson skoraði af línunni. Kári var markahæstur með 8 mörk úr 9 tilraunum. Ólafur Gústafsson og Ernir Arnarson lögðu sitt af mörkum á meðan þeir voru inni á vellinum. Ólafur átti góð langskot og skoraði 2 mörk úr 4 skotum. Ernir skoraði eitt mark á þeim stutta tíma sem hann var inni á vellinum. Arnór Þór Gunnarsson lék í hægra horninu og skoraði úr eina skotinu sem hann tók í leiknum. Varnarleikur íslenska liðsins var dapur. Sóknarleikurinn var það sem lýsti upp myrkrið. Snorri Steinn Guðjónsson lék vel í síðari hálfleik og það er jákvætt, hann skoraði alls 5 mörk. Kári Kristján Kristjánsson var öflugur í sóknarleiknum og var markahæsti leikmaður liðsins með alls átta mörk úr níu tilraunum. – sem er afar jákvætt fyrir leikinn gegn Katar.Aron: Áttum erfitt uppdráttar Aron Kristjánsson játaði fúslega að Danir hefðu verið einfaldlega betri í leiknum gegn Íslandi í kvöld. „Þeir voru að spila frábæran handbolta," sagði Aron í samtali við Arnar Björnsson í kvöld. „Við vorum að standa langt frá þeim í varnarleiknum. Við spiluðum ekki hjálparvörn og þeir náðu að slíta okkur í sundur." „Það var svo sama hvað þeir gerðu - allt gekk upp. Hvort sem það var skot utan af velli, gegnumbrot, línuspil og svo framvegis. Við áttum mjög erfitt uppdráttar í vörn." „Það sem er hins vegar jákvætt er að við vorum að spila okkar besta sóknarleik í keppninni. Við fengum menn í gang sem var mjög gott." „Nú þurfum við að fá bæði sókn og vörn til að smella saman."Wilbek: Munum gera okkar besta gegn Makedóníu Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, var sigri hrósandi eftir leik Íslands og Danmerkur á HM í handbolta í kvöld. Danir hafa unnið alla leiki sína í B-riðli og eru nú öruggir með efsta sætið. Ísland þarf þó að treysta á að Danir vinni Makedóníu á föstudaginn. Sigri Makedónía mun Ísland mögulega lenda í fjórða sæti riðilsins. „Við munum gera okkar besta gegn Makedóníu. Ég lofa því," sagði Wilbek á blaðamannafundi eftir leik. Ísland mætir Katar á föstudaginn.Guðjón Valur: Þeir voru einfaldlega betri Guðjón Valur Sigurðsson segir að framundan sé ekkert nema bikarúrslitaleikir fyrir íslenska landsliðið á HM í handbolta. Ísland tapaði fyrir Danmörku í Sevilla í kvöld með átta marka mun. „Það er þó ólíkt að tapa fyrir Rússlandi, þegar við vorum mjög lélegar, og í dag þegar við vorum að spila við frábært lið," sagði Guðjón Valur við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Við áttum í stórkostlegum vandræðum gegn þeim. Við náðum varla að klukka þá og þeir fengu allt of mikið af fríum skotum." „Það er auðvitað hundfúlt að tapa. En nú erum við í þeirri stöðu að ef við vinnum Katar tekur við bikarkeppni hjá okkur. Við þurfum því að grafa þennan leik eins djúpt og við getum og gleyma honum." Ísland þarf að stóla á danskan sigur gegn Makedóníu á föstudag til að forðast það að mæta Frökkum í 16-liða úrslitum keppninnar. „Nú förum við upp á hótel og reynum að græja það að Danirnir taki á þeim. En að öllu gríni slepptu þá er stórhættulegt að slaka á í svona mótum. Það þarf að halda dampi og við vonum að þeir geri það." Guðjón Valur segir að íslensku leikmennirnir hafi verið teknir í kennslustund í upphafi síðari hálfleiks í dag. „Þeir keyrðu í bakið á okkur og skoruðu grimmt, án þess að við náðum að skipta inn á varnarmönnunum okkar. Þeir voru líka oft að skora af löngum færum." „Það þarf að horfast í augu við raunveruleikann og segja að Danir voru einfaldlega betri í dag. Danir eru Evrópumeistarar en ég vil samt meina að við getum unnið þetta lið á góðum degi." „En til þess þurfa fleiri leikmenn að hitta á góðan dag sem gerðist því miður ekki. Við fengum rassskellingu í dag og heilmikið sem hægt er að læra af því." „Nú þurfum við að taka það jákvæða með okkur úr þessum leik, taka Katar og gera svo allt vitlaust í bikarkeppninni."Snorri: Fengum rassskellingu Snorri Steinn Guðjónsson segir að það hafi verið erfitt að elta danska liðið í kvöld. Ísland tapaði með átta marka mun, 36-28. „Þeir sýndu í dag að þeir eru með mjög gott lið. Við fengum rassskellingu," sagði Snorri Steinn við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag. „Við vorum á eftir þeim í öllum aðgerðum og þeir stungu af í seinni hálfleik. Við réðum ekkert við þá í vörninni og þetta varð að eltingarleik sem var mjög erfiður fyrir okkur." „Danir voru einfaldlega númer of stórir í dag. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn mun betur en við. Við reyndum að bregðast við með breyttum varnarleik en það gekk ekki upp að þessu sinni." „Mótið er samt ekki búið. Nú þurfum við að klára Katar. Við græðum á því að mótafyrirkomulagið er breytt," sagði Snorri.Kári Kristján: Ekkert kjaftæði gegn Katar Kári Kristján Kristjánsson segir það eðlilega kröfu að íslenska landsliðið vinni Katar í lokaumferð riðlakeppninnar á HM í handbolta. Ísland er í fjórða sæti B-riðils eftir tap gegn Dönum í dag. Það kemur því ekkert annað til greina hjá strákunum en sigur gegn Katar. „Þetta var erfitt í dag. Við áttum á brattann að sækja allan leikinn, eins og tölurnar gefa til kynna," sagði Kári í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Þeir skoruðu mökið og það er erfitt að ætla skora 36 mörk gegn Danmröku." „Sóknarleikurinn var þannig séð fínn. Við skoruðum 28 mörk og þá fóru þrjú víti í súginn, sem og einhver hraðaupphlaup." Hann lofar óhræddur sigri gegn Katar á föstudag. „Það er virkilega eðlilegt að lofa sigri gegn Katar. Við ætlum að vinna þann leik og ekkert helvítis kjaftæði."
Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira