HM 2013: Tilfinningin er góð og við erum vel undirbúnir Sigurður Elvar Þórólfsson í Sevilla skrifar 11. janúar 2013 19:15 Vignir Svavarsson skemmti sér vel á æfingu íslenska landsliðsins í dag í Sevilla. Vilhelm "Tilfinningin er góð. Við erum búnir að æfa vel og erum vel undirbúnir. Við höfum kortlagt rússneska liðið mjög vel. Og aðbúnaðurinn er góður. Við getum ekki annað en verið spenntir,“ sagði Vignir Svavarsson leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik við Vísi í Sevilla í dag. Vignir fær stórt hlutverk í vörn íslenska liðsins á HM og hann er tilbúinn í þann slag og telur sigurlíkurnar gegn Rússum í fyrsta leiknum á morgun vera ágætar. „Ég hef verið í aðstoðaðarhlutverki undanfarin ár en ég tek þessu nýja hlutverki fagnandi. Það er gaman að sjá nýja leikmenn koma sterka inn í hópinn. Þeir hafa margir tekið stór skref og það verður gaman að fylgjast með þeim. Það vantar sterka leikmenn í hópinn en með fullri virðingu fyrir þeims em vantar þá koma bara aðrir í þeirra stað. Ég hef engar áhyggjur af því, við spilum með það lið sem við höfum, og gerum það besta úr því." Vignir segir að leikmenn setji pressu á sig sjálfir en hann hefur ekki orðið var við mikla pressu frá íslensku þjóðinni og stuðningsmönnum landsliðsins. „Við gerum þá kröfu að vera á meðal þeirra bestu – og það er nóg pressa að mínu mati." Vignir verður að mestu í hlutverki varnarmanns á þessu móti en hann á eflaust eftir að lauma inn mörkum úr hraðaupphlaupum. Hann býst við gríðarlega erfiðum leik gegn Rússum. „Þeir eru „stórt" verkefni. Við mættum þeim hérna rétt áðan og þetta eru stórir leikmenn. Þetta verður erfitt og mikil barátta, en við ætlum okkur sigur og ekkert annað kemur til greina." Hver er lykillinn að því að vinna Rússa? „Við þurfum að spila vörnina með ákefð, koma vel á móti þeim, og nýta okkur það að við erum aðeins minni og fljótari. Og það eru margir þættir sem þurfa að smella saman, vörn, sókn og markvarsla." Fyrir nokkrum árum var það talið óðs manns æði að tala um að Ísland gæti lagt Rússa að velli, í dag er það sjálfsögð krafa, hvað hefur breyst? „Í dag erum við með það gott lið að það er raunhæf krafa á okkur að vinna allar þjóðir," sagði Vignir Svavarsson án þess að hika. Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
"Tilfinningin er góð. Við erum búnir að æfa vel og erum vel undirbúnir. Við höfum kortlagt rússneska liðið mjög vel. Og aðbúnaðurinn er góður. Við getum ekki annað en verið spenntir,“ sagði Vignir Svavarsson leikmaður íslenska landsliðsins í handknattleik við Vísi í Sevilla í dag. Vignir fær stórt hlutverk í vörn íslenska liðsins á HM og hann er tilbúinn í þann slag og telur sigurlíkurnar gegn Rússum í fyrsta leiknum á morgun vera ágætar. „Ég hef verið í aðstoðaðarhlutverki undanfarin ár en ég tek þessu nýja hlutverki fagnandi. Það er gaman að sjá nýja leikmenn koma sterka inn í hópinn. Þeir hafa margir tekið stór skref og það verður gaman að fylgjast með þeim. Það vantar sterka leikmenn í hópinn en með fullri virðingu fyrir þeims em vantar þá koma bara aðrir í þeirra stað. Ég hef engar áhyggjur af því, við spilum með það lið sem við höfum, og gerum það besta úr því." Vignir segir að leikmenn setji pressu á sig sjálfir en hann hefur ekki orðið var við mikla pressu frá íslensku þjóðinni og stuðningsmönnum landsliðsins. „Við gerum þá kröfu að vera á meðal þeirra bestu – og það er nóg pressa að mínu mati." Vignir verður að mestu í hlutverki varnarmanns á þessu móti en hann á eflaust eftir að lauma inn mörkum úr hraðaupphlaupum. Hann býst við gríðarlega erfiðum leik gegn Rússum. „Þeir eru „stórt" verkefni. Við mættum þeim hérna rétt áðan og þetta eru stórir leikmenn. Þetta verður erfitt og mikil barátta, en við ætlum okkur sigur og ekkert annað kemur til greina." Hver er lykillinn að því að vinna Rússa? „Við þurfum að spila vörnina með ákefð, koma vel á móti þeim, og nýta okkur það að við erum aðeins minni og fljótari. Og það eru margir þættir sem þurfa að smella saman, vörn, sókn og markvarsla." Fyrir nokkrum árum var það talið óðs manns æði að tala um að Ísland gæti lagt Rússa að velli, í dag er það sjálfsögð krafa, hvað hefur breyst? „Í dag erum við með það gott lið að það er raunhæf krafa á okkur að vinna allar þjóðir," sagði Vignir Svavarsson án þess að hika.
Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira