Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, áfrýjaði í síðustu viku Vafningsdómnum svokallaða til Hæstaréttar. Þetta staðfesti Óttar Pálsson verjandi hans við Vísi. Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá bankanum sem einnig var dæmdur, hefur ekki áfrýjað.
Hann hefur lengri áfrýjunarfrest en Lárus vegna þess að hann var ekki viðstaddur dómsuppsöguna í héraðsdómi. Lárus og Guðmundur voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir umboðssvik vegna láns sem Glitnir veitti Milestone í gegnum félögin Svartháf og Vafning. Af níu mánaða fangelsi eru sex mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára,