Rannsókn á Stím að ljúka Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. mars 2013 13:03 Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins. Nokkrar vikur geta liðið frá því rannsókn lýkur þangað til ákvörðun um saksókn er tekin. Í Vafningsmálinu liðu nokkrir mánuðir frá því að rannsókn var lokið þangað til ákæra var birt. Stím eh.f var stofnað 16. nóvember 2007 og keypti hluti í FL Group og Glitni fyrir samtals 24,8 milljarða króna. Félagið keypti 3,8 prósenta hlut í FL Group fyrir 8,4 milljarða króna og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Glitnir lánaði félaginu samtals 19,6 milljarða króna vegna kaupanna, eða tæp 80 prósent. Glitnir var með tryggingu í öllum bréfunum. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jakobi Valgeiri Flosasyni, útgerðarmanni frá Bolungarvík og fyrrverandi stjórnarformanni Stíms, einum fyrrverandi stjórnarmanni í félaginu og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis og krefur þá sameiginlega um 300 milljónir króna í bætur. Frá þessu var greint í fréttum í gær. Óvæntur liður í þeirri atburðarás var þegar lögmaður Jakobs Valgeirs, Sigurður G. Guðjónsson, var kærður til siðanefndar lögmannafélagsins vegna bréfa sem hann sendi lögmönnum Glitnis en þrotabú bankans hefur nýtt sér þjónustu lögmannsstofunnar Lex í málinu. Málefni Stíms hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara lengi og má rekja hana allt til ársloka 2009. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, er ásamt nokkrum öðrum með réttarstöðu sakbornings vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Grunur leikur á að lánveitingar til Stíms til hlutabréfakaupa í Glitni hafi verið til þess að hafa óeðlileg áhrif á hlutabréfaverð í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rannsókn á Stím-málinu á lokastigi hjá sérstökum saksóknara og verður tekin ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu málsins í næstu viku. Stím-málið teygir anga sína inn í aðrar rannsóknir hjá embættinu. Ákveðinn hluti þess sést í Aurum-málinu svokallaða. Þá má hér nefna mál sem tengist fagfjárfestasjóðnum GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, en sjóðurinn keypti skuldabréf af Saga Capital sem gefið hafði verið út af Stími ehf. Þegar sérstakur saksóknari gerði húsleitir í rannsókn á málefnum Glitnis hinn 16. nóvember 2010 voru eftirfarandi ástæður gefnar fyrir húsleitum og handtökum samhliða þeim: 1. Lánveitingar Glitnis til félagsins Stím ehf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. 2. Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. 3. Lánveitingar til Stoða hf (síðar Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. 4. Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. 5. Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni. Aurum Holding málið Stím málið Vafningsmálið Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknara á Stím-málinu er á lokastigi og á henni að ljúka í næstu viku, samkvæmt heimildum. Þegar rannsókn lýkur fær saksóknari málið á sitt borð og tekur ákvörðun um saksókn eða niðurfellingu málsins. Nokkrar vikur geta liðið frá því rannsókn lýkur þangað til ákvörðun um saksókn er tekin. Í Vafningsmálinu liðu nokkrir mánuðir frá því að rannsókn var lokið þangað til ákæra var birt. Stím eh.f var stofnað 16. nóvember 2007 og keypti hluti í FL Group og Glitni fyrir samtals 24,8 milljarða króna. Félagið keypti 3,8 prósenta hlut í FL Group fyrir 8,4 milljarða króna og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Glitnir lánaði félaginu samtals 19,6 milljarða króna vegna kaupanna, eða tæp 80 prósent. Glitnir var með tryggingu í öllum bréfunum. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur Jakobi Valgeiri Flosasyni, útgerðarmanni frá Bolungarvík og fyrrverandi stjórnarformanni Stíms, einum fyrrverandi stjórnarmanni í félaginu og þremur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis og krefur þá sameiginlega um 300 milljónir króna í bætur. Frá þessu var greint í fréttum í gær. Óvæntur liður í þeirri atburðarás var þegar lögmaður Jakobs Valgeirs, Sigurður G. Guðjónsson, var kærður til siðanefndar lögmannafélagsins vegna bréfa sem hann sendi lögmönnum Glitnis en þrotabú bankans hefur nýtt sér þjónustu lögmannsstofunnar Lex í málinu. Málefni Stíms hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara lengi og má rekja hana allt til ársloka 2009. Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, er ásamt nokkrum öðrum með réttarstöðu sakbornings vegna gruns um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Grunur leikur á að lánveitingar til Stíms til hlutabréfakaupa í Glitni hafi verið til þess að hafa óeðlileg áhrif á hlutabréfaverð í bankanum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rannsókn á Stím-málinu á lokastigi hjá sérstökum saksóknara og verður tekin ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu málsins í næstu viku. Stím-málið teygir anga sína inn í aðrar rannsóknir hjá embættinu. Ákveðinn hluti þess sést í Aurum-málinu svokallaða. Þá má hér nefna mál sem tengist fagfjárfestasjóðnum GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, en sjóðurinn keypti skuldabréf af Saga Capital sem gefið hafði verið út af Stími ehf. Þegar sérstakur saksóknari gerði húsleitir í rannsókn á málefnum Glitnis hinn 16. nóvember 2010 voru eftirfarandi ástæður gefnar fyrir húsleitum og handtökum samhliða þeim: 1. Lánveitingar Glitnis til félagsins Stím ehf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. 2. Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. 3. Lánveitingar til Stoða hf (síðar Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. 4. Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. 5. Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni.
Aurum Holding málið Stím málið Vafningsmálið Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira