Alfreð: Of gott tækifæri til að sleppa því Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2013 07:00 Alfreð Örn Finnsson. Mynd/Pjetur Alfreð Örn Finnsson var í gær ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Storhamar en félagið þykir eitt það besta í Noregi. Norska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í heimi en til marks um það hefur norska landsliðið náð frábærum árangri í gegnum tíðina og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Alfreð kom til Noregs fyrir tveimur árum síðan og tók þá við Volda sem leikur í C-deildinni. Liðið var við fall þá en hann var nálægt því að fara upp með liðið í fyrra og liðið hefur nú unnið alla 22 leiki sína í deildinni til þessa. Við tekur umspil í vor um þrjú laus sæti í norsku B-deildinni og stefnir Alfreð að því að kveðja liðið með því að koma því upp um deild. Svo flytur hann um set og tekur við Storhamer, sem er nú í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég er mjög ánægður með að það skuli hafa verið leitað til mín," sagði Alfreð í samtali við Vísi. „Það kom mér á óvart, enda virðist svona lagað gerast þegar maður er ekkert að velta þeim fyrir sér." Hann segir að viðræður hafi ekki tekið langan tíma en Alfreð var frjálst að semja við Storhamer þar sem að samningur hans við Volda rennur út í sumar. „Það tók ekki langan tíma. Ég var stressaður í upphafi því venjulega eru þessi lið að tala við 2-3 þjálfara í einu. Ég var því ekki að gera mér of miklar væntingar. En svo kom fljótlega í ljós að þeir vildu fá mig og þá var gengið í þetta." Alfreð býr ytra með Evu Björk Hlöðversdóttur og eiga þau saman tvö börn. Eva Björk lék lengi vel undir stjórn Alfreðs, bæði með ÍBV og Gróttu á sínum tíma. Hún hefur einnig spilað með Volda ytra, þar sem liðinu hefur gengið mjög vel eins og fyrr segir. „Ég hafði alltaf stefnt að þessu og þetta var góður stökkpallur fyrir mig. Gengi liðsins hefur hjálpað mikið til og þá eru margir Íslendingar að gera það gott í þjálfun sem kemur orðsporinu áfram." Hann segir þó ekki fullkomna sátt ríkja um brottför hans en stjórnarmenn Volda urðu fyrir vonbrigðum er Alfreð ákvað að taka tilboði Storhamar. „Ég hef alla tíð komið heiðarlega fram og þrátt fyrir að það séu einhver læti í kringum þetta núna vona ég að þetta leysist farsællega og að ég fái tækifæri til að klára verkefni vetrarins." Alfreð segir sér og fjölskyldu sinni líði mjög vel í Volda. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun því við höfum það mjög gott. En þetta var of gott tækifæri til að hafna því." Handbolti Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
Alfreð Örn Finnsson var í gær ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Storhamar en félagið þykir eitt það besta í Noregi. Norska úrvalsdeildin er ein sú sterkasta í heimi en til marks um það hefur norska landsliðið náð frábærum árangri í gegnum tíðina og er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari. Alfreð kom til Noregs fyrir tveimur árum síðan og tók þá við Volda sem leikur í C-deildinni. Liðið var við fall þá en hann var nálægt því að fara upp með liðið í fyrra og liðið hefur nú unnið alla 22 leiki sína í deildinni til þessa. Við tekur umspil í vor um þrjú laus sæti í norsku B-deildinni og stefnir Alfreð að því að kveðja liðið með því að koma því upp um deild. Svo flytur hann um set og tekur við Storhamer, sem er nú í fimmta sæti norsku úrvalsdeildarinnar. „Ég er mjög ánægður með að það skuli hafa verið leitað til mín," sagði Alfreð í samtali við Vísi. „Það kom mér á óvart, enda virðist svona lagað gerast þegar maður er ekkert að velta þeim fyrir sér." Hann segir að viðræður hafi ekki tekið langan tíma en Alfreð var frjálst að semja við Storhamer þar sem að samningur hans við Volda rennur út í sumar. „Það tók ekki langan tíma. Ég var stressaður í upphafi því venjulega eru þessi lið að tala við 2-3 þjálfara í einu. Ég var því ekki að gera mér of miklar væntingar. En svo kom fljótlega í ljós að þeir vildu fá mig og þá var gengið í þetta." Alfreð býr ytra með Evu Björk Hlöðversdóttur og eiga þau saman tvö börn. Eva Björk lék lengi vel undir stjórn Alfreðs, bæði með ÍBV og Gróttu á sínum tíma. Hún hefur einnig spilað með Volda ytra, þar sem liðinu hefur gengið mjög vel eins og fyrr segir. „Ég hafði alltaf stefnt að þessu og þetta var góður stökkpallur fyrir mig. Gengi liðsins hefur hjálpað mikið til og þá eru margir Íslendingar að gera það gott í þjálfun sem kemur orðsporinu áfram." Hann segir þó ekki fullkomna sátt ríkja um brottför hans en stjórnarmenn Volda urðu fyrir vonbrigðum er Alfreð ákvað að taka tilboði Storhamar. „Ég hef alla tíð komið heiðarlega fram og þrátt fyrir að það séu einhver læti í kringum þetta núna vona ég að þetta leysist farsællega og að ég fái tækifæri til að klára verkefni vetrarins." Alfreð segir sér og fjölskyldu sinni líði mjög vel í Volda. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun því við höfum það mjög gott. En þetta var of gott tækifæri til að hafna því."
Handbolti Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jordan lagði NASCAR Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira