Aron: Við tókum slæmar ákvarðanir gegn Rússum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2013 00:01 Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var gestur í þætti Þorsteins J á Stöð 2 Sport eftir leiki dagsins á HM í handbolta. Aron ræddi um íslenska landsliðið sem féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Hann segir að tapið gegn Rússum í fyrsta leik hafi skipt miklu máli og að undirbúningur liðsins fyrir mót hefði mátt vera betri. „Við fengum tvo leiki gegn Túnis hér heima fyrir mót sem voru ekki nógu erfiðir. Við bjuggumst við þeim sterkari og að þeir myndu spila 5-1 vörn. Þess vegna fengum við þá," sagði Aron. „Við mættum svo Svíum tveimur dögum fyrir mót og það var góður leikur. Þar lentum við undir pressu og lentum í vandræðum með viss atriði. Við fórum svo með þau vandamál í leikinn gegn Rússum og náðum ekki að leysa þau." „Við fengum ekki nægilegan tíma til að slípa liðið. Helsta vandamál okkar gegn Rússum var að við náðum ekki að nýta breidd vallarins. Menn tóku margar slæmar ákvarðanir í þeim leik og þegar við sýndum leikmönnum leikinn á myndbandi næsta dag áttu þeir ekki orð yfir sjálfum sér." Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik, 19-16, en missti svo leikinn úr höndunum. „Í þeirri stöðu fengum við á okkur brottvísun í sókn. Þeir náðu að jafna leikinn á augnabliki og við missum forskot sem við höfðum mikið fyrir því að vinna okkur inn. Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkur." Aron ræddi einnig um hægri væng íslenska liðsins en það kom lítið úr honum á mótinu. „Af þeim þremur sem spila fyrir utan í sókn þurfa tveir að vera með góða skotógnun," sagði Aron. „Ef það er bara ein staða sem ógnar þá geturðu lent í miklum vandræðum með spilið. Við vorum með Snorra Stein og Ásgeir Örn og það eru leikmenn sem við breytum ekki." „Fyrir mót lentum við í því að missa leikmenn sem eru með skotógnun af níu metrunum - menn eins og Alexander Petersson, Ólaf Bjarka Ragnarsson, Arnór Atlason og Rúnar Kárason." „Styrkur Snorra Steins er leikstjórnun og að kalla það besta fram úr öðrum leikmönnum. Hann er góður í því og gerði það vel á mótinu." „Ásgeir Örn hefur nýst landsliðinu vel í mörg ár og mun gera það áfram. Hann getur spilað bæði horn og skyttu í sókn, bakvörð og senter í vörn. Hann er vel spilandi, fljótur fram en er ekki þessi langstkytta. Okkur vantaði mann með honum sem hafði þann hæfileika." Aron talaði einnig um önnur mál sem sneri að íslenska liðinu, eins og styrkleika og veikleika ungu manna landsliðsins. Þá fór hann einnig yfir leikinn gegn Frökkum í 16-liða úrslitum. Smelltu á hlekkinn hér efst í fréttinni til að sjá myndbandið. Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var gestur í þætti Þorsteins J á Stöð 2 Sport eftir leiki dagsins á HM í handbolta. Aron ræddi um íslenska landsliðið sem féll úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar. Hann segir að tapið gegn Rússum í fyrsta leik hafi skipt miklu máli og að undirbúningur liðsins fyrir mót hefði mátt vera betri. „Við fengum tvo leiki gegn Túnis hér heima fyrir mót sem voru ekki nógu erfiðir. Við bjuggumst við þeim sterkari og að þeir myndu spila 5-1 vörn. Þess vegna fengum við þá," sagði Aron. „Við mættum svo Svíum tveimur dögum fyrir mót og það var góður leikur. Þar lentum við undir pressu og lentum í vandræðum með viss atriði. Við fórum svo með þau vandamál í leikinn gegn Rússum og náðum ekki að leysa þau." „Við fengum ekki nægilegan tíma til að slípa liðið. Helsta vandamál okkar gegn Rússum var að við náðum ekki að nýta breidd vallarins. Menn tóku margar slæmar ákvarðanir í þeim leik og þegar við sýndum leikmönnum leikinn á myndbandi næsta dag áttu þeir ekki orð yfir sjálfum sér." Ísland komst yfir snemma í síðari hálfleik, 19-16, en missti svo leikinn úr höndunum. „Í þeirri stöðu fengum við á okkur brottvísun í sókn. Þeir náðu að jafna leikinn á augnabliki og við missum forskot sem við höfðum mikið fyrir því að vinna okkur inn. Þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkur." Aron ræddi einnig um hægri væng íslenska liðsins en það kom lítið úr honum á mótinu. „Af þeim þremur sem spila fyrir utan í sókn þurfa tveir að vera með góða skotógnun," sagði Aron. „Ef það er bara ein staða sem ógnar þá geturðu lent í miklum vandræðum með spilið. Við vorum með Snorra Stein og Ásgeir Örn og það eru leikmenn sem við breytum ekki." „Fyrir mót lentum við í því að missa leikmenn sem eru með skotógnun af níu metrunum - menn eins og Alexander Petersson, Ólaf Bjarka Ragnarsson, Arnór Atlason og Rúnar Kárason." „Styrkur Snorra Steins er leikstjórnun og að kalla það besta fram úr öðrum leikmönnum. Hann er góður í því og gerði það vel á mótinu." „Ásgeir Örn hefur nýst landsliðinu vel í mörg ár og mun gera það áfram. Hann getur spilað bæði horn og skyttu í sókn, bakvörð og senter í vörn. Hann er vel spilandi, fljótur fram en er ekki þessi langstkytta. Okkur vantaði mann með honum sem hafði þann hæfileika." Aron talaði einnig um önnur mál sem sneri að íslenska liðinu, eins og styrkleika og veikleika ungu manna landsliðsins. Þá fór hann einnig yfir leikinn gegn Frökkum í 16-liða úrslitum. Smelltu á hlekkinn hér efst í fréttinni til að sjá myndbandið.
Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira