Jordan lagði NASCAR Kjartan Kjartansson skrifar 30. desember 2025 13:16 Sögulegar sættir. Michael Jordan (t.v.) tekur í spaðann á Jim France, stjórnarformanni NASCAR, fyrir utan dómshús í Charlotte í Bandaríkjunum eftir að sátt var gerð í málaferlum þeirra í millum. AP/Jenna Fryer Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan náði sínu fram þegar NASCAR-lið hans gerði sátt við keppnishaldarann fyrr í þessum mánuði. Þar með var bundinn endi á málaferli liðsins gegn NASCAR sem reyndust vandræðaleg fyrir alla málsaðila. Tilkynnt var um sáttina þegar réttarhöldin höfðu þegar staðið yfir í átta daga um miðjan desember. „Þetta er góður dagur í dag,“ sagði Jordan um sáttina en hann var viðstaddur réttarhöldin frá upphafi. Með sáttinni féllst NASCAR á að gera svonefnd sérleyfi, sem veita liðum þátttöku í öllum kappökstrum mótaraðarinnar, varanleg. Málaferlin hófust þegar lið Jordans var eitt tveggja sem neitaði að skrifa undir endurnýjun á sérleyfi sínu í fyrra. Liðin urðu þá af hlutdeild í tekjum mótaraðarinnar. Neitaði að lúta í grasið fyrir eigendunum Líkt og flestar aðrar liðsíþróttir í Bandaríkunum er NASCAR lokuð deild þar sem lið eiga fast sæti í gegnum sérleyfi sem þau eiga. NASCAR kom því fyrirkomulagi á árið 2016 en margir liðseigendur hafa síðan verið ósáttir við að sérleyfin væru ekki varanleg og að eigendur mótaraðarinnar gætu afturkallað þau. Samningaviðræður báru engan árangur. Þegar mótaröðin setti liðunum afarkosti um að skrifa undir endurnýjun sérleyfanna í september í fyrra neitaði lið Jordans að gera það og stefndi NASCAR fyrir einokunartilburði. Við réttarhöldin kom fram að þó að fulltrúar hinna liðanna þrettán hefðu skrifað undir endurnýjun sérleyfanna þá hefðu þeir gert það „með byssu við höfuðið“ þar sem eigendur NASCAR hefðu annars getað svipt þá sérleyfinu og þar með lifibrauði sínu. Goðsögn í sportinu kölluð „sveitalubbi“ Jordan sagðist í framburði sínum dómi talið sig hafa styrk til að taka slaginn við NASCAR þar sem hann væri nýkominn inn í seríuna árið 2021. AP-fréttastofan segir að lögmenn NASCAR hafi átt erfitt uppdráttar í réttarhöldunum. Á níunda degi réttarhaldanna náðu deiluaðilarnir saman. Dómur í málinu hefði getað haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir mótaröðina og eigendur hennar. „Þetta eru tímamót sem tryggja að grundvöllur NASCAR er sterkari, framtíðin er bjartari og möguleikarnir eru meiri,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu NASCAR og liðanna tveggja sem höfðuðu málið. Richard Childress (t.h.) og Dale Earnhardt (t.v.) ráða ráðum sínum fyrir NASCAR-keppni á níunda áratugnum.Vísir/Getty Málaferlin opinberuðu alls kyns óþægilegar beinagrindur í skápum beggja aðila. Þannig kom í ljós að Steve Phelps, framkvæmdastjóri NASCAR, hefði kallað Richard Childress, einn þekktasta liðseiganda mótaraðarinnar, „sveitalubba“ (e. redneck) og öðrum illum nöfnum. Childress þessi átti meðal annars bílinn sem Dale Earnhardt, ein helsta goðsögn íþróttarinnar, keyrði þegar hann lést í Dayona-kappakstrinum árið 2001. Akstursíþróttir Bandaríkin Dómsmál Körfubolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Sjá meira
Tilkynnt var um sáttina þegar réttarhöldin höfðu þegar staðið yfir í átta daga um miðjan desember. „Þetta er góður dagur í dag,“ sagði Jordan um sáttina en hann var viðstaddur réttarhöldin frá upphafi. Með sáttinni féllst NASCAR á að gera svonefnd sérleyfi, sem veita liðum þátttöku í öllum kappökstrum mótaraðarinnar, varanleg. Málaferlin hófust þegar lið Jordans var eitt tveggja sem neitaði að skrifa undir endurnýjun á sérleyfi sínu í fyrra. Liðin urðu þá af hlutdeild í tekjum mótaraðarinnar. Neitaði að lúta í grasið fyrir eigendunum Líkt og flestar aðrar liðsíþróttir í Bandaríkunum er NASCAR lokuð deild þar sem lið eiga fast sæti í gegnum sérleyfi sem þau eiga. NASCAR kom því fyrirkomulagi á árið 2016 en margir liðseigendur hafa síðan verið ósáttir við að sérleyfin væru ekki varanleg og að eigendur mótaraðarinnar gætu afturkallað þau. Samningaviðræður báru engan árangur. Þegar mótaröðin setti liðunum afarkosti um að skrifa undir endurnýjun sérleyfanna í september í fyrra neitaði lið Jordans að gera það og stefndi NASCAR fyrir einokunartilburði. Við réttarhöldin kom fram að þó að fulltrúar hinna liðanna þrettán hefðu skrifað undir endurnýjun sérleyfanna þá hefðu þeir gert það „með byssu við höfuðið“ þar sem eigendur NASCAR hefðu annars getað svipt þá sérleyfinu og þar með lifibrauði sínu. Goðsögn í sportinu kölluð „sveitalubbi“ Jordan sagðist í framburði sínum dómi talið sig hafa styrk til að taka slaginn við NASCAR þar sem hann væri nýkominn inn í seríuna árið 2021. AP-fréttastofan segir að lögmenn NASCAR hafi átt erfitt uppdráttar í réttarhöldunum. Á níunda degi réttarhaldanna náðu deiluaðilarnir saman. Dómur í málinu hefði getað haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir mótaröðina og eigendur hennar. „Þetta eru tímamót sem tryggja að grundvöllur NASCAR er sterkari, framtíðin er bjartari og möguleikarnir eru meiri,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu NASCAR og liðanna tveggja sem höfðuðu málið. Richard Childress (t.h.) og Dale Earnhardt (t.v.) ráða ráðum sínum fyrir NASCAR-keppni á níunda áratugnum.Vísir/Getty Málaferlin opinberuðu alls kyns óþægilegar beinagrindur í skápum beggja aðila. Þannig kom í ljós að Steve Phelps, framkvæmdastjóri NASCAR, hefði kallað Richard Childress, einn þekktasta liðseiganda mótaraðarinnar, „sveitalubba“ (e. redneck) og öðrum illum nöfnum. Childress þessi átti meðal annars bílinn sem Dale Earnhardt, ein helsta goðsögn íþróttarinnar, keyrði þegar hann lést í Dayona-kappakstrinum árið 2001.
Akstursíþróttir Bandaríkin Dómsmál Körfubolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fleiri fréttir Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Sjá meira